FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 688

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
05.11.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Stefán Már Gunnlaugsson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Gísli Sveinbergsson. Sigurjón Ingvason.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða breytingar á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði á fundi sínum þann 30.10.2019. Um er að ræða breytingu á fulltrúa Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði. Óli Örn Eiríksson, Hverfisgötu 52b verður aðalmaður í stað Jóns Garðars Snædal. Varamaður verður Sigurjón Ingvason Suðurgötu 70. Bókun bæjarstjórnar lögð fram.
Formaður skipulags- og byggingarráðs bendir á að liðnir eru 17 mánuðir af kjörtímabilinu. Á þessum 17 mánuðum hefur Viðreisn skipað 3 fulltrúa í ráðið og jafn marga til vara. Á tímabilinu hafa verið 37 fundir í skipulags- og byggingarráði þar af hefur aðalfulltrúi Viðreisnar verið fjarverandi 14 sinnum sem er 62% mæting, hefur varamaður mætt í hans stað einungis 6 sinnum. Vinna skipulags- og byggingarráðs er yfirgripsmikil og krefst oft mikillar vinnu og samvinnu kjörinna fulltrúa. Ráðsmenn miðla upplýsingum til bæjarfulltrúa og inn í baklandið og því mikilvægt að mætt sé á ráðsfundi og ekki síður mikilvægt að stöðuleiki sé á skipan ráðsmanna því oft er verið að fjalla um flókin skipulagsmál í langan tíma sem erfitt getur verið að setja sig inn í.

Fulltrúi Viðreisnar bókar eftirfarandi:
Nýskipaðir fulltrúar Viðreisnar í ráðinu hafa góða þekkingu á skipulagsmálum bæjarins og hafa fylgst vel með þeim undanfarin ár. Mæting hefur verið algjörlega fullnægjandi og aðeins örfáir fundir ekki verið sóttir. Formaður ráðsins getur verið fullviss um að mæting á fundi verður góð þa9 sem eftir er tímabils.
2. 1906125 - Skútahraun 6, byggingarleyfi
Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að fá að byggja æfingaraðstöðu (reykköfunaraðstöðu) skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags í maí 2019.12.6.2019. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 2.9.-30.9.2019. Athugasemdir bárust. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 8.10. var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07.10.2010. Erindinu var frestað.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skrutahraun 6 ums. 04.11.2019.pdf
3. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 21.10.2019 að vísa breytingu á deiliskipulagi afhafnasvæðis Sörla til skipulags- og byggingarráðs. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar reiðhallar og að einnig verði farið í breytingar á stærðum hesthúsa þannig að húsum verði fjölgað og verði smærri sbr. bókun starfshóps Sörla þann 14.10.2019.
Skipulags- og byggingarráð heimilar að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags á Sörlasvæði er varðar staðsetningu reiðhallar og breytingar á hesthúsalóðum og mannvirkjum.
Forhönnun-okt 2019.pdf
Framtíðarsýn Sörla.pdf
Deiliskipulag athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla.pdf
4. 1906378 - Koparhella 1, deiliskipulag
Tekin fyrir að nýju umsókn Guðmundar Óskars Unnarssonar f.h. Steinsteypunnar ehf. dags. 24.6.2019 um deiliskipulagsbreytingu Kapelluhrauni 1. áfanga, Koparhellu 1. Um er að ræða stækkun á byggingarreit og óbreytt nýtingarhlutfall lóðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 24.9.sl. að málsmeðferð yrði í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir aðliggjandi lóðarhöfum tímabilið 2.10.2019-30.10.2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga.
Hafnarfjarðarbær - Skipulags og umhverfissvið Koparhella 1 Hafnarfjörður breyttur byggingarreitur 11.04.2019.pdf
A120-Koparhella 1 Breyting á byggingarreit Grenndarkynning.pdf
5. 1910549 - Svalbarð 14H, dreifistöð, ósk um breytingu á deiliskipulagi
Á fundi bæjarráðs þann 24. okt. sl. var tekið jákvætt í erindi HS veitna þar sem óskað var eftir stækkun lóðar. Þann 31.10. sl. leggja HS veitur inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu. Í breytingunni felst að byggingarreitur dreifistöðvar er færður og komið fyrir á nýrri lóð við Svalbarð 14H.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breytingarnar verði grenndarkynntar í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
2019 - Grendarkynning Svalbarð 14 H.pdf
Ingi Tómasson víkur af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
6. 1906161 - Suðurhella 9, deiliskipulagsbreyting
Fitjaborg ehf. óskaði eftir deiliskipulagsbreytingu þann 11.6.2019. Skipulags- og byggingarráð heimilaði að unnið yrði að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 29.10.2019 lagt fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að afgreiðsla verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga.
D.01 Deiliskipulagsbreyting.pdf
Þormóður Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
7. 1902456 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 18.9.2019 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytingu á nýtingu lóðar við Haukasvæðið. Landnotkunarbreytingin hefur verið auglýst frá 27.09.-04.11.2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna er nær til landnotkunarbreytingar við Haukasvæði og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 32.gr. skipulagslaga. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
ASK_2013_2025_Asvellir_06092019_Breyting.pdf
8. 1901004 - Stöðuleyfi, gámar, 2019
Tekin til umræðu framvinda stöðuleyfa gáma.
Tekið til umræðu stöðuleyfi gáma.
9. 1910296 - Hafnarfjarðarbær, hverfaskipting
Lögð fram tillaga að breytingu á hverfaskiptingu núverandi skipting var samþykkt í bæjarstjórn 11.5.2004.
Um er að ræða breytingar útlína í samræmi við mörk þéttbýlis í Aðalskipulaginu, breytt sveitarfélagsmörk og fjölgun hverfa úr 9 í 12. Miðbæ, Hvaleyrarholti og Straumsvík bætt við sem sérstökum hverfum.

Tillögu að breytingu á hverfaskiptingu er vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar.
10. 1909254 - Hringtorg, heiti
Tekin fyrir að nýju tillaga að heitum hringtorga sem ekki hafa þegar fengið heiti.
Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu að heitum hringtorga til afgreiðslu umhverfis- og skipulagssviðs.
Fyrirspurnir
11. 1907136 - Hverfisgata 54, fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð óskaði umsagnar skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 24.9.2019. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og synjar beiðni um fjölgun íbúða.
Hverfisg.54-umsögn
Fundargerðir
12. 1910006F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 770
Lögð fram fundargerð 770. fundar.
13. 1910021F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 771
Lögð fram fundargerð 771. fundar.
14. 1910027F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 772
Lögð fram fundargerð 772. fundar.
15. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Lögð fram fundargerð 19. fundar.
16. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Fundargerðir dags. 1.10. og 1.11.2019 lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta