FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 302

Haldinn í fundarsal íþróttahússins við Strandgötu,
27.11.2019 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Tinna Hallbergsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Einar Gauti Jóhannsson, Sunna Magnúsdóttir.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason
Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélag Hafnarfjarðar og Lilja Ársól fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910114 - Blakfélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf
Drög að þjónustusamningi við Blakfélag Hafnarfjarðar lagður fram.
Samþykkt.
2. 1911097 - Ársþing FRÍ í Hafnarfirði 2020
Bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna húsnæði við hæfi og bjóða FRÍ að halda ársþingið hér í Hafnarfirði.
4. 1910171 - ÍBH, óskir um hækkun í fjárhagsáætlun 2020
Bréf ÍBH lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar erindið og tekur undir samfélagslegt mikilvægi íþróttamannvirkja. Árið 2020 er því miður ekki svigrúm til þess að komast til móts við óskir ÍBH
IBH bref 7.11.2019.pdf
7. 1905342 - Tímaúthlutun til ÍBH, skólaárið 2019-2020
Tímaúthlutun gervigrasvalla lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd beinir því til aðila málsins að semja sem fyrst og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að tryggja að svo verði.
8. 1911720 - Gæðaviðmið, gátlisti
Gátlisti vegna gæðaviðmiða lagður fram til endurskoðunar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna í gátlistanum með það að markmiði að ekki verði spursmál hvort einstökum markmiðum hafi verið náð og gera þau mælanleg svo hægt sé að meta hvort frammistaða félaga séu undir eða yfir mörkum.
Gátlisti vegna gæðaviðmiða.docx
Fundargerðir
3. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Lilja Ársól fór yfir fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.
Fundur nr 158 4. júni 2019.docx
Fundur nr. 159 17. september 2019.docx
Fundur nr. 160 1. október 2019.docx
Fundur nr. 161 15. október 2019.docx
Fundur nr. 162 29. október 2019.docx
Fundur nr. 163 12. nóvember 2019.docx
Fundur nr. 164 26. nóvember 2019.docx
5. 1907048 - Fundargerðir ÍBH 2019-2020
Elísabet fór yfir nýjustu fundargerð ÍBH.
Fundargerð 4 - 6.11.2019 .pdf
Kynningar
6. 1911483 - Smáhýsi við Hvaleyravatn
Erindi lagt fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og telur það vera í anda heilsubæjarins Hafnarfjarðar og stuðla að samveru fjölskyldunnar. Erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta