FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1569

Haldinn á hafnarskrifstofu,
11.03.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Ágúst Bjarni Garðarsson. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti til fundarins.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1609670 - Lóðir í eigu hafnarinnar og lóðarleigusamningar
Með vísan í nýsamþykkt rammaskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis er lagt til að stofnað verði "Land Hafnarfjarðarhafnar" skv. meðfylgjandi tillögu að uppdrætti. Lóða-/landamörk meðfram Hvaleyrarbraut og Strandgötu eru óbreytt frá núgildandi lóðamörkum en lagt er til að landfyllingarsvæði undir Vesturhamri og svæði við núverandi hringtorg við innkeyrslu að hafnarsvæði þar sem skilgreind er lóð skv. rammaskipulaginu verði sett undir land Hafnarfjarðarhafnar.


Lagt fram til kynningar og óskað eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði.


Land_hafnar_samsett.pdf
Kynningar
2. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við Háabakka og undirbúning fyrir smíði trébryggju og annan frágang á svæðinu.
Bindingar fyrir Árna og Bjarna mars 2020.pdf
steypa 2 mars 2020 lalli.JPG
stórsteypa 2 mars 2020.jpeg
Árni Friðriksson leggst að bryggju 26. febr. 2020.jpeg
3. 2003050 - COVID-19 viðbragðsaðgerðir á hafnarsvæðum
Kynntar viðbragðsáætlanir fyrir hafnarsvæði vegna COVID-19.
4. 1911169 - Útstöð FMS í Hafnarfirði
Farið yfir stöðu fiskmarkaðsþjónustu við smábáta eftir lokun á starfsstöð FMS í Hafnarfirði.
5. 1912342 - Súrálsbakki Straumsvík- tjón. v. óveðurs
Greint frá frekari úttekt á skemmdum á norðurhlið súrálsbakkans í Straumsvík og tillögum ráðgjafa hafnarinnar og Náttúruhamfaratrygginga Íslands um viðgerðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta