FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1835

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
30.10.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir. Kristinn Andersen. Friðþjófur Helgi Karlsson. Jón Ingi Hákonarson. Helga Ingólfsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Kristín María Thoroddsen. Skarphéðinn Orri Björnsson. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason
Mættir eru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum Ólafi Inga Tómassyni en í hans stað mætir Skarphéðinn Orri Björnsson.

Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stýrði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að mál nr. 2 í útsendri dagskrá, Krýsuvíkurberg, deiliskipulag verði tekið fyrir sem mál nr. 6. Var tillagan samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Breyting í ráðum og nefndum:
Breyting verður á fulltrúa Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði.
Óli Örn Eiríksson, Hverfisgötu 52b verður aðalmaður í stað Jóns Garðars Snædal.
Varamaður verður Sigurjón Ingvarsson Suðurgötu 70

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirlagðar breytingar á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði.
2. 1910218 - Völuskarð 15, umsókn um lóð
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.október sl.
Lögð fram lóðarumsókn Smára Björnssonar um lóðina nr. 15 við Völuskarð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 15 við Völuskarð verði úthlutað til Smára Björnssonar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
3. 1910111 - Völuskarð 18, umsókn um lóð
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.október sl.
Lögð fram lóðarumsókn Rúnars Más Jóhannssonar og Erlu Kristínar Sigurðardóttur um lóðina nr. 18 við Völuskarð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 18 við Völuskarð verði úthlutað til Rúnars Más Jóhannssonar og Erlu Kristínar Sigurðardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu bæjarráðs.
4. 1810400 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.október sl.
Lögð fram gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu bs til afgreiðslu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS verði samþykkt.

Til máls tekur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá SHS. Sigurður Þ. Ragnarsson greiddi atkvæði á móti.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, gjaldskrá 18.10 2019.pdf
5. 1709768 - Hvaleyrarbraut 31, endurnýjun lóðarleigusamnings
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 24.október sl.
Endurnýjun lóðarleigusamnings

Bæjarráð samþykkir endurnýjun fyrirliggjandi lóðarleigusamnings og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
6. 1810073 - Krýsuvíkurberg, deiliskipulag
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.október sl.
Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Krýsuvíkurberg.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi og að auglýsa hana með vísan til 43.gr. skipulagslaga og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur til máls Sigurður Þ. Ragnarsson. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir og svarar Sigurður andsvari. Rósa kemur þá næst til andsvars öðru sinni. Þá næst kemur Ágúst Bjarni til andsvars við ræðu Sigurðar.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls og til andsvars kemur Ágúst Bjarni.

Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Sigurður Þ. Ragnarsson situr hjá og kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurður Þ. Ragnarssonar:
Í greinargerð með deiliskipulaginu segir: „Bílastæði eru nú staðsett 250 metrum frá stærsta útsýnispalli, en þangað liggur greiðfær stígur. Með því að færa bílastæði fjær bjarginu verður gangan að aðdráttaraflinu hluti af upplifun gesta og hljóð- og sjóntruflun frá bílaumferð á upplifun gesta lágmörkuð“.
Bæjarfulltrúi Miðflokksins gerir athugasemd við að færa eigi bílastæði fjær aðdráttaraflinu enda mikilvægt að bæði ungir sem aldnir, fatlaðir sem ófatlaðir eigi greiðan aðgang að þessu ótrúlega fallega svæði.


Krýsuvíkurberg - umsögn MÍ.pdf
Fornleifsakraning_Krysuvikurberg2019.pdf
DU1807_Pl_Krýsuvíkurberg-2019-08-29_.pdf
DU1807-Greinargerð Krýsuvík_.pdf
7. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 25.október sl.
Erindisbréf fyrir starfshóp lagt fram. Sviðsstjóra falið að uppfæra erindisbréfið. Skipað verður í starfshóp á næsta fundi fjölskylduráðs.

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur fram þrjár svohljóðandi tillögur:

1. Bæjarstjóra og öðrum embættismönnum bæjarins verði falið að taka upp samtal við ríkið og önnur sveitarfélög um samræmingu á framkvæmd NPA milli sveitarfélaga.

2. Lagt er til að bætt verði inn í erindisbréfið ákvæðum um samráð við notendur, helst með því að hagsmunaaðilar fái að skipa fulltrúa í hópinn.

3. Starfshópur um NPA gangist fyrir könnun á því hvort Hafnarfjarðarbær sinnir leiðbeiningarskyldum sínum hvað ólík þjónustuform varðar, svo við getum gengið úr skugga um að þeim sé sinnt hér hjá okkur.

Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Guðlaug andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars öðru sinni.

Þá tekur til máls Helga Ingólfsdóttir og til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson.

Þá tekur til máls öðru sinni Guðlaug Kristjánsdóttir.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

Þá tekur til máls öðru sinni Helga Ingólfsdóttir og leggur fram tillögu um að þær tillögur sem Guðlaug lagði fram hér að framan verið vísað til fjölskylduráðs. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarsons, einnig Adda María sem og Guðlaug.

Forseti ber upp tillögu um að framkomnum tillögum frá Guðlaugu verði vísað til fjölskylduráðs. Er það samþykkt samhljóða.

Gulaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Í drögum að erindisbréfi starfshóps vegna NPA er ekki kveðið á um samráð við notendur, þó svo lög og reglugerðir kveði á um skyldu til þess. Mikilvægt er að bætt verði úr þessu. Einnig skortir greinargerð um tilurð starfshópsins, þ.e. hvers vegna hann er settur á laggirnar og hvert markmiðið með starfi hans er. Ljóst er þó að hópurinn á að skila niðurstöðum eftir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hefur verið samþykkt. Betur hefði farið á því að fá þær niðurstöður áður en fjárhagsrammi næsta árs verður festur niður.
Undirrituð fagnar því að samþykkt hafi verið að vinna erindisbréfið áfram og skýra betur verkefnið sem starfshópnum er ætlað að vinna og væntir þess að tillögur þær sem ég lagði fram í bæjarstjórn í dag verði teknar þar til skoðunar, að viðstöddum fulltrúum notenda.Fundargerðir
8. 1901147 - Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð bæjarráðs frá 24.október sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 9.október sl.
b. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 3.og 17.október sl.
c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.október sl.
d. Fundargerð eigendafundar SORPU bs. frá 7.október sl.
e. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 7.október sl.
g. Fundargerð stjórnar SSH frá 7.október sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.október sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 22.október sl.
Fundargerðir fræðsluráðs frá 16.,18. og 23.október sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.október sl.
Fundargerðir fjölskylduráð frá 14.,17. og 25.október sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 28.október sl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35 

Til baka Prenta