FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 790

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
18.03.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2002310 - Brenniskarð 3, byggingarleyfi
Þrastarverk ehf. sækja 18.2.2020 um að byggja fjölbýli samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 19.1.2020 með stimpli frá brunahönnuði.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2002450 - Skútahraun 2, breyting á rými 202
Smárakirkja sækir 24.2.2020 um breytingu á rými 202 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 15.11.2020. Nýjar teikningar bárust 2.3.2020 með stimpli frá brunavörnum.
Nýjar teikningar bárust 16.3.2020 með stimplaðar af brunahönnuði.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2003298 - Álhella 3, reyndarteikningar vegna lokaúttektar
Geymslusvæðið ehf. leggur 13.3.2020 inn reyndarteikningar vegna athugasemda við lokaúttekt unnar af Kjartani Rafnssyni dagsettar 8.3.2020
stimplaðar af bunahönnuði.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2003311 - Vikurskarð 4, breyting
Björgvin Valur Sigurðsson sækir 16.3.2020 um breytingu á rými undir palli á neðri hæð og lækkun á gólfkóta neðri hæðar samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 10.3.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2002185 - Ljósatröð 2, viðbygging
Hamar sækir um 07.02.2020 eftir heimild til stækkunar á Ljósatröð 2 félagsheimili um 169,9 fermetra skv. teikningum Halldórs Guðmundssonar dags. 04.02.2020.
Nýjar teikningar bárust 17.03.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti og brunahönnuði.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2003190 - Norðurhella 11, byggingarleyfi
Steypustöðin ehf. sækir þann 09.03.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 26.02.2020.
Ný teikning barst 16.3.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti og brunahönnuði.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2020.
7. 2003314 - Fífuvellir 20, dagsektir geymsluskúr
Þann 17.1.2017 berst umsókn um byggingarleyfi vegna geymsluskúrs á lóð frá eigendum Fífuvalla 20. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.1.2017 og var frestað þar sem gögn voru ófullnægjandi. Fullnægjandi gögn hafa enn ekki borist. Ítrekun dags. 25.2.2020 þar sem veittur var frestur til 16. mars til að bregðast við vegna þessa var send eigendum Fífuvalla 20. Eigendur hafa ekki brugðist við.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000kr. pr. dag á eigendur Fífuvalla 20 frá og með 1. apríl 2020 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010
8. 1911091 - Heiðvangur 20, viðbygging
Einar Hlöðver Erlingsson sækir þann 04.11.2019 um að byggja við Heiðvang 20 til norðurs, bílgeymslu, geymslu, þvottahús og breyta aðgengi að skriðkjallara. Að öðru leiti er um að ræða reyndarteikningu skv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 25.10.2019.
Nýjar teikningar bárust 3.3.2020

Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs.
B-hluti skipulagserindi
9. 2002546 - Íshella 1, mhl.2, breyting á deiliskipulagi
Jón Magnús Halldórsson fh. Vallarbyggðar ehf. sækir þann 28.2.2020 um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu á byggingarreit, stækkun og hækkun auk þess að bæta við 2 silóum fyrir anitrit við austurenda byggingarinnar.
Erindið verður grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr.123/2010 þegar fullnægjandi gögn berast.
10. 2003206 - Drangahraun 7, breytingar
Fasteignafélag KK ehf. sækir 10.3.2020 um breytingar, byggingu anddyris, stigagangs og fundarherbergis, að lóðarmörkum samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 9.3.2020.
Erindið verður grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga nr.123/2010 þegar fullnægjandi gögn berast.
C-hluti erindi endursend
11. 2003268 - Völuskarð 9, breyting , gluggar og svalir
Hjörtur Freyr Jóhannsson sækir 12.3.2020 um breytingu á áður samþykktum teikningum, um er að ræða breytingu á gluggum, svölum og skráningartöflu samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 11.3.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
12. 2003297 - Tinnuskarð 16, byggingarleyfi
Andri Birgirsson sækir 13.3.2020 um leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dagsettar 12.3.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
13. 2003296 - Tinnuskarð 14, byggingarleyfi
Viktor Ingi Ingibergsson sækir 13.3.2020 um leyfi til að byggja raðhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dagsettar 12.3.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta