FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 784

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
05.02.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2001665 - Reykjavíkurvegur 66, breytingar inni
WOKON Mathöll ehf. sækja 30.1.2020 um breytingar innanhús ásamt flóttastiga og loftræsiröri samkvæmt teikningum G.Odds Víðissonar stimplaðar af SHS og Heilbrigðiseftirliti.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2001572 - Hrauntunga 20, breytingar
Bjarni Viðar Sigurðsson leggur 28.1.2020 inn breytingar á áður samþykktu erindi. Um er að ræða breytingar á hæðarkvóta í vinnustofu, gluggastærð og tröppum samkvæmt teikningum Jóns Davíðs Ásgeirssonar, dagsettar 24.1.2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1912207 - Merkurgata 9b, breyting
Anna Jóhannsdóttir sækir þann 13.12.2019 um breytingu skv. teikningu Páls V. Bjarnasonar dags. 11.11.2019. Um er að ræða breytingu á anddyri, lengingu á húsi til vesturs, nýjar svalir á vesturgafl, kvisti á norður og suðurhliðar auk hækkunar á risi. Umsögn Minjastofnunar dags. 2.12.2019 liggur fyrir.
Nýjar teikningar bárust 15.01.2020.
Nýjar teikningar bárust 27.1.2020.
Nýjar teikningar bárust 31.01.2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1901189 - Arnarhraun 50, byggingarleyfi
Þann 11.01.2019 sótti Hafnarfjarðarbær um að byggja búsetukjarna að Arnarhrauni 50 skv. teikningum Svövu Jónsdóttur dags. 1.2019 uppfærðar 15.3.2019. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 þann 20.3.2019.
Leiðréttar teikningar bárust 04.02.2020 v/bílastæða, handriða og loftun í þaki.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2001552 - Norðurhella 19, byggingarleyfi, fyrirspurn
ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrirspurn er snýr að byggingu gistiheimilis.
Tekið er neikvætt í erindið. Samræmist ekki skipulagi.
6. 1901004 - Stöðuleyfi, gámar, 2019
Tekið fyrir að nýju erindi vegna stöðuleyfa. Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf og þeim bent á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og bent á að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.
Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 21.2.2020.
B-hluti skipulagserindi
7. 1806286 - Gjáhella 2 og 4, ósk um deiliskipulagsbreytingu, sameina lóðir
Guðmundur S Sveinsson sækir fyrir hönd Héðinsnausts ehf. um að sameina lóðirnar Gjáhellu 2 og 4 í eina lóð Gjáhellu 4. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Erindið var grenndarkynnt frá 5.12.2019 til 2.01.2020. Engar athugsemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.
8. 2001527 - Stekkjarkinn 3, fyrirspurn, nýting bílskúrs
María Holbickova leggur þann 24.1.2020 inn fyrirspurn vegna breyttrar nýtingar bílskúrs skv. teikningum Einars V. Tryggvasonar dags. 5.1.2020.
Tekið er neikvætt í erindið. Lögð fram samantekt arkitekts vegna erindisins.
9. 2001550 - Malarskarð 2 og 4, fyrirspurn
ESAIT ehf. leggja þann 27.1.2020 inn fyrispurn, spurt er um byggingarreit og staðsetningu bílskúrs. Með erindinu fylgja gögn er gera grein fyrir frávikum frá gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi taka jákvætt í erindið. Lögð fram samantekt arkitekts vegna erindisins.
10. 2001691 - Grænakinn 19, fyrirspurn
Þann 31. janúar sl. leggja Hulda Jónsdóttir og Gestur Jónsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingum á deiliskipulagi Kinna er ná til lóðarinnar við Grænukinn 19.
Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynna þarf erindið í samræmi við skipulagslög þegar fullnægjandi umsókn og gögn berast. Jafnframt skal leggja fram skriflegt samþykki allra meðeigenda hússins vegna breytinganna ásamt nýrri skráningartöflu.
11. 2001283 - Íshella 4, fyrirspurn
jakob Líndal óskað eftir að byggja 4 nýjar byggingar á lóðinni fyrir geymslur eða aðra létta starfsemi skv. uppdrætti Jakobs E. Líndal þar sem gerð er tillaga að stækkun byggingarreits sem miðast við 3ja m. fjarlægð frá lóðarmörkum á alla vegu. Gert er ráð fyrir óbreyttu nýtingarhlutfalli á lóð miðað við gildandi skilmála, þ.e. Nh=0,5.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.
12. 2001676 - Selhella 3, deiliskipulags breyting
Opus fasteignafélag sækir þann 30.1.2020 um breytingu á innkeyrslu og bílastæðum. Um er að ræða leyfi til að grafa rampa niður í 120 cm dýpt frá þremur af fjórum innkeyrsludyrum sem kæmu upp í lóðarhæð við mörk lóðar og götu. Jafnframt er óskað eftir heimild til að breikka innkeyrslu inn á planið þannig að hún verði jafn breið rampanum. Uppdrættir bárust 31.1.2020.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.
C-hluti erindi endursend
13. 1911544 - Grænakinn 14, breyting
Þengill Ólafsson og Brynjar Ingólfsson sækja 21.11.2019 um að breyta þvottahúsi í séreign neðri hæðar samkvæmt teikningum Gunnar Loga Gunnarssonar dagsettar 6. nóv. 2019. Samþykki meðeiganda liggur fyrir. Nýjar teikningar bárust 30.01.2020 undirritaðar af meðeigendum.
Frestað gögn ófullnægjandi.
14. 2001687 - Dofrahella 2, byggingarleyfi
Kytra ehf. sækja 31.1.2020 um að reisa tvær stálgrindarbyggingar með álsteinullar einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 29.1.2020.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta