FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 428

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
20.11.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Margrét Vala Marteinsdóttir. Sigrún Sverrisdóttir. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Auðbjörg Ólafsdóttir. Birgir Örn Guðjónsson. Kristjana Ósk Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Tryggvi Rafnsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911036 - Foreldraráð Hafnarfjarðar fyrirpurnir
Svör við fyrirspurnum foreldraráðs sem lagðar voru fram á síðast fundi fræðsluráðs

1) Hver er staða mála varðandi tillögur starfshóps um forvarnir? Er komin aðgerðaráætlun?
2) Hver er staðan hjá Tónlistarskóla Hfj. - eru biðlistar? Hvaða skólar eru komnir með slíka kennslu í sitt nærumhverfi?
3) Hver er staða mála varðandi Götuvitann, hve oft í viku - stendur til að fjölga t.d. í tengslum við skólaböll/viðburði?
Fræðsluráð vísar fyrirspurnum foreldraráðs Hafnarfjarðar til mennta- og lýðheilsusviðs.

Svör við fyrirspurnum foreldraráðs lögð fram.
Fræðsluráð vill þakka foreldraráði vinnu sína og fyrir að veita aðhald í mikilvægum málum og þakkar foreldraráði fyrir vinnu sína við gerð myndbands sem minnir á mikilvægi samstarfi heimilis og skóla sem gefið var út nýverið.
Fyrirspurn foreldraráðs_svar20191120.pdf
2. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Á fundi bæjarstjórnar þ. 13.nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

Tillaga 5 - Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi
Fulltrúar Samfylkingarinnar telja að næstu framkvæmdir við fjölgun leikskólaplássa eigi að vera í Öldutúnsskólahverfi. Við teljum það ekki rétta forgangsröðun að fjölga plássum í Norðurbænum þar sem nú þegar eru of mörg pláss miðað við fjölda barna, á meðan pláss vantar í Öldutúnsskólahverfi. Leikskólaþjónusta á að vera nærþjónusta og styðja þannig við hugmyndir um þéttingu byggðar og umhverfissjónarmið. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja því til að fallið verði frá því að fjölga vistunarplássum á Hjalla og þess í stað hafinn undirbúningur að uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi.
Tillagan verði tekin til umfjöllunar í fræðsluráði.

Tillögur Viðreisnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:

Finnum leiðir til að auka við sálfræðiþjónustu við börn og unglinga um eitt stöðugildi

Lagt fram.
3. 1911334 - Hraunvallaleikskóli lagfæringar á skólalóð
Lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla ásamt ályktun frá foreldraráði Hraunvallaleikskóla.
Fræðsluráð þakkar foreldraráði Hraunvallaskóla ályktunina og ákall þeirra til endurbóta á lóð leikskólans og vísar tillögum til umhverfs- og skipulagssviðs.
Minnisblað_18. nóv2019.pdf
Leiksvæði og lóðin (002).pdf
4. 1911310 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
Lagt fram.
5. 1904394 - Stytting viðveru leikskólabarna
Tillaga um styttingu viðveru leikskólabarna lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir að hámarksvistunartími leikskólabarna verði 8,5 tími á dag frá og með næstu áramótum. Í sumum leikskólum bæjarins er ekki þörf á að opið sé lengur en til kl.16:30 og gerir fræðsluráð ekki athugasemd við það, sé ekki talin þörf á lengri opnun. Þá hvetur fræðsluráð aðra leikskóla sem nú þegar eru með opið til kl.17:00 að skoða styttingu á opnun í takt við skráningar barnanna. Allir leikskólar Hafnarfjarðar munu vera áfram opnir milli 07:30 og 17:00 og laga þeir sig að þörfum barna og fjölskyldna sem rúmast innan þessara 8,5 klst hámarks vistunartíma.
Í skýrslu starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum var bent á langan vistunartíma íslenskra barna og færð góð rök út frá rannsóknum á líðan og þroska barna. Því telur fræðsluráð það framfaraskref og stuðla að bættri líðan barna að dvöl þeirra á leikskóla fari ekki yfir fyrrgreindan tíma. Þá skal jafnframt vísað í ráðlagðan aldurstengdan vistunartíma sem leikskólar kynna foreldrum við skáningu og er sýnilegur á hverri deild leikskóla Hafnarfjarðar (sem og í skýrslu faghóps).
Hafnarfjörður vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og leggur því áherslu á að hagsmunir barna, eins og lengd vistunartíma þeirra í leikskólum, séu hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku þegar við á. Í dag, 20. nóvember, er 30 ára afmæli Barnasáttmálans og er það því vel við hæfi og í anda sáttmálans að Hafnarfjörður verði leiðandi í því að stytta viðveru ungra barna í leikskólum bæjarins. Með þessari samþykkt er verið að stíga stórt skref fyrir komandi kynslóð og stuðla þannig að bættum lífsgæðum barna.
Fræðsluráð felur mennta- og lýðheilsusviði að kynna og útfæra breytinguna.

Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar taka heilshugar undir bókun fræðsluráðs um mikilvægi þess að stytta vinnudag barnanna okkar en vilja jafnframt minnast á að það er nauðsynlegt að vera vakandi og mæta ef þarf þeim sem eru í viðkvæmri stöðu og eiga erfitt með þessar breytingar þess vegna.
6. 1911417 - Tónlistarnám grunnskólabarna
Tillaga um frekara samstarf grunnskóla og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að skoða með hvaða hætti hægt er að auka enn frekara samstarf milli grunnskóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar með það að markmiði að efla tónlistarnám barna og færa tónlistarkennslu í nærumhverfi barnanna. Slíkt getur stuðlað að styttri og heildstæðari starfsdegi barnanna sem og forvarnargildi. Auk þess sem líkur eru á að fleiri grunnskólanemendur geti stundað tónlistarnám í Hafnarfirði.
7. 1911023 - Dagforeldri, starfsleyfi
Lögð fram umsókn um endurnýjun starfsleyfis fyrir Heiðrúnu Björgvinsdóttur.
Samþykkt.
Bréf til fræðsluráðs.pdf
8. 1910101 - Dagforeldri, starfsleyfi
Lögð fram umsókn um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Sigrúnu Guðrúnu Jónsdóttur
Samþykkt.
Bréf til fræðsluráðs.pdf
Fundargerðir
9. 1911001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 301
Lögð fram fundargerð 301. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til baka Prenta