FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 435

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
11.03.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Margrét Vala Marteinsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson. Sigrún Sverrisdóttir. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Birgir Örn Guðjónsson. Karólína Helga Símonardóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Marie Paulette Helena Huby, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1810430 - Hljóðvist í leik- og grunnskólum
Kynning á mælingum á hljóðvist og lýsingu í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð þakkar Stefáni Eiríki Stefánssyni starfsmanni umhverfis og skipulagssiðs kynninguna og fagnar því að stöðug vinna sé í gangi sem og mælingar til að bæta hljóðvist og lýsingu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar og í íþrottahúsum og frístundaheimilum.
2. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Lagt fram til kynningar.
Fræðsluráð þakkar kynninguna.
3. 1508478 - Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði
Lagt er til að bóka- og bíóvika verði dagana 12.-18. október 2020.
Samþykkt.
4. 1906030 - Ytra mat grunnskóla í Hafnarfirði 2019
Lagðar fram skýrslur MMS og umbótaáætlanir fyrir Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði, Víðistaðaskóla og Hvaleyrarskóla - ásamt minnisblaði sem kynnir stöðuna.
Til kynningar.
Minnisblad-20200311_Ytra-mat-grunnskóla.pdf
5. 2003084 - Menntastefna 2030 drög að tillögu til þingsályktunar
Lögð fram til umsagnar drög að þingsályktunartillögu til menntastefnu til ársins 2030.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að veita umsögn um drög að þingsályktunartillögu til menntastefnu til ársins 2030. Fulltrúar fræðsluráðs eru hvattir til að kynna sér menntastefnu Mennta- og menningarmálaráðuneytis og gefa umsögn fyrir lok dags 13. mars. Umsögn sviðsins verður lögð fram á fræðsluráðsfundi þann 25. mars til kynningar. Slóð að tillögunni er að finna hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2649&fbclid=IwAR2CfhZrMoyLiENB5dwpMH5zqGCH6cx3DC79B7JtWBQSSFaw1Yra4ldYWXI.
Drög að þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030 birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins
6. 1801408 - Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun
Minnisblað sviðsstjóra lagt fram.

Úr fundargerð umhverfis- og framkvæmráðs frá 26. febrúar sl.

Tekið fyrir að nýju staða verkefna og aðgerðaráætlun ársins 2020. Frestað frá síðasta fundi.
"Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum frá fræðsluráði varðandi mælingar á matarsóun í leik- og grunnskólum.

Minnisblað sviðsstjóra lagt fram og vísað til umhverfis og framkvæmdaráðs.
Matarsóun_1801408.pdf
7. 1802033 - Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram skipulagslýsing Hraun-vestur reitur ÍB2 til umsagnar.
Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að taka saman umsögn fyrir aðalskipulagsbreytingu, Hraun vestur. Umsögnin verður lögð fram á fræðsluráðsfundi þann 25. mars til kynningar.
Fræðsluráð skipulagslýsing til umsagnar.pdf
8. 1906219 - Útilífsmiðstöð Hafnarfjarðar
Íþrótta- og tómstundafulltrú segir frá samvinnu um vísindakistur.
Fræðsluráð þakkar Geir Bjarnasyni kynninguna.
9. 1903239 - Sumaropnun leikskóla
Lögð fram ályktun stjórnar félags stjórnenda í leikskóla.
Fulltrúar Sjálftæðisflokks og Framsóknar og óháðra biðlar til starfsfólks og foreldra leikskólabarna að sýna útfærslum á sumaropnun leikskóla þolinmæði. Mikill vilji meirihlutans er til þess að formgera og útfæra breytinguna í sátt og samlyndi bæði við þá sem þiggja þjónustuna og þá sem hana veita. Þær athugasemdir, ábendingar og áhyggjur sem fram hafa komið á undanförnum vikum verða teknar inn í þá vinnu sem framundan er í starfshópi sem skipað verður í á næsta fundi ráðsins.
Kristín María Thoroddsen, sign
Margrét Vala Marteinsdóttir, sign
Bergur Þorri Benjamínsdóttir, sign

Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Bæjarlistans og Miðflokksins vilja koma með eftirfarandi bókun varðandi sumaropnun leikskólanna. Við viljum ítreka mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við starfsfólk leikskólanna við svona stórar ákvarðanir. Í ljós hefur komið mikil andstaða meðal starfsfólks og stjórnenda við þessa framkvæmd og því væri eðlilegt að falla frá ákvörðuninni á þessu stigi þar til starfshópurinn hefur fengið færi á að vinna sína vinnu.
Karólína Helga Símonardóttir, sign
Sigrún Sverrisdóttir, sign
Birgir Örn Guðjónsson, sign
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, sign

Fulltrúi leikskólastjóra lagði fram eftirfarandi bókun;
Leikskólastjórar ítreka fyrri bókun sína varðandi sumaropnun leikskólanna og taka undir ályktun FSL og hvetja fræðsluráð til þess að falla frá ákvörðun sinni um að starfrækja leikskóla allt sumarið árið 2021.
Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, sign

Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar vill bóka þessar spurningar varðandi erindisbréfið "Starfshópur um sumaropnun leikskóla":

- "Starfshópurinn skal fyrst og fremst vera ráðgefandi álitsgjafi um útfærslur og leiðir sem Mennta- og lýðheilsusvið leggur til".
Á starfshópurinn bara að gefa álit um útfærsluna? Mun þetta álit geta haft áhrif á útfærsluna? Og ef ekki, hver er þá tilgangur starfshópsins?
Til viðmiðar, þá kynnti Kristín Thoroddsen starfshópinn þann 2. mars 2020 í Hafnfirðingnum allt öðruvísi, en þar stóð:
" Starfshópurinn mun skila af sér tillögu að útfærslum þar sem faglegt starf leikskólanna allt árið um kring verður tryggt og að vellíðan barna og öryggi verði ávallt haft að leiðarljósi." Þar var sagt að starfshópurinn ætti að gefa tillögur en ekki einungis álit.
https://hafnfirdingur.is/aukid-valfrelsi-meiri-lifsgaedi-og-betri-thjonusta/?fbclid=IwAR0XxQZK9n_n5sfrWIXKl5L4JpO7iS9gUXRhgk4qat7fTLpKqpbx7RcDWug

- Ef útfærsla sumaropnunar leikskóla er unnin af mennta- og lýðheilsusviði, er það ekki hagsmunaárekstur að sviðsstjóri sé einnig í starfshópnum? Væri ekki betri að mennta- og lýðheilsusvið myndi kynna útfærsluna fyrir starfshópnum og svara spurningum en leyfa svo starfshópnum að vinna skýrsluna frjálslega?

- Verður þessi starfshópur á launum? Hver er þá kostnaðaráætlun starfshópsins?
Marie Paulette Helena Huby, sign
FSL_ályktun.pdf
10. 2002018F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 308
Lögð fram fundargerð 308. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
11. 1811277 - Menntastefna
Lagðar fram fundargerðir 6. og 7. fundar stýrihóps um menntastefnu og 2. fundi stýrihóps með menntaleiðtogum.
6_Fundur_menntastefna.pdf
7.Fundur_menntastefna.pdf
2_fundur með menntaleiðtogum.pdf
12. 2002067 - Viðbragðsáætlun Kórónaveiran
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta