FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 785

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
12.02.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1911544 - Grænakinn 14, breyting
Þengill Ólafsson og Brynjar Ingólfsson sækja 21.11.2019 um að breyta þvottahúsi í séreign neðri hæðar samkvæmt teikningum Gunnar Loga Gunnarssonar dagsettar 6. nóv. 2019 samþykki meðeiganda liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 30.01.2020 samþykktar af meðeigendum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum svo gjörningurinn öðlast gildi.
2. 2002064 - Dalshraun 9b, breyting
Síld og Fiskur ehf. sækir 4.2.2020 um heimild til breytinga á stiga í stigahúsi. Skrifstofa á 2. hæð færist til svo koma megi fyrir nýjum klefa skv. teikningum Páls Poulsens dags. 29.01.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti erindi endursend
3. 2002125 - Óseyrarbraut 31a, framkvæmdaleyfi
Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. sækir þann 07.02.2020 um framkvæmdaleyfi sem felur í sér að athafnasvæði flotkvía Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Suðurhöfn Hafnarfjarðarhafnar er lokað af með 2,5 m hárri girðingu með læsanlegu aksturs-hliði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar teiknaðar í nóvember 2019.
Frestað gögn ófullnægjandi.
4. 2002185 - Ljósatröð 2, stækkun á félagsheimili
Hamar sækir um 07.02.2020 eftir heimild til stækkunar á Ljósatröð 2 félagsheimili um 169,9 fermetra skv. teikningum Halldórs Guðmundssonar dags. 04.02.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
5. 2002181 - Hraunstígur 2, byggingarleyfi
Sveinn Bjarki Þórarinsson sækir þann 10.02.2020 um viðbyggingu (geymsla og reiðhjólaskýli) samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 05.10.2019. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta