FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1567

Haldinn á hafnarskrifstofu,
12.02.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Helga R Stefánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Lagt fram yfirlit um greiðslustöðu vegna verkefna við Háabakka. Jafnframt farið yfir stöðu framkvæmda.
2. 1912342 - Súrálsbakki Straumsvík- tjón. v. óveðurs
Farið yfir stöðu mála á Súrálsbakka í Straumsvík í kjölfar óveðurs þann 9. desember á sl. ári. Lagt fram minnisblað Sigurðar Guðmundssonar verkfræðings á Strendgingi dags. 6. febrúar sl. um skemmdir á norðurhlið bakkans og þekju ásamt tillögum um framkvæmdaröðun á viðgerðum. einnig skýrsla frá Köfunarþjónustinni dags 3. febrúar sl. Hafnarstjóri upplýsti um samskipti við Náttúruhamfaratryggingar Íslands vegna tjónsins.
Minnisblað-060220 (002) Súrálsbakki.docx
1832 - Straumsvík-úttekt-skýrsla.pdf
3. 1808500 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2019
Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir árið 2019.
4. 1901032 - Hafnarfjarðarhöfn - afmælis- og kynningarmynd
Skýrt frá lokavinnslu við gerð afmælis- og kynningarmyndar um Hafnarfjarðarhöfn, Sjómannadaginn í Hafnarfirði og nýtt rammaskipulag fyrir innri höfnina. Myndin verður frumsýnd í Bæjarbíói á kynningarfundi um nýsamþykkt rammaskipulag sunnudaginn 23. febrúar n.k.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta