FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1561

Haldinn á hafnarskrifstofu,
08.11.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Jón Grétar Þórsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Helga R Stefánsdóttir. Guðmundur Fylkisson.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Kynningar
1. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Farið yfir stöðu rammaskipulags fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði í framhaldi af opnum kynningarfundi í sl. mánuði.
2. 1907215 - Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar
Tekin á ný til umfjöllunar drög að Umhverfisstefnu Hafnarfjarðarhafnar ásamt aðgerðaráætlun.
3. 1905305 - Framkvæmdir á hafnarsvæði 2019
Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu framkvæmda á hafnarsvæðinu.
4. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka og undirbúning fyrir lokaáfanga verksins.
5. 1807063 - Hamar og Þróttur slipptaka 2018-2019
Farið yfir ástand og endurbætur á hafnsögubátnum Þrótti, sem hefur á þessu ári þjónað Hafnarfjarðarhöfn í rétt 50 ár.
Hafnarstjórn samþykkir á grundvelli kostnaðaráætlunar að hefja undirbúning að útboði vegna endurbóta á Þrótti.
6. 1911169 - Útstöð FMS í Hafnarfirði
Lagt fram bréf frá Fiskmarkaði Suðurnesja þar sem tilkynnt er sú ákvörðun stjórnar FMS að loka útstöð markaðarins í Hafnarfirði vegna erfiðleika með húsnæði og rekstur. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við Hafnarfjaðarhöfn um samstarf um áframhaldandi þjónustu á svæðinu.
Hafnarstjórn lýsir fullum vilja til að leita allra leiða til að tryggja áfram starfsemi og þjónustu fiskmarkaðar á hafnarsvæðinu og óskar eftir frekari yfirferð um málið með framkvstj. FMS á næsta fundi hafnarstjórnar.
Bréf frá FMS til Hfj.hafnar 7. nóv 2019
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta