FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 402

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
25.10.2019 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson. Helga Ingólfsdóttir. Árni Rúnar Þorvaldsson. Árni Stefán Guðjónsson. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Karlott Gunnhildarson
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1808503 - Fjölmenningarmál
Ólafía Björk Ívarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar mætir á fundinn.
Umræður. Fjölskylduráð þakkar Ólafíu Björk Ívarsdóttur kærlega fyrir komuna.
2. 1512128 - Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Erindisbréf fyrir starfshóp lagt fram. Sviðsstjóra falið að uppfæra erindisbréfið. Skipað verður í starfshóp á næsta fundi fjölskylduráðs.
3. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lagt fram. Umræður.
4. 1505162 - Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag
Kynning og umræður.
6. 1811177 - Félagslegar leiguíbúðir, kaup, fyrirspurn
Fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um húsnæðismál

Hækkun á leigu félagslegra íbúða

1. Í ljósi gjaldskrárhækkana á gjaldskrám fjölskylduráðs er spurt hvort til standi að hækka leigu á félagslegum íbúðum hjá Hafnarfjarðarbæ? a. Ef svo er, hversu mikil er sú hækkun?

Félagslegar íbúðir

1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins? 2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ? a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði? b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði? 3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fjórum árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2016, 2017, 2018 og 2019?

Íbúðir fyrir fatlað fólk

1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði? a. Hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði? b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði? 2. Hversu margar íbúðir fyrir fatlað fólk eru á framkvæmdastigi í Hafnarfirði í dag? 3. Hversu margar íbúðir fyrir fatlaða fólk voru byggðar í Hafnarfirði á sl. fjórum árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum, þ.e. 2016, 2017, 2018 og 2019.Fundargerðir
5. 1809463 - Öldungaráð
Lagt fram.
Fundargerð 6. stjórnarfundar 2.október 2019.pdf
Fundargerð 7. stjórnarfundar 16.október 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:50 

Til baka Prenta