FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 773

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
06.11.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1910347 - Björgunarsveit Hafnarfjarðar, stöðuleyfi, flugeldasala 2019
Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar eftir stöðuleyfi að Tjarnarvöllum og við Reykjavíkurveg 48, vegna flugeldasölu tímabilið 10.12.2019-10.01.2020. Einnig sótt um að setja upp auglýsingaskilti.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltra veitir stöðuleyfi fyrir gáma, að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Einnig er Björgunarsveitinni heimilt að setja upp skilti samkvæmt uppdráttum.
2. 1910443 - Stuðlaskarð 6, byggingarleyfi
SSG verktakar ehf. sækja 25.10.2019 um leyfi til að byggja fjórar íbúðir á einni hæð samkvæmt teikningum Smára Björnssonar dagsettar 19.10.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 1907206 - Stekkjarberg 9, byggingarleyfi -2 áfangi
GG verk ehf sækir 16.07.2019 breytingu frá áður samþykktum teikningum, einangrað að utan í tveim húsum. Auk þess er sótt um að breikka bílskúra og koma fyrir inntaksrýmum milli bílskúra skv. teikningum Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 24.06.2019. Nýjar teikningar bárust 08.10.2019. Nýjar teikningar bárust 22.10.2019. Nýjar teikningar bárust 04.11.2019.
Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 1910085 - Ölduslóð 32, viðbygging og svalir
Guðrún Bergsteinsdóttir og Brynjar Viggósson sækja þann 3.10.2019 um leyfi fyrir viðbyggingu og svölum samkvæmt teikningum Gísla Guðmundssonar dagsettar 1.10.2019.
Nýjar teikningar bárust 16.10.2019. Nýjar teikningar bárust 30.10.2019

Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 1906304 - Skútahraun 4, breyting
Húsfélagið Skútahrauni 4 sækir þann 19.06.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 08.04.2019. Færðar eru inn á teikningar áður gerðar breytingar á innraskipulagi, millipallar og yfirbyggt geymslusvæði.
Nýjar teikningar bárust 30.9.2019
Nýjar teikningar bárust 01.11.2019

Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 1903004 - Einhella 11, byggingarleyfi
Eignatak ehf. sótti þann 1.3.2019 um að reisa 1580 fermetra stálgrindarhús á einni hæð. Sótt var um að byggingarreitur yrði færður til og breytt samkvæmt teikningum Gunnars Sigurðssonar dags. 13.2.2019. Erindið grenndarkynnt með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn sem lögð var fyrir ráðið þann 27.8.2019. Erindið var grenndarkynnt frá 09.10.2019-06.11.2019. Engar arhugasemdir bárust.
Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 1911150 - Undirgöng í Skarðshlíð, tónlistarmyndband
Kolbeinn Sveinsson fh. Sprite Zero Klan óskar eftir að taka upp tónlistarmyndband í undigöngum í Skarðshlíð sunnudaginn 10. nóvember nk. Tökur eru frá 19-22.
Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið. Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.
8. 1908282 - Jólaþorp 2019
Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
9. 1911016 - Rauðhella 2, deiliskipulag
Sveinbjörn Jónsson sækir um deiliskipulagsbreytingu f.h. Guðmundar Arasonar ehf. vegna lóðarinnar Rauðhella 2 1.11.2019. Sótt er um stækkun byggingarreits og jafnframt hækkun nýtingarhlutfalls einnig að nýrri innkeyrslu verði bætt við á lóð.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið með vísan til 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
C-hluti erindi endursend
10. 1910486 - Dalshraun 15, breyting, 2. hæð.
RA 5 ehf. sækir þann 29.10.2019 um breytingu samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar unnar í október 2019. Húsið er teiknað upp eins og áður samþykktar teikningar sýna en bætt er við vatnsúðakerfi í einingar á annarri hæð. Einungis er um að ræða breytingu á annarri hæð hússins.
Frestað gögn ófullnægjandi.
11. 1911020 - Drekavellir 26, svalalokun á íbúð 902.
Hilmar Hreinsson sækir 4.11.2019 um leyfi fyrir breytingu á svalalokun á íbúð 902 samkvæmt teikningum Hugrúnar Þorsteinsdóttir dagsettar 14.10.2019.
Samþykki nágranna barst einnig.

Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta