FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 306

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
05.02.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Brynjar Þór Gestsson, Tinna Hallbergsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sunna Magnúsdóttir.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason
Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
6. 2002011 - Íslandsmót í borðtennis 2020
Borðtennisdeild BH hefur verið úthlutað að halda Íslandsmótið í borðtennis 2019. Óska þau eftir styrk frá Hafnarfjarðarbæ vegna mótsins.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að borðtennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar sé falið að halda utanum Íslandsmeistaramótið.

Íþrótta- og tómstundanefnd styrkir BH um 250.000 kr. vegna Íslandsmóts í borðtennis 2019.
7. 2001513 - Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur
Listdansskóli Hafnarfjarðar óskar eftir þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ. Erindi lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður við Listdansskóla Hafnarfjarðar.
Fundargerðir
2. 1809417 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur
Nýjasta fundargerð Skíðasvæðis Höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að fá framkvæmdastjóra Bláfjallasvæðisins með kynningu á fund nefndarinnar á næstunni.
Skíðasvæðifundargerd379.docx
SkíðasvæðiHöfuðb.gerd380.docx
4. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Farið yfir nýjustu fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.
ungmennaráðsfundur 167.docx
Kynningar
1. 2001607 - Víðistaðatún, viðburðir 2020
Bogfimifélagið Hrói Höttur óskar eftir því í samstarfi við Bogfimisamband Íslands að halda Íslandsmótið í Bogfimi utanhúss á Víðistaðatúni sumarið 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að hafnfirskt íþróttafélag halda Íslandsmót hér og mælir eindregið með því að tryggja þeim aðstöðu á túninu vegna mótsins.
3. 2001677 - Frístundastyrkur 2019
Yfirlit yfir notkun frístundastyrks ársins 2019 lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því hve mikill meirihluti ungmenna 6-18 ára í Hafnarfirði stundar skipulagðar íþróttir eða tómstundir og nýtir frístundastyrkinn(69%) ásamt því að meðalbarn er í 1,56 íþrótt.
Heildarstyrkur Hafnarfjarðarbæjar hefur aldrei verið hærri en nú og greina má aukna þátttöku í nánast öllum aldursflokkum miða við fyrri ár.
Niðurgreiðslur íþrótta- og tómstundaiðkunar 2019_loka.pptx
5. 2001158 - Aðlögun barna innflytjenda að hafnfirsku frístundastarfi
Farið yfir gögn frá Rannsóknum og greiningu.
Gögnin sýna að unglingar af erlendu bergi brotnu stunda síður íþróttastarf og sér í lagi tómstundastarf en íslensk börn. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir upplýsingum frá Tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðar um hvernig verið sé að ná til þessa hóps.
8. 2002061 - Lífshlaupið 2020
Lífshlaupið hefst 5.febrúar - allir með í landskeppni í hreyfingu.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu árlega átaki og hvetur alla bæjarbúa til þátttöku.
FW: Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst 5. febrúar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til baka Prenta