FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 411

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
13.03.2020 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson. Helga Ingólfsdóttir. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Árni Rúnar Þorvaldsson. Árni Stefán Guðjónsson. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Farið yfir stöðu mála á sviðinu í ljósi COVID-19. Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar- og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks og Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mæta á fundinn og greina frá áhrifum faraldursins á þjónustunotendur.
Fjölskylduráð þakkar starfsmönnum fyrir kynninguna.
2. 2002513 - Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir
Hrönn Hilmarsdóttir, deildarstjóri þróunar og reksturs í málaflokki fatlaðs fólks fer yfir drög að breyttum reglum.
Lagt fram.
3. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Guðmundur Sverrisson, frá fjármálasviði mætir á fundinn.
Umræður um fjárhagsstöðu sviðsins.

Fyrir fundinum liggur viðauki sem er að stærstum hluta vegna fjölgunar mála í barnavernd. Leitað verður leiða innan málaflokksins til að mæta þeim aukna kostnaði sem fellur til vegna þessara mála þannig að fjárhagsáætlun ársins standi.
Viðaukinn sendur til bæjarráðs.

4. 2003198 - Fátækt
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar og húsnæðismála mætir á fundinn.
Í kjölfar umræðu um fátækt á Íslandi óskaði fjölskylduráð eftir upplýsingum um stöðuna í Hafnarfirði.
Umræður.
Minnisblað 13. mars 2020.pdf
5. 0901125 - Fjárhagsaðstoð, reglur
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar og húsnæðismála mætir á fundinn og fer yfir helstu tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
Lagt fram.
6. 1602410 - Fjölmenningarráð
Skipun í fjölmenningarráð skv. samþykktum reglum um ráðið.
Fjölmenningarráðið er skipað 5 fulltrúum sem eru búsettir í Hafnarfirði og jafnmörgum til vara. Fjölskylduráð kýs tvo fulltrúa og tvo til vara, tveir fulltrúar eru skipaðir af félagasamtökum sem starfa að málefnum innflytjenda og tveir til vara. Einn fulltrúi af erlendum uppruna er tilnefndur úr hópi starfsmanna Hafnafjarðarkaupstaðar. Fjölmenningaráðið sjálft kýs sér formann, varaformann og ritara og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Tilnefningar frá fjölskylduráði
Aðalmenn:
Anna Karen Svövudóttir
Karólína Helga Símonardóttir
Varamenn:
Erla Ragnarsdóttir
Hólmfríður Þórisdóttir

Fulltrúar félagasamtaka sem starfa að málefnum innflytjenda
Aðalmenn:
Sylwia Baginska. Tilnefnd af Móðurmál, samtök um tvítyngi.
Elena Orlova. Tilnefnd af W.O.M.E.N., samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Fulltrúi af erlendum uppruna sem er tilnefndur úr hópi starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar:
Aleksandra Julia Wegrzyniak

Fjölskylduráð samþykkir þessar tilnefningar í fjölmenningarráð.
7. 2002236 - Þroskahjálp, húsbyggingasjóður, erindi
Lagt fram. Sviðsstjóra falið að ræða við Þroskahjálp um hugsanlegt samstarf.
Bréf húsbyggingasjóðs til sveitarfélaga_.docx
Bæjarráð - 3539, innanhústilkynning um afgreiðslu máls
8. 1505162 - Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag
Á fundi fjölskylduráðs þann 28.02.2020 var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.
Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn fór yfir samninginn á fundi sínum 04.03.2020 og lagði fulltrúi Bæjarlistans fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum."
Fulltrúi Bæjarlistans leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar."

Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu og vísaði aftur inn í fjölskylduráð. Búið er að breyta þessari setningu í samræmi við tillöguna.

Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir.

Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn með fyrirvara um samþykki Blindrafélagsins á breytingu á samningi.


9. 1903212 - Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni
Frestað
10. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Skipum í Ráðgjafarráð fatlaðs fólks skv. samþykktum reglum.
Ráðgjafaráð fatlaðs fólks er skipað sjö fulltrúum. Þrír fulltrúar og þrír til vara skulu tilnefndir af sveitarstjórnum sveitarfélaga að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fjórir fulltrúar og fjórir til vara skulu tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu. Tveir fulltúrar og tveir til vara eru tilnefndir af Þroskahjálp, skal annar vera með þroskahömlun. Tveir fulltrúar og tveir til vara eru tilnefndir af Öryrkjabandalaginu.

Tilnefningar frá fjölskylduráði
Aðalmenn:
Margrét Vala Marteinsdóttir
Helga Ragnheiður Stefánsdóttir
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir
Varamenn:
Valdimar Víðisson
Kristjana Ósk Jónsdóttir
Árni Rúna Þorvaldsson

Tilnefningar frá Þroskahjálp
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, tekur sæti í ráðinu þar til búið verður að skipa fulltrúa.

Tilnefningar frá Öryrkjabandalaginu
Aðalmenn:
Egill Fjeldsted
Þórarinn Þórarinsson
Varamenn:
Jóna Imsland

Fjölskylduráð samþykkir þessar tilnefningar í ráðgjafaráð.
12. 1609187 - Útlendingastofnun
Fyrir fundinum liggur þjónustusamningur við Útlendingastofnun.
Lagt fram.
Fundargerðir
11. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
5.fundur starfshóps um NPA.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til baka Prenta