FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 427

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
06.11.2019 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Margrét Vala Marteinsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson. Auðbjörg Ólafsdóttir. Birgir Örn Guðjónsson. Hólmfríður Þórisdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1910540 - Frumvarp til laga um grunnskóla, umsögn ritfangakaup
Lagt fram til umsagnar.
Fræðsluráð leggur áherslu á að lagasetningunni fylgi fjármagn til sveitarfélaganna. Lagabreytingin hefur í för með sér auknar íþyngjandi kröfur á sveitarfélög sem myndi auka útgjöld bæjarfélags á stærð við Hafnarfjörð um 20 - 30 milljónir króna á ársgrundvelli. Slíkum lagasetningum þarf því að fylgja fjármagn.

Fræðsluráð felur fræðslustjóra að koma umsögninni til nefndarsviðs, skrifstofu Alþingis.
Umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla, ritfangakostnaður.pdf
2. 1801191 - Fæðismál í grunnskólum
Hugmyndir um sjálfsskömmtun grunnskólabarna og minnkun matarsóunar lagðar fram.
Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna að því að grunnskólar Hafnarfjarðar taki upp sjálfsskömmtun nemenda í matssal sé þess kostur í samvinnu og samstarfi við þarfir hvers skóla fyrir sig. Ljóst er að slíkt geti haft nauðsynlegar breytingar innanhús í för með sér í einhverjum skólum og er því óskað eftir því að skoða hvaða skólar það eru og hvaða úrbóta er þörf.
Einstaka grunnskólar í Hafnarfirði hafa tekið upp sjálfskömmtun og hefur reynslan í þeim skólum sýnt að raðir og afgreiðslutími minnkar, ánægja nemenda eykst og matarsóun minnkar.

Fræðsluráð óskar einnig eftir því að gerð verði könnun og tekin saman gögn um matarsóun í Hafnfirskum grunnskólum samhliða undirbúning á sjálfskömmtun.
3. 1911025 - Ástundunarreglur í grunnskólum Hafnarfjarðar
Kynnt vinna við ástundunarreglur í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2019-2020
Fræðsluráð þakkar kynninguna og þakkar mennta- og lýðheilsusviði fyrir mikla og góða vinnu við að formgera og vinna að reglum um ástundun í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Reglur-um-ástundun-í-grunnskólum-Hafnarfjarðar_Tillögur-starfshóps_LOK20190625.pdf
Ástundun-í-grunnskólum-Hfj_skólaárið_2019-2020.pdf
4. 1911036 - Foreldraráð Hafnarfjarðar fyrirpurnir
Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá Foreldraráði Hafnarfjarðar.
Fyrir hönd Foreldraráðs Hfj. var ég beðin um að senda eftirfarandi fyrirspurnir:
1) Hver er staða mála varðandi tillögur starfshóps um forvarnir? Er komin aðgerðaráætlun?
2) Hver er staðan hjá Tónlistarskóla Hfj. - eru biðlistar? Hvaða skólar eru komnir með slíka kennslu í sitt nærumhverfi?
3) Hver er staða mála varðandi Götuvitann, hve oft í viku - stendur til að fjölga t.d. í tengslum við skólaböll/viðburði?

Fræðsluráð vísar fyrirspurnum foreldraráðs Hafnarfjarðar til mennta- og lýðheilsusviðs.
Fundargerðir
5. 1909020F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 299
Lögð fram fundargerð 299. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
6. 1910020F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 300
Lögð fram fundargerð 300. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til baka Prenta