FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 343

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
20.11.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir. Árni Rúnar Árnason. Skarphéðinn Orri Björnsson. Arnhildur Ásdís Kolbeins. Helga Björg Arnardóttir. Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Sverrir Jörstad Sverrisson.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1606263 - Vöktun á yfirforðsvatni og sjó á svæði Hafnarfjarðarbæjar
Kynnt skýrsla Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varðandi vöktun á yfirborðsvatni í Hafnarfjarðarbæ.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Sunnu Hrund Sverrisdóttur nema í líffræði við HÍ fyrir kynningu á skýrslu Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði varðandi vöktun á yfirborðsvatni í Hafnarfjarðarbæ og felur sviðinu að vinna aðgerðaráætlun í samræmi við niðurstöður skýrslunnar.
Vöktun á yfirborðsvatni í Hafnarfjarðarbæ, nóvember 2019.pdf
2. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Lögð fram erindi sem var vísað til umhverfis- og framkvæmdarráðs frá bæjarstjórn.
Bókanir sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 13.11. sl. við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar lagðar fram.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hækkun á leigu félagslegra íbúða og húsaleigubætur
Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun næsta árs hjá Hafnarfjarðarbæ þá mun leiga félagslegra íbúða hjá bænum hækka um 21,5%. Ljóst er að um verulegan útgjaldaauka er að ræða fyrir hópinn sem nýtir þetta úrræði. Í einhverjum tilfellum fá leigjendur húsaleigubætur upp í leiguna.
Því er spurt hvort Hafnarfjarðarbær hafi lagt mat á þau áhrif sem þessi hækkun mun hafa á leigjendur og hvort tryggt sé að húsaleigubætur muni vega upp á móti hækkuninni að öllu leyti eða að hluta. Óskað er eftir útreikningum, dæmum og sviðsmyndum um það hvaða áhrif þessi hækkun hefur á leigjendur. Í þessum dæmum er mikilvægt að fram komi samanburður á stöðu leigjenda annars vegar fyrir hækkun og hins vegar eftir hækkun.

Til viðbótar við tillögu Miðflokksins um hundagerði í Hafnarfirði þá er ósk fulltrúa Viðreisnar að einnig verði skoðaðir að nýju möguleikar á hundagerði innan bæjarins og að slíkt gerði verði afgirt og að fyrirmynd hundagerðis Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar.
3. 1907309 - Friðlýsing svæðis, Brennisteinsfjöll, beiðni um athugasemdir
Umsögn Hafnarfjarðarbæjar lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
4. 1904072 - Leiðarendi, nýtt deiliskipulag
Lagður fram til kynningar uppdráttur deiliskipulags Leiðarenda.
Lagt fram til kynningar.
5. 1910336 - Leiðarendi, beiðni um afnot af landsvæði
Lagt fram erindi frá Raufarhóli ehf.
Lagt fram erindi Raufarhóls ehf.
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri gatna mætti til fundarins.
6. 1910160 - Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2020
Kynnt fyrirkomulag snjómoksturs.
Lagt fram.
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri gatna mætti til fundarins.
7. 1911441 - Vörðutorg, biðstöð Strætó
Tekin til umræðu staðsetning strætóbiðstöðvar í Vörðutorgi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð harmar þann stutta fyrirvara sem gefinn var til að bregðast við lokun biðstöðvar við Vörðutorg að hálfu strætó. Vinna við úrbætur af hálfu sviðsins er þegar hafin í samræmi við ábendingar lögreglu.
8. 1910044 - Sumarblóm og matjurtir 2020, útboð
Lögð fram niðurstaða útboðs. Óskað er eftir heimild til að leita samninga við lægstbjóðanda Gróðrastöðina Mörk.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðandi.
9. 1910342 - Villikettir, húsnæðismál
Tekið fyrir að nýju erindi Villikatta vegna húsnæðis.
Umhverfis- og skipulagssvið getur ekki orðið við erindinu að sinni.
10. 1801408 - Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018
Tekið til umræðu loftgæði í Hafnarfirði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðinu að kanna möguleika á samstarfi varðandi loftgæðamælingar á stofnbrautum við verkfræðideild HÍ sem er með aðsetur í Menntasetrinu við lækinn. Samhliða er sviðinu falið að kanna aðra möguleika á loftgæðamælingum.
Fundargerðir
11. 1708176 - Skarðshlíðarskóli, framkvæmdir
Lagðar fram verkfundargerðir nr. 43 og 44.
2019-10-23_Verkfundur 43.pdf
2019-11-06_Verkfundur 44.pdf
12. 1801455 - Starfshópur um Ásvelli 2018
Lögð fram fundargerð fundar nr. 20.
20. fundur starfshóps um Ásvelli 12. nóvemberr 2019.pdf
13. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð 415.
Fundargerð 415 stjórnarfundar undirrituð.pdf
14. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lögð fram fundargerð frá 12.9.2019.
Fundargerð Kaplakrikahóps frá 12.september 2019.pdf
15. 1903545 - Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting
Lagðar fram fundargerðir 7., 8. og 9. fundar.
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 9. fundur.pdf
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 8. fundur.pdf
Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting - 7. fundur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til baka Prenta