FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 699

Haldinn á fjarfundi,
24.03.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Óli Örn Eiríksson. Einar Pétur Heiðarsson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Gísli Sveinbergsson.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1605159 - Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar
Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Lýsing var kynnt tímabilið 26.6.2019-2.8.2019. Tillaga þar sem tekið hafði verið tillit til ábendinga við lýsingu var til kynningar á opnu húsi þann 16.12.2019 í samræmi við ákvæði 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga og vísaði til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8.1.2020 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breyttra marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 12.12.2019 og að hún skyldi auglýst í samræmi við 1.mgr. 36.gr. laga 123/2010. Tillagan var auglýst 7.2.-20.3.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
ASK þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar.pdf
2. 1904072 - Leiðarendi, nýtt deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leiðarenda dags. 13.12.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 3.12.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu með áorðnum breytingum og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi deiliskipulag Leiðarenda og að meðferð málsins yrðilokið skv. 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hið nýja
deiliskipulag sem afmarkast frá Bláfjallavegi og nær
yfir aðkomu, bílastæði og þjónustubyggingu
fyrir Leiðarenda, helli í upplandi Hafnarfjarðar var auglýst tímabilið 7.2.-20.3.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar dags. 23.3.2020 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Leiðarendi, þjónustubygging og bílastæði, lokadsk
3. 2003283 - Hvaleyrarvatn, óveruleg deiliskipulagsbreyting
Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir að breyta deiliskipulagi Hvaleyrarvatns. Um óverulega deiliskipulagsbreytingu er að ræða vegna stofnunar lóðar undir skógrækt í Seldal vegna landgræðsluskóga verkefnisins og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi, tillaga, Hvaleyrarvatn og Höfðar.pdf
4. 1606167 - Gististaðir í Hafnarfirði, staðsetning
Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 19.11.2019 var eftirfarandi tekið fyrir og afgreiðsla þess var:
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna afstöðu sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð til þess að heimilað verði að veita gistiaðstöðu í flokki II á svæðinu.
Erindið hefur verið kynnt fyrir eigendum og athugasemdir hafa borist.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu í Sléttuhlíð.
5. 2003320 - Mjósund 8, deiliskipulag
Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir þann 16.3.2020 um deiliskipulagsbreytingu. Í breytingunni felst að byggingarreitur húss er færður til á lóð og mænisstefnu breytt. Einnig er heimild til að reisa skúr á lóð færð að lóðarmörkum Mjósunds 10. Nýtingarhlutfall lóðar verður óbreytt.
Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna á sinn kostnað breytt deiliskipulag í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
6. 2001526 - Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar þann 7. feb. s.l. staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 28 jan. s.l. um aðalskipulagsbreytingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Lögð fram drög að skipulagslýsingu í samræmi við 30.gr. skipulagslaga.
Lagt fram til kynningar.
7. 1911091 - Heiðvangur 20, viðbygging
Einar Hlöðver Erlingsson óskar þann 17.3.2020 eftir endurupptöku máls frá 04.11.2019 um að byggja við Heiðvang 20 til norðurs, bílgeymslu, geymslu, þvottahús og breyta aðgengi að skriðkjallara. Að öðru leiti er um að ræða reyndarteikningu skv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 25.10.2019.
Nýjar teikningar bárust 3.3.2020. Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.3.2020.

Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir sbr. umsögn skipulagsfulltrúa. Lóðarhafa er bent á að hægt er að sækja um að nýju í samræmi við leiðbeiningar skipulagsfulltrúa.
Heiðvangur 20. Umsögn skipulagsfulltrúa vegna byggingarleyfis.
8. 2002145 - Drangsskarð 10, fjölgun eigna
Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækja 7.2.2020 um fjölgun eigna skv. teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 5.2.2020. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.01.sl. var tekið jákvætt í fyrirspurnarerindi vegna fjölgunar eigna ásamt stækkun lóðar. Samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Lóðarhafi þeirra lóða sem grenndarkynningin nær yfir er Hafnarfjarðarkaupstaður.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og fellur frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
2001-D10-aðaluppdráttur-200-B.pdf
2001-D10-aðaluppdráttur-201-B.pdf
2001-D10-aðaluppdráttur-202-B.pdf
2001-D10-aðaluppdráttur-203-B.pdf
9. 2002369 - Drangsskarð 10, breyting á lóð
Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 19.2.2020 um stækkun á lóð að bæjarlandi. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Hafnarfjarðarkaupstaður er eini hagsmunaaðilinn. Lögð fram umsögn arkitekts.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir lóðarstækkunina á grundvelli 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
Drangsskarð 10. Stækkun lóðar, umsögn.
drangsskarð10 - afstaða m-lóðarstækkun.pdf
10. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Tekin til umræðu samþykkt bæjarráðs frá 27. feb. s.l. um að farið yrði í viðræður við eftirtalda aðila um þróun á fyrsta áfanga svæðisins á reitum 1-4:
Arkís, Verkís og Circular solutions;
GP arkitektar, X-JB ehf. og VSÓ Ráðgjöf ehf.;
Prospectus: Rafael Campos de Pinho, Jóhann Örn Logason og Sveinn Ragnarsson;
Verkland, VSÓ ráðgjöf, Tendra og Klinka.

Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að hefja viðræður við eftirtalda aðila;
Arkþing Nordic, Þingvangur og Efla,
Lifandi samfélag,
Sighvatur Lárusson og Steypustöðin,
Skipan og Arkitektar ehf.
um þróunarreiti á svæðinu í samræmi við bókun bæjarráðs frá 27.2.2020.
Fyrirspurnir
11. 2003460 - Hrauntunga 5, fyrirspurn, fjölgun íbúða
Lagt fram erindi Bak Hafnar dags. 11.03.2020 ásamt uppdráttum Sveins Ívarssonar arkitekts með sömu dags., þar sem farið er fram á að fjölga íbúðum um þrjár. Bílastæðum er fjölgað. Nýtingarhlutfall lóðar er óbreytt 0,4.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.
Tillaga skipulag.pdf
Fundargerðir
12. 2003005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 789
Lögð fram fundargerð 789. fundar.
13. 2003013F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 790
Lögð fram fundargerð 790. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:13 

Til baka Prenta