FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3540

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
12.03.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson. Kristinn Andersen. Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Jón Ingi Hákonarson. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901083 - Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasamningsumboð
Farið yfir stöðuna.

Inga Rún Ólafsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mæta til fundarins.

Farið yfir stöðuna.
2. 1904108 - Líkamsrækt bæjarstarfsmanna
Farið yfir reglur um líkamsræktarstyrki til starfsmanna.

Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á reglum um líkamsræktarstyrki til starfsmanna.
3. 1907326 - Namyslów Póllandi, ósk um samstarf
Lagt fram boðskort frá Namyslów í Póllandi á bæjarhátíð 19.-21.júní 2020.

Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Namyslów, samstarf, samþykki, fyrirhugað boð til Póllands, bréf.pdf
4. 2002535 - Beit Sahour borg, ósk um samstarf
Lögð fram beiðni frá Beit Sahour í Palestínu um vinabæjarsamstarf.

Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

Lagt fram.
Beit Sahour borg, ósk um samstarf
5. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra vegna endurbóta á "gamla" Sólvangi.

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir til fundarins.

Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.
Sólvangur, bréf til heilbrigðisráðherra dags. 27.febrúar 2020.pdf
Minnisblað Sólvangur.pdf
6. 1811336 - Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022
Farið yfir stöðuna.

Árdís Ármannsdóttir upplýsingafulltrúi mætir til fundarins.

Farið yfir stöðu mála.
7. 1802305 - Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur
Kynning á framkvæmdum á skíðasvæðum. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Aðalsteinn Sigurjónsson sviðsstjóri hjá VSÓ Verkfræðistofu, mæta til fundarins.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.
8. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lagður fram samningur við Hópbíla.
Til afgreiðslu.

Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
1-Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði 2020-2024 - Verksamningur.pdf
9. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Fara yfir drög að framkvæmdasamningi og erindisbréfi
Farið yfir drög að framkvæmdasamningi og erindisbréfi.
10. 2002209 - Gjaldtaka ferðamannastaða
5.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.febrúar sl.
Tekið til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistasvæðum.

Bæjarráð heimilar að unnið verði að undirbúningi gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum og vísar til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
11. 1706152 - Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun
5. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.febrúar sl.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17.12.2019 að grenndarkynna fyrirhugaða stækkun lóðar nr. 49 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni Þorbjörns Inga Stefánssonar um lóðarstækkun, sbr. bréf hans dags. 18.06.2019. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað. Tillagan var grenndarkynnt frá 20.12.2019 til 17.01.2020. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir greinargerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 10.02.2020. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11.02.2020.

Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni um umrædda lóðarstækkun. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað.

Athugasemdir sem bárust fjölluðu um hugsanlega byggingu á lóðinni og aðgengi að vitanum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að lóðarstækkunin fjallar ekki um nýtingu lóðar heldur um umrædda lóðarstækkun. Skipulags- og byggingarráð leggur til að aðgengi að vita verði endurskoðað og vísar þvi til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði enda ekki raunhæft að ætla að það verði á þeim stað sem skipulagið gerir ráð fyrir. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun og vísar erindinu aftur til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin. Málinu er vísað til skipulags- og byggingaráðs.
12. 2003242 - Bláfjöll,skíðaskotfimimót, umsókn
Lögð fram umsókn um að halda skíðaskotfimimót í Bláfjöllum sem að hluta til verður á landi bæjarins.
Bæjarráð heimiliar notkun á landi bæjarins vegna Skíðaskotfimimóts sem áætlað er að halda 23. mars n. k. Mótshaldarar skulu gæta að því að fá öll tilskilin leyfi fyrir mótinu.
Umsókn 2020_Skíðaskotfimi_Hafnarfjörður.pdf
Skíðaskotfimibraut_2020.pdf
13. 2002223 - Lánasjóður sveitarfélaga, framboð í stjórn, auglýsing, aðalfundur 2020
Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem verður haldinn fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 15:45.
Lagt fram.
ottar_200310-154219-2f.pdf
Fundargerðir
14. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Lögð fram fundargerð starfshóps um deiliskipulag miðbæjar frá 17.febrúar sl.
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur. Fundargerð 18. fundar þ.17.2.2020
15. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Lögð fram fundargerð 3. mars 2020
190124 - Fundargerð 3.3.2020.pdf
16. 2002017F - Hafnarstjórn - 1568
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.febrúar sl.
17. 2002023F - Menningar- og ferðamálanefnd - 343
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.mars sl.
18. 2001038 - Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.febrúar sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 879.pdf
19. 1909104 - SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð 21.eigendafundar SORPU bs. frá 17.febrúar sl.
SORPA_Fundargerd_21_eigendafundur_2020_17_02.pdf
20. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21.febrúar sl.
Fundargerð stjo´rnarfundar nr. 317 21.02.2020.docx
21. 2001040 - Stjórn SSH, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 2. og 6.mars sl.
SSH_Stjorn_483_fundur_2020_03_02.pdf
SSH_Stjorn_484_fundur_2020_03_06.pdf
Næsti fundur bæjarrjáðs verður haldinn miðvikudaginn 25. mars nk. kl. 11:15.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15 

Til baka Prenta