FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1844

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
18.03.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir. Kristinn Andersen. Sigurður Þórður Ragnarsson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Ólafur Ingi Tómasson. Friðþjófur Helgi Karlsson. Jón Ingi Hákonarson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Skarphéðinn Orri Björnsson.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Helgu Ingólfsdóttur og Kristínu Maríu Thoroddsen en í þeirra stað mæta þau Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og Skarphéðinn Orri Björnsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Á fundinum bar forseti upp tillögu um að tekið yrði inn á dagskrá fundarins með afbrigðum tillaga um fjarfundi bæjarstjórnar. Var tillagan samþykkt samhljóða og var umrætt mál það 7. á dagskrá fundarins.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Farið yfir stöðuna.
Til máls taka Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig tekur til nmáls Guðlaug Kristjánsdóttir og kemur Rósa til andsvars.

Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson, Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarson og kemur Rósa til andsvars við ræðu Jóns Inga.
2. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl.
Skipulags og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.9.2019 að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykki afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 18.9.2019 með 9 greiddum atkvæðum. Tillagan var auglýst tímabilið 11.11.-23.12.2019. Ein athugasemd barst. Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 14.1.2020 var skipulagsfulltrúa falið að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda. Greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 06.03.2020 lögð fram.

Greinagerð skipulagsfulltrúa gerir góða grein fyrir ferli deiliskipulagsins. Í greinagerðinni kemur fram að gott samráð hefur verið haft við íbúa um deiliskipulagstillöguna m.a. með íbúafundi. Einnig að leitað hafi verið umsagnar Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar og að brugðist hafi verið við ábendingum þeirra. Skipulags- og byggingarráð er sammála um að Ástjörnina og friðlandið við hana beri að vernda og bendir á að byggingarreitur knatthússins er allur innan lóðarmarka íþróttasvæðisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Fulltrúi Viðreisnar í Skipulags og byggingarráði Hafnarfjarðar vill benda á að hluti samkomulags vegna uppbyggingar á svæði Hauka sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti virðist ekki vera í samræmi við lög. Í samkomulaginu er gefið upp að tekjur af gatnagerðagjöldum verði notaðar til þess að fjármagna íþróttahús Hauka. Nánar tiltekið segir í 4. grein samkomulagsins:
4. Tekjur af innheimtum lóðaverðum (gatnagerðargjald byggingarréttargjald) vegna hinnar nýju íbúðabyggðar á Ásvöllum verði nýttar til uppbyggingar knatthúss á Ásvöllum.
Í 10. gr. laga um gatnagerðargjald 153/2006 segir um ráðstöfun gatnagerðargjalds:
?Sveitarstjórn skal verja gatnagerðargjaldi til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.?
Hafnarfjarðarbær hefur ekki lagaheimild til þess að skuldbinda sig í samningum til þess að ráðstafa gatnagerðargjaldi til annarra framkvæmda en gatnagerðar og viðhalds gatna.
Er bæjarstjórn hvött til þess að afla lögfræðiálits um þennan hluta samkomulagsins við Hauka og ef ástæða reynist til, að uppfæra það sem fyrst til þess að tryggja að þetta verði ekki til þess að tefja verkefnið.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- og óháðra bóka eftirfarandi:
Samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka var á borði bæjarráðs þann 16. janúar 2020 og svo til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn þann 22. janúar 2020. Hér á fundi skipulags- og byggingarráðs er til umræðu breyting á deiliskipulagi og svör skipulagsfulltrúa við þeirri athugasemd sem barst.

Nú tekur fulltrúi Viðreisnar upp á því um tveimur mánuðum eftir að samkomulagið við Knattspyrnufélagið Hauka var staðfest í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bóka um það samkomulag milli aðila ? þrátt fyrir að það mál sé ekki hér á dagskrá fundarins. Það er með ólíkindum að Viðreisn skuli nú á þessum tímapunkti gera tilraun til að leggja stein í götu Hauka til að hefja uppbyggingu á íþróttasvæði sínu.

Rétt er að ítreka að allt þetta ferli hefur verið í gangi í um tvö ár. Starfshópur hefur verið með málið á sínu borði og skilaði skýrslu sinni fyrir jól. Það var að frumkvæði Hauka ? og í samráði við bæjarfélagið - að hluta lóðar var skilað til bæjarins; á þeirri lóð stendur nú til að hefja kröftuga uppbyggingu um 100 íbúða og hefur það bæði farið í aðalskipulags- og deiliskipulagsferli. Slík uppbygging mun skila bæjarfélaginu tekjum, en rétt er að ítreka það að bæjarfélaginu er fullkunnugt um skyldur sínar þegar kemur að nauðsynlegum gatnagerðum á svæðinu.

Fulltrúi Viðreisnar í Skipulags og byggingarráði hafnar þeim gífuryrðum sem hér hafa verið látin fljóta. Fulltrúar Viðreisnar í bæjarstjórn, bæjarráði og skipulags- og byggingarráði hafa stutt þetta verkefni í gegnum allt skipulagsferlið og munu gera það áfram.
Fulltrúum meirihlutans er bent á að lesa aftur bókun Viðreisnar þar sem skýrt koma fram áhyggjur af því að vinnubrögð við samningagerð á sínum tíma gætu tafið uppbyggingarferlið sem er framundan. Ekkert í bókun meirihlutaflokkanna svarar þeim ábendingum.

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari. Adda María kemur þá til andsvars öðru sinni.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 9 atkvæðum en fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Ásvellir, Haukasvæði. Greinagerð skipulagsfulltrúa v_athugsemda v_br.dsk.
9623-200204-deiliskipulag-01 DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR-000.pdf
Ástjörn, friðland og fólkvangur - fylgiskjal.pdf
Til varnar Ástjörn.pdf
Ásvellir, aðalskipulagsbreyting, umsögn Umhverfisstofnunar.pdf
Bréf til Skipulagsstofnunar.pdf
Hraunvallaskóli - upplýsingar um fjölda.msg.docx
Áhrif íbúðabygginga á Ásvöllum á gatnakerfið á Völlunum.pdf
Áhrif íbúðabygginga á Ásvöllum á Hraunvallaskóla jan 2020.pdf
Aðalskipulag, stækkun ÍB8 á Ásvöllum, umsögn Skipulagsstofnunar.pdf
Staðfesting aðalskipulagsbreytingar, afrit auglýsingar í B deild.pdf
3. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl.
Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum þann 11.02.2020 að unnið verði að deiliskipulagi sem byggir á tillögu A dags. 7.2.2020. Leitast verði við að bílastæðamál verði leyst innan lóðar og taki mið af stærð íbúða. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem byggir á tillögu A. Helstu breytingar eru að í stað þriggja lóða er gert ráð fyrir fimm lóðum og mörk lóða breytast án þess að heildarstærð svæðis breytist. Nýbyggingar verða fjórar, tvö einbýli og tvö tvíbýli. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir breytingu á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hringbrautar vegna umferðaröryggis. Jafnframt er kynnt tillaga að breyttu aðalskipulagi reits S20.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar sbr. 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls sem og Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Adda María kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar minna á að nokkrar hugmyndir eru að þéttingarreitum á svæðinu í kringum hamarinn ? og mikilvægt að huga að heildrænu skipulagi hverfisins. Við þéttingu byggðar er einnig mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum hverfa. Í því samhengi minnum við á stöðu leikskólamála í hverfinu og hvetjum til þess að hugað verði að uppbyggingu leikskóla samhliða frekari þéttingaráformum.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson

Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans hvetur skipulagsyfirvöld bæjarins til að gæta að sögulegu og menningarlegu mikilvægi Þóruklappar í lóðinni fyrir aftan St. Jósefsspítala. Á tillögu að deiliskipulagsbreytingu er svæðið merkt sem "klappir" en ekki er auðvelt í fljótu bragði að sjá hvar á lóðarskipulagi það lendir. Saga klapparinnar er falleg og nátengd bæjarsál Hafnarfjarðar og vel þess virði að standa vörð um hana.
ASK_2013_2025_Sudurg_Hlidarbr_06032020.pdf
Hlíðarbraut 10, tillögur A og B að breyttu deiliskipulagi
HAF-SUD-DS-100-A1.pdf
4. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.mars sl.
Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra vegna endurbóta á "gamla" Sólvangi.

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir til fundarins.

Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir og leggur til að bæjarstjórn samþykki svohljóðandi bókun:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar kröfu sína um að farin verði leiguleiðin við endurbætur á „gamla“ Sólvangi ellegar skipt yfir í 85%/15% kostnaðarleiðina. Heilbrigðisráðuneytið hefur samþykkt að 33 ný hjúkrunarrými verði í Hafnarfirði og er sveitarfélagið að leita hagkvæmustu leiða til að koma þeim í notkun sem allra fyrst. Ef ráðuneytið telur fyrrgreindar leiðir við endurbætur ekki færar er óskað eftir því að ráðuneytið komi fram með útfærslu á fjármögnun endurbóta á húsnæði „gamla“ Sólvangs en ljóst er að kostnaður við endurbætur hússins fyrir rýmin 33 er margfalt lægri en ef byggja þyrfti nýtt hjúkrunarheimili frá grunni.
Einnig er lögð áhersla á að heilbrigðisráðuneytið semji við rekstraraðila um rekstur 33 nýrra rýma í „gamla“ Sólvangi.

Er það samþykkt samhljóða og telst ofangreind bókun því bókun bæjarstjórnar.
Sólvangur, bréf til heilbrigðisráðherra dags. 27.febrúar 2020.pdf
Fjölgun hjúkrunarrýma, svar við erindi Hafnarfjarðarbæjar
5. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.mars sl.
Lagður fram samningur við Hópbíla.
Til afgreiðslu.

Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tekur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

Sem og Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um aksturþjónustu.
1-Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði 2020-2024 - Verksamningur.pdf
6. 1505162 - Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag
8.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 13.mars sl.
Á fundi fjölskylduráðs þann 28.02.2020 var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.
Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn fór yfir samninginn á fundi sínum 04.03.2020 og lagði fulltrúi Bæjarlistans fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum."
Fulltrúi Bæjarlistans leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar."

Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu og vísaði aftur inn í fjölskylduráð. Búið er að breyta þessari setningu í samræmi við tillöguna.

Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.

Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki Blindrafélagsins á breytingu á samningi.

Til máls tekur Guðbjörg Oddný Jónasdóttir og til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um aksturþjónustu.
Þjónustusamningur um ferðaþjónustu Blf og Hafnarfj.pdf
7. 2003453 - Fjarfundir sveitarstjórnar, ráða og nefnda
Tillaga um að bæjarstjórn, ráðum og nefndum verði heimilt að halda fjarfundi. Lagt fram með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Sem og jón Ingi Hákonarson.

Sigurður Þ. Ragnarsson tekur þá til máls. Einnig Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt er að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.
Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138 frá 2011 samþykkt á Alþingi 17. mars 2020.pdf
Fundargerðir
8. 2001041 - Fundargerðir 2020, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.mars sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 11.mars sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. mars sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 12.msrs sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 26.febrúar sl.
b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.mars sl.
c. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.febrúar sl.
d. Fundargerð 21.eigendafundar SORPU bs. frá 17.febrúar sl.
e. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.mars sl.
a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 12.febrúar sl.
b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 16.mars sl.

Til máls tekur ágúst Bjarni Garðarsson undir fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 17. febrúar sl.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls undir 9. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 11. mars sl. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson undir fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 17.febrúar sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43 

Til baka Prenta