FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 404

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
22.11.2019 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson. Helga Ingólfsdóttir. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Árni Rúnar Þorvaldsson. Árni Stefán Guðjónsson. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson
Einnig sat Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafateymis, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Á fundi bæjarstjórnar þ. 13.nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir og samþykkt að vísa til fjölskylduráðs:
Tillögur Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020:

Tillaga 2 - Gjaldskrár
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fallið verði frá gjaldskrárhækkunum umfram það sem mælst er til í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga. Samkvæmt tillögum sem fram koma í fjárhagsáætlun mun heimaþjónusta aldraðra og öryrkja hækka um 24% og ferðaþjónusta aldraðra um rúm 100%. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldskrárhækkanir á næsta ári styðji við lífskjarasamninga og verði ekki umfram 2,5%.
Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði.

Lagt fram.
Fjölskylduráð óskar eftir samantekt á því hversu margir eru að nýta sér eftirfarandi þjónustu:
- Heimaþjónusta, aðrir.
- Heimaþjónusta, aldraðir og öryrkjar.
- Ferðaþjónusta aldraðra.
Fjölskylduráð óskar eftir upplýsingum um fjölda þeirra sem eru undir tekjuviðmiðum og greiða því ekkert í heimaþjónustu.
Fjölskylduráð óskar einnig eftir upplýsingum um það hversu margar ferðir eru farnar á ári í ferðaþjónustu aldraðra og hversu margir nýta sér þá þjónustu.
Óskar fjölskylduráð eftir því að þessar upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi ráðsins og þá verður hægt að afgreiða tillöguna.


Tillaga 4 - Frístundastyrkir eldri borgara
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að frístundastyrkur eldri borgara verði hækkaður til samræmis við frístundastyrk barna og ungmenna eins og samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. janúar 2018. Skv. minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem lagt var fram á fundi ráðsins þann 15. febrúar 2019 kemur fram að hækkun frístundastyrks eldri borgara úr 4.000 kr. á mánuði í 4.500 kr. á mánuði kosti tæplega 1,2 milljónir króna á ársgrundvelli. Óskað er eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til tillögunnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Tillögunni verði vísað til fjölskylduráðs.

Lagt fram.
Tillögur bæjarfulltrúa Miðflokksins við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og 2021-2023:

Tillaga 2
Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur til í ljósi lífskjarasamninganna að fyrirhugaðar hækkanir á félagslegri þjónustu við aldraða og öryrkja verði teknar til baka og að hækkanir þeirra verði ekki meiri en lífskjarasamningarnir segja til um eða 2,5%. Fyrirhugaðar hækkanir eru: Hækkun á leigu í félagslegum íbúðum um 21%, hækkun á heimaþjónstu um 24%, hækkun á ferðaþjónustu aldraðra um 104%, hækkun á tímabundinni stoðþjónustu fólks t.d. vegna slysa hækki um 16,1%.
Er lagt til að tillagan verði send fjölskylduráði og umhverfis og framkvæmdaráði til afgreiðslu.

Lagt fram.
Fjölskylduráð vísar í bókun ráðsins varðandi tillögu Samfylkingar um gjaldskrá hér að framan.

Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:
Tökum hækkun/leiðréttingu á leigubílaakstri eldri borgara á lengri tíma (Fjölskylduráð)

Lagt fram.
Fjölskylduráð vísar í bókun ráðsins varðandi tillögu Samfylkingar um gjaldskrá hér að framan.

Lagt fram. Umræður.
2. 1903304 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
Áhrif breyttra reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.


Lagt fram. Umræður.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi bókun:
Þann 14. október sl. samþykkti fjölskylduráð breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning þess efnis að leigjendur í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði eiga sama rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings og aðrir leigjendur að uppfylltum almennum skilyrðum samkvæmt lögum um Húsnæðisstuðning og sérstakar húsnæðisbætur. Í framlagðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 liggur fyrir tillaga um hækkun á leiguverði í félagslega húsnæðiskerfinu í Hafnarfirði. Lagt er til að leiguverð hækki um 21% og verði eftir hækkun u.þ.b. 1600 kr.,- pr. fermetra miðað við vísitölu nóvember mánaðar 2019. Forsendur fyrir 21% hækkun á leiguverði eru að leigugreiðslur nái að standa undir viðhaldskostnaði í félagslega húsnæðiskerfinu. Fjölskylduráð hefur óskað eftir útreikningum á áhrifum af þessum breytingum fyrir þann hóp leigjenda sem er með tekjur undir meðaltekjum og fyrir liggur útreikningur og reiknivél sem sýnir að þessi breyting er ekki íþyngjandi fyrir tekjulægsta hóp leigjenda en fyrir aðra hópa er um hækkun að ræða en hún er mismikil þar sem kerfið reiknar út frá fjölda heimilsmanna og eignastöðu sem hefur mismunandi áhrif. Fyrir liggur að 21% hækkun á leigu mun ekki vera íþyngjandi fyrir þann hóp sem er með lægstar tekjur og Hafnarfjörður er áfram með lægsta leiguverðið fyrir sína íbúa í félagslega húsnæðiskerfinu miðað við önnur óhagnaðardrifin leigufélög sem rekin eru á sömu forsendum.
Fjölskylduráð áréttar sérstaklega að breytingin á reglum sem samþykkt var þann 14. október verði kynnt með skilmerkilegum hætti fyrir leigjendum.
3. 1808503 - Fjölmenningarmál
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Fjölmenningarráðs, reglur sjóðs sem styður við þátttöku erlendra barna í íþróttum og umsóknareyðublað fyrir sjóðinn.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á reglum sjóðs sem styður við þátttöku erlendra barna í íþróttum og umsóknareyðublað fyrir sjóðinn. Verkefnastjóra fjölmenningar falið að kynna þessar breytingar fyrir nemendaverndarráðum grunnskóla, leikskólastjórum og öðrum þeim sem koma að málefnum erlendra barna.

Fjölskylduráð samþykkir tillögur um breytingar á samþykktum Fjölmenningarráðs. Sviðsstjóra falið að fylgja þessu eftir. Breytingar á samþykktum Fjölmenningarráðs vísað til bæjarstjórnar til kynningar.
4. 1811177 - Félagslegar leiguíbúðir, kaup, fyrirspurn
Lögð fram svör við fyrirspurn Samfylkingarinnar á fundi fjölskylduráðs þann 25. október 2019.
Lagt fram. Umræður.

Fyrirspurn Samfylkingarinnar
Kaup á félagslegum íbúðum

Í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar um félagslegar íbúðir sem lagt var fram á síðasta fundi fjölskylduráðs þann 8. nóvember sl. kom fram að á yfirstandandi ári væri búið að kaupa 7 íbúðir inn í félagslega kerfið samanborið við 14 íbúðir árið 2018. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði:

1.Heimild til lántöku á þessu ári vegna kaupa á félagslegum íbúðum er 500 milljónir. Er búið að fullnýta þá heimild á yfirstandandi ári til kaupa á þeim 7 íbúðum sem getið var um í svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar á síðasta fundi ráðsins?
2.Ef ekki er búið að fullnýta heimildina á yfirstandandi ári kemur til greina að flytja heimildir til lántöku á milli ára, þannig að sá hluti sem ekki var nýttur á þessu ári bætist við þær 500 milljónir sem gert er ráð fyrir til kaupa á félagslegum íbúðum á næsta ári?
Svör við fyrirspurn um búsetumál nóv. 2019 (002).pdf
5. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu mætir á fundinn.
Lagt fram. Umræður. Sviðsstjóra falið að vinna áfram og uppfæra samþykktir með hliðsjón af þessum breytingum.
ny-og-breytt-akvaedi-um-notendarad-a-grundvelli-laga-sem-taka-gildi-thann-1-oktober-2018.pdf
6. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Tillögur fulltrúa Bæjarlistans frá fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2019.
1.Bæjarstjóra og öðrum embættismönnum bæjarins verði falið að taka upp samtal við ríkið og önnur sveitarfélög um samræmingu á framkvæmd NPA milli sveitarfélaga.

Afgreiðsla ráðsins:
Fjölskylduráð leggur áherslu á mikilvægi þess að reglur og gjaldskrá sé samræmd. Starfshópur sem hefur verið skipaður hjá Hafnarfjarðarbæ mun fá þessa tillögu til umræðu.

2.Lagt er til að bætt verði inn í erindisbréfið ákvæðum um samráð við notendur, helst með því að hagsmunaaðilar fái að skpa fulltrúa í hópinn.

Afgreiðsla ráðsins:
Á síðasta fundi fjölskylduráðs var ákveðið að fulltrúi ráðgjafaráðs um málefni fatlaðs fólks fengi að skipa fulltrúa í starfshópinn.

3.Starfshópur um NPA gangist fyrir könnun á því hvort Hafnarfjarðarbær sinnir leiðbeiningarskyldum sínum hvað ólík þjónustuform varðar, svo við getum gengið úr skugga um að þeim sé sinnt hér hjá okkur.

Afgreiðsla ráðsins:
Tillögunni vísað til sviðsstjóra til efnislegrar meðferðar.

Fyrirspurn Samfylkingarinnar og Bæjarlistans
NPA samningar

1.Hvað er gert ráð fyrir mörgum nýjum NPA samningum í fjárhagsáætlun næsta árs og í þriggja ára áætlun Hafnarfjarðar.
a)Verða gerðir nýir NPA samningar á meðan starfshópur, sem skipaður var á síðasta fundi fjölskylduráðs þann 8. nóv. sl., er að störfum?

2.Er gert ráð fyrir hækkun taxta samkvæmt kjarasamningi, afturvirkt, í fjárhagsáætlun næsta árs?
a)Hvenær mun nýskipaður starfshópur skila af sér tillögum varðandi taxtahækkun vegna starfsmanna NPA samninga? Í upphaflegu erindisbréfi starfshópsins var talað um um vinnu hans skyldi lokið um áramót en nú hefur hópurinn tíma fram í mars til að skila af sér niðurstöðum en þá verður ár liðið frá hækkun á kjarasamningum.
Erindisbréf starfshóps1.pdf
7. 0901125 - Fjárhagsaðstoð, reglur
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar- og húsnæðismála mætir á fundinn.
Lagt fram. Umræður.
Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ.pdf
Fundargerðir
8. 1602410 - Fjölmenningarráð
Lagt fram.
Fjölmenningarráð 5.11.2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta