FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 690

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
03.12.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Stefán Már Gunnlaugsson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Gísli Sveinbergsson. Sigurjón Ingvason.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn um fjölgun um 1 stöðugildi á skipulags og byggingarsviði sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá bæjarstjórn þann 13. nóvember 2019.
Fulltrúar meirihluta bóka: Niðurstaða stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu og starfsemi Hafnarfjarðarkaupstaðar lá fyrir um mitt ár 2019 og er enn verið að innleiða breytingar samkvæmt úttektinni. Nýtt svið og nýr sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs hefur tekið til starfa og hefur m.a. það hlutverk að vinna að og innleiða nýja verkferla í stjórnsýslunni með það að markmiði að gera hana skilvirkari og rafræna. Meðan sú vinna er í gangi telur meirihlutinn rétt að hafna tillögunni að sinni og vísa til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.

Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem meirihlutinn hefur boðað að standi til í bænum þá hefur Viðreisn efasemdir um að rétt sé að slá þessu á frest og áskilur sér rétt til að skoða málið frekar og óska eftir frekari umræðu um málið í tengslum við yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að tryggja næga afkastagetu til þess að veita góða þjónustu þegar álag á sviðinu eykst.
2. 1910246 - Völuskarð 7, deiliskipulag
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 22.10.2019 að grenndarkynna, með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3, sem Valur Þór Sigurðsson sótti um þann 16.10.2019, vegna lóðarinnar að Völuskarði 7. Í breytingunni felst eftirfarandi: Byggingarreitur er færður innar á lóð sem nemur 3 m og færist um 2 m til suðausturs. Með breytingunni verði nú heimilt að húsið verði 2 hæðir í stað 1 og 2 hæða. Bundin byggingarlína við götu verði 6,85 m í stað 9. Einnig færast bílastæði innan lóðar og almenn bílastæði við götu til samræmis við þá tilfærslu.
Að öðru leiti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
Grenndarkynnt var tímabilið 28.10.-25.11.2019. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Völuskarðs 7 og að erindinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 112/2010.
Völuskarð 7 dsk.uppdr. Í GILDI
3. 1904072 - Leiðarendi, nýtt deiliskipulag
Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Leiðarenda.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
4. 1605159 - Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt var erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Á fundi bæjarstjórnar þann 29. maí sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs samþykkt. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tekið hefur verið tillit til innkominna ábendinga vegna lýsingar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
ASK_2013_Adalskipulag_br_stadarmork_26112019.pdf
5. 1909415 - Ljósatröð 2, viðbygging
Frímúrarareglan Ljósatröð 2 lagði inn fyrirspurn varðandi stækkun húss samkvæmt tillögu THG arkitekta mótt. sept. 2019. Nýr uppdráttur dags. 3. desember 2019 hefur borist. Um er að ræða óverulega stækkun á byggingarreit til norðurs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
6. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Drög að rammaskipulagi fyrir Flensborgarhafnar- og Óseyrarsvæði, dags. 15.10.2019, hefur verið til kynningar á vef Hafnarfjarðarbæjar. Íbúum gafst kostur á að senda ábendingar og hugmyndir vegna kynntrar tillögu að rammaskipulagi til og með 15. nóvember s.l. Ein athugasemd barst.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29.11.2019 vegna framkominna athugasemda lögð fram.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.
FbhÓS Rammaskipulag-Svarbréf.pdf
Sigurjón Ingvason vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
7. 1911740 - Stapahraun 7, fyrirspurn um viðbyggingu og breyting á lóðarmörkum.
Lagt fram bréf Lóðarfélagsins Stapahraun 7-9, dags. 13.11.2019, þar sem óskað er eftir heimild til skipta lóðinni í tvennt. Jafnframt er lögð fram fyrirspurn frá Bortækni um breytingu/viðbyggingu á núverandi framhúsi að Stapahrauni 7 samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 19.11.2019.
Lagt fram til kynningar.
Fyrirspurnir
8. 1903199 - Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag, fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði óskar þann 19.11.2019 eftir afriti af samningi Hafnarfjarðarbæjar við uppbyggingaraðila á deiliskipulagsreitnum við Gjótur 1.1 og 1.4 í samræmi við samningsramma Hafnarfjarðarbæjar í viðræðum við lóðarhafa á Hraunum-vestur um uppbyggingu hverfisins sem samþykkt voru á fundi bæjarráðs 17. janúar 2019.
Samningur við lóðarhafa vegna uppbyggingar er í vinnslu og verður lagður fyrir bæjarráð.

Fulltrúi Viðreisnar bókar: Það er undarlegt að samningur við lóðarhafa hafi ekki verið frágenginn þegar deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn. Það er ekki góð samningatækni að afhenda mótaðila fyrst þá hagsmuni sem hann sækist eftir og ætla svo að semja eftirá um hagsmuni bæjarins. Viðreisn skorar á meirihlutann að tryggja samningsmarkmið bæjarins áður en endanlega verður gengið frá afgreiðslu skipulagsins.

Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bókar eftirfarandi:
Samningsmarkmið fyrir hverfið voru kynnt í bæjarráði áður en þau voru svo samþykkt þar formlega þann 17. janúar 2019. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga fyrir reitinn. Meirihlutinn lítur svo á að með samþykkt samningsmarkmiða í bæjarráði þann 17. janúar hafi hagsmunir bæjarfélagsins verið tryggðir. Þegar og ef nýtt deiliskipulag vegna viðkomandi svæðis verður staðfest mun Hafnarfjarðarbær gefa út nýja lóðarleigusamninga fyrir lóðir á viðkomandi deiliskipulagsreit. Í lóðarleigusamningum verða skilgreind lóðarmörk, starfsemi sem heimilað er að vera með á lóðinni, lóðarleiga o.fl. Lóðarleigusamningar verði til 75 ára. Allir lóðarhafar viðkomandi lóðar þurfa að samþykkja breytta nýtingu viðkomandi lóðar og undirrita samninginn.
9. 1604079 - Húsnæðisstefna, fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði leggur þann 19.11.2019 inn fyrirspurn varðandi húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem var samþykkt árið 2018 en þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á 4.950 íbúðum í Hafnarfirði til ársins 2030. Það er næstum 50% aukning á núverandi húsnæðiskosti.
Óskað er eftir sundurliðun á því hversu margar af þessum íbúðum eru hugsaðar fyrir eftirtalin verkefni:

- Námsmannaíbúðir
- Íbúðir aldraðra
- Félagslegt húsnæði
- Húsnæðisúrræði fatlaðra
- Búsetaíbúðir
- Hagkvæmt húsnæði í samstarfi við húsnæðisfélög (t.d. Bjarg)
Einnig er óskað eftir sundurliðun á þessari uppbyggingu á þessum húsnæðisúrræðum eftir hverfum.

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnamálasviðs að svara fyrirspurninni.

10. 1609447 - Hundagerði, erindi, fyrirspurn
Fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði óskar þann 19.11.2019 eftir upplýsingum um stöðu á máli nr. 1609447 Hundagerði.
Hundagerði á Óla Runstúni var kynnt íbúum túnsins í samræmi við erindi frá Dýraverndunarfélaginu í september 2016 og bárust heilmargar ábendingar. Á fundi skipulags- og byggingarráðs í október sama ár var niðurstaðan að ekki væri unnt að hafa gerðið á umræddum stað og óskað eftir að nýr staður yrði fundinn.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var erindið tekið fyrir aftur en nú á Víðistaðatúni, aðstoðarskólastjóri Víðistaðaskóla mótmælti þeirri staðsetningu og eins bentu menn á að svæðið væri nokkuð viðkvæmt því þarna væri kirkjuathafnir, börn í skólagörðum, ferðamenn í tjöldum og fl.

Hundagerðið var síðan kynnt íbúum við Hörðuvelli og var niðurstaðan sú sama. Íbúar sem og leikskólastjóri Hörðuvalla settu sig á móti þessari staðsetningu og á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar 2016 var erindið sett í bið.

Það er reynsla nágrannasveitarfélaga að svona gerði þurfa að vera í jaðarbyggð þ.e. ekki inni í þéttri íbúðabyggð. Í Reykjavík er eitt gerði við BSÍ, Breiðholtsbraut og svo á svæðinu milli Suðurlandsbrautar og fjölskyldugarðsins.
Fundargerðir
11. 1911014F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 775
Lögð fram fundargerð 775. fundar.
12. 1911019F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 776
Lögð fram fundargerð 776. fundar.
13. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Lagðar fram fundargerðir starfsóps dags. 11.10. og 8.11.2019.
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur. Fundargerð 16. fundar þ.08.11.2019
Miðbæar, deiliskipulag, starfshópur. Fundargerð 14. fundar þ.11.10.2019
14. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Lögð fram fundargerð 20. fundar.
20. fundur samráðsnefndar 19. nóvember 2019.docx
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta