|
A-hluti byggingarleyfa |
1. 2109648 - Sörlaskeið 13a, byggingarleyfi, reiðhöll |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 17.9.2021 um leyfi fyrir byggingu reiðhallar og félagsaðstöðu skv. teikningum Þorkels Magnússonar dags. 16.9. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
2. 2103252 - Álfholt 56c, svalalokun, íbúð 03-0404 |
Aðalsteinn Aðalsteinsson sækir 09.03.2021 um svalalokun fyrir Álfholt 56c skv. teikningum Jóns Kristjánssonar dags. 04.02.2021. |
Bygginarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
3. 2109319 - Tinnuskarð 28, byggingarleyfi |
Mark-hús ehf sækir þann 07.09.2021 um leyfi til að byggja parhús, klætt og einangrað að utan samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dags. 08.08.2021. Nýjar teikningar bárust 21.09.2021. Nýjar teikningar bárust 22.10.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
4. 2109320 - Tinnuskarð 30, byggingarleyfi |
Mark-hús ehf. sækir þann 07.09.2021 um leyfi til að byggja parhús, klætt og einangrað að utan samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dags. 08.08.2021. Nýjar teikningar bárust 21.09.2021. Nýjar teikningar bárust 22.10.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
5. 2108466 - Hvaleyrarbraut 29, sameining rýma 0103 og 0105 |
Arctic Sport ehf. og Marás vélar ehf. sækja þann 18.8.2021 um leyfi til að fella niður vegg milli rýma 01-03 og 01-05 sem eru í eigu sama aðila samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 16.8.2021. |
Erindinu er synjað samræmist ekki reglum um skráningu fasteigna. |
|
|
|
6. 2111227 - Suðurgata 41, niðurrif |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 9. nóvember 2021 um niðurrif á bakhúsi. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
7. 2111277 - Álhella 1, niðurrif |
Hringrás ehf. sækir 8.11.2021 um heimild til að rífa niður 2 olíutanka. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
8. 2103053 - Miðvangur 41, breyting á rými 01-15 |
Apartments and rooms ehf sækir 26.02.2021 um heimild til að færa hjólageymslu út úr rými 01-15 og breyta úr vinnustofu í íbúð, færa sorpgeymslu á lóð og bæta við hjólageymslu skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 23.02.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
9. 2111057 - Selhella 7, breyting |
Vesturkantur ehf. sækir um heimild til breytingar á þaki lagerhúsnæðis skv. teikningum Guðna Pálssonar. Nýjar teikningar bárust 05.11.2021. |
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. |
|
|
|
|
B-hluti skipulagserindi |
10. 2110253 - Berjahlíð 1a, MHL 01, breyting á deiliskipulagi |
HS Veitur hf. sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar dreifistöðvar við Berjahlíð 1a. |
Erindið verður grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
|
|
11. 2111274 - Flensborgarhöfn, jarðvegskönnun |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 10.11.2021 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegskönnunar við Flensborgarhöfn. |
Erindið er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. |
|
|
|
12. 2111284 - Hafravellir, brunnur og lagnir framkvæmdaleyfi |
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um framkvæmdaleyfi við Hafravelli vegna lagna í gangstétt og 2 brunna. |
Erindið er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. |
|
|
|
|
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir |
13. 2110206 - Ásbúðartröð 13, tilkynningarskyld framkvæmd |
Andri Martin Sigurðsson fh. lóðarhafa tilkynnir 12.10.2021 um framkvæmd. Framkvæmdin snýr að endurbótum/breytingu á svölum. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
|
D-hluti fyrirspurnir |
14. 2111186 - Bæjarhraun 12, fyrirspurn |
Módelhús ehf. leggur 25.10.2021 inn fyrirspurn um breytingu á framhlið húss. |
Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts. |
|
|
|
15. 2110524 - Sörlaskeið 13b, fyrirspurn |
Hestamannafélagið Sörli sendir inn fyrirspurn vegna uppsetningu á æfingagerði sem er inni á deiliskipulagi. Svæðið er á milli Sörlaskeiðs 13a Sörlastaða og 13b þar sem er spennistöð. |
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina þar sem hún rúmast innan ramma skipulagsins. |
|
|
|
|
E-hluti frestað |
16. 2110430 - Tjarnarvellir 7, breyting |
Laugar ehf. sækja 20.10.2021 um leyfi til að sameina tvö rými í eitt á hvorri hæð. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
17. 2107408 - Langeyrarvegur 20, byggingarleyfi |
Fasteignafélagið Langeyri ehf. óskar eftir að breyta einbýlishúsi við Langeyrarveg í 3 íbúðir. Lítlisháttar breyting verður á ytra byrði hús, komið fyrir nýrri hurð við inngang á 3. hæð. Nýjar svalir. Nýtt bílastæðabókhald og úrbætur á aðkomu lóðar. Innanhúsbreytingar eiga við á hverri hæð. |
Frestað gögn ófullnægjandi. |
|
|
|
18. 2110339 - Hádegisskarð 26, byggingarleyfi |
Þann 18.10. sækir Hörður Már Harðarsson um að byggja þríbýlishús. |
Frestað samræmist ekki deiliskipulagi. |
|
|
|
|
F-hluti önnur mál |
19. 2108322 - Jólaþorpið 2021 |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðið stöðuleyfi vegna uppsetningu jólaþorpsins. |
|
|
|
20. 2110540 - Strandgata 6, stöðuleyfi, útitjald |
Bæjarbíó sækir 26.10.2021 um stöðuleyfi fyrir 210fm útitjaldi. Um er að ræða samskonar og í Hjarta Hafnarfjarðar 2021 og á sama stað, WC salernisvagn samskonar og í Hjarta Hafnarfjarðar en verður nú staðsettur við endagafl Bæjarbíós. |
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi samkomutjalds og söluvagns tímabilið 21.11.2021-29.12.2021. |
|
|
|