FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 689

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
19.11.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Stefán Már Gunnlaugsson. Óli Örn Eiríksson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Gísli Sveinbergsson.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903510 - Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram til kynningar frumdrög ARKÍS að breyttu deiliskipulagi þriðja áfanga Hellnahrauns.
Lagt fram til kynningar.
2. 1909291 - Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun
Sigurbjörn Viðar Karlsson og Svandís Edda Gunnarsdóttir sækja um lóðarstækkun á lóðinni Lækjarhvammi 1. Samþykki meðeigenda er fyrirliggjandi. Gróf mæling stækkunar og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.10.2019 lögð fram.

Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðar og vísar erindinu til bæjarráðs til samþykktar.
maelingar2.pdf
maelingar.pdf
242431_Laekjarhvammur.pdf
Lækjarhvammur 1, umsögn vegna lóðarstækkunar.
3. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Gláma-Kím arkitektar kynna stöðu vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir vesturbæ, sem unnið er m.t.t. verndarsvæðis í byggð.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Jóhannesi Þórðarsyni fyrir kynninguna.
4. 1911029 - Gjótur reitir 1.1. og 1.4., mál nr. 114/2019, kæra
Lögð fram til upplýsinga kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er varðar deiliskipulag fyrir Gjótur reiti 1.1. og 1.4. Kæran er frá Lögfræðimiðstöðinni dags. 01.11.2019.
Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar og Viðreisnar taka undir athugasemdir sem Þórdís Bjarnadóttir, lögfræðingur, leggur til grundvallar kæru sinni á deiliskipulagsbreytingu fyrir Gjótur reiti 1.1. og 1.4. Þær eru í samræmi við bókanir okkar um deiliskipulagið sem kann að rýra lífsgæði íbúa og gesta, þ.e. hæðir húsa stórauknar með auknu skuggavarpi, bílastæðamagn fjórfaldað og mikil aukning byggingarmagns með sem er með því hæsta sem gerist í Hafnarfirði.
Á sínum tíma var unnin vönduð undirbúningsvinna að uppbyggingu á Hraunum með ítarlegu rammaskipulagi með metnaðarfullum markmiðum um vandaða byggð, sem sátt var um. Deiliskipulagstillagan að Gjótunum er veigamikil stefnubreyting frá samþykktu rammaskipulagi. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafnaði með öllu hugmyndum um að kynna deiliskipulagsbreytinguna betur á opnum íbúafundi og eiga með þeim hætti samráð við íbúa og hagsmunaaðila. Það kemur því ekki á óvart að íbúar nýti andmælarétt sinn og kæri umrædda deiliskipulagsbreytingu.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bókar eftirfarandi: Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn af 8 bæjarfulltrúum. Annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar greiddu atkvæði gegn tillögunni og bæjarfulltrúi Bæjarlistans sat hjá. Meginforsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er uppbygging og þétting byggðar við samgöngumiðuð svæði. Uppbygging íbúða og þjónustu á þessum reit er í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulagsins. Meirihlutinn er þeirrar skoðunar að framkomin deiliskipulagstillaga sé í góðu samræmi við rammaskipulagið sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði þann 15. maí 2018 og vísaði til áframhaldandi úrvinnslu.
Gjótur reitir 1.1. og 1.4., mál nr. 114/2019, kæra.pdf
5. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 10.09.2019 að hefja undirbúning að vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025. Lagt fram til umræðu drög að lýsingu.
Skipulags-og byggingarráð samþykkir að halda vinnufund föstudaginn 6. desember kl. 15:00 vegna áframhaldandi vinnu við framlagða lýsingu.
6. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Hafnarfjarðarbær leitaði með auglýsingu eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. Auglýst var eftir hópum: arkitektum í samstarfi við hönnuði og byggingaraðila, félagasamtökum, hagsmunahópum o.fl., sem kynnu að hafa áhuga á að koma að áframhaldandi þróun og uppbyggingu þessa svæðis. Samantekt á umsóknum og minnisblað umsókna lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við umsóknaraðila.

Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar fjölda umsækjanda sem hafa sótt um að koma að þróunarvinnu og uppbyggingu í Hamranes I. Hér þarf að nýta tækifærin til þess að hefja kröftuga uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en Hafnarfjörður hefur um nokkurt skeið verið langt á eftir í uppbyggingu íbúða miðað við nágrannsveitarfélögin. Mikilvægt er að í uppbyggingu á svæðinu verði haft að leiðarljósi íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á viðráðanlegu verði og einnig umhverfisvernd og sjálfbærni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra óska bókað: Það er sérstaklega ánægjulegt, eftir mikla vinnu síðsta 1,5 ár, að möguleikar séu að opnast í Hamranesinu, okkar nýja nýbyggingarsvæði. Það er mikilvægt að þar muni rísa húsnæði og íbúðir sem svara þörfum markaðarins og mikilvægt er að horfa sérstaklega til þeirra sem eru að huga að kaupum á sinni fyrstu fasteign.
7. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Lögð fram hugmynd að deiliskipulagi Urban arkitekta að þremur einbýlishúsum við Hlíðarbraut 10 dags. 18.11.2019. Hugmyndin byggir á þéttingarskýrslu starfshóps um þéttingu byggðar frá 2016.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnið verði áfram að gerð deiliskipulags svæðisins byggða á þeim hugmyndum sem fram koma í tillögu Urban-arkitekta dags. 18.11.2019.

Fulltrúi Viðreisnar fagnar framkomnum hugmyndum um þéttingu byggðar á þessum reit. Nýting á þessum reit verður að teljast vera í varfærnasta lagi og hefði vel mátt sjá fyrir sér tveggja hæða raðhús á þessu svæði. Þetta er í erlendum borgum kallað townhouse.
8. 1810012 - Strandgata 11-13, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Tekin fyrir á ný tillaga Sigurðar Einarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um leyfi til að breyta lóðum Strandgötu 11-13 og Austurgötu 18 og nýtingu þeirra.
Skipulags- og byggingarráð bendir á að vinna við breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins er í undirbúningi og því ekki tímabært að taka afstöðu til fyrirspurnarinnar. Skipulags- og byggingarráð vísar fyrirspurninni í fyrirhugaða endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins.
9. 1807152 - Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa
Tekin fyrir á ný ósk Húsfélagsins að Hvaleyrarbraut 3 um að breyta byggingarmörkum og að heimilað verði að innrétta 6 íbúðir í húsinu skv. greinagerð í deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð bókaði á fundi sínum þann 15.01.2019: Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og félst ekki á að heimila að svo stöddu deiliskipulagsbreytingu á einstaka lóðum án heildaryfirsýnar á skipulagsþróun svæðisins.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð þar sem fyrirliggjandi tillaga er borin saman við drög rammaskipulags Flensborgar- og Óseyrarsvæðis.
10. 1907309 - Friðlýsing svæðis, Brennisteinsfjöll, beiðni um athugasemdir
Umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar dags. 30.10.2019 lögð fram.
Lagt fram til upplýsinga.
Umsögn um friðlýsingu svæðis - undirrituð.pdf
11. 1606167 - Gististaðir í Hafnarfirði, staðsetning
Tekin til umræðu landnotkun Sléttuhlíðar.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna afstöðu sumarhúsaeigenda í Sléttuhlíð til þess að heimilað verði að veita gistiaðstöðu í flokki II á svæðinu.
12. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Tekin til umræðu tillaga Viðreisnar, um fjölgun um eitt stöðugildi á skipulags- og byggingarsviði, sem samþykkt var samhljóða að vísa til skipulags og byggingarráðs á fundi bæjarstjórnar þann 13.11.sl.
Lagt fram.
Fundargerðir
13. 1911002F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 773
Lögð fram fundargerð 773. fundar.
14. 1911004F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 774
Lögð fram fundargerð 774. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20 

Til baka Prenta