FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 340

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.10.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Árni Rúnar Árnason. Skarphéðinn Orri Björnsson. Friðþjófur Helgi Karlsson. Arnhildur Ásdís Kolbeins. Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Tinna Hallbergsdóttir. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902408 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023
Tekið fyrir að nýju.
Tekin til umræðu.
2. 1910096 - Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar, ósk um fjárhagaðstoð
Stjórn AÍH óskar eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiks viðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.
3. 18129640 - Ásvallalaug, viðhald
Kynnt minnisblað varðandi viðgerð á sundlaugarbotni Ásvallalaugar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar viðhaldsáætlun til fjárhagsáætlunargerðar.
4. 1910084 - Umhverfis- og skipulagsþjónusta, útboð og verksamningar 2020
Tekið til umræðu útboð og verksamningar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að útboðum og verksamningum fyrir árið 2020.
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætti til fundarins undir þessum lið og fór yfir stöðu samninga.
5. 1909241 - Menningarstyrkur 1909241, umsókn, seinni úthlutun 2019
Lögð fram afgreiðsla sviðsins vegna styrks sem menningar- og ferðamálanefnd úthlutaði þann 18. sept sl. vegna uppsetningu á jólalýsingu í grenitré við Gúttó.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir
6. 1801408 - Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun 2018
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19. júní sl. að kaupa fjögur rafmagnshjól og lána þau til starfsmanna Hafnarfjarðar til reynslu. Lagt fram minnisblað varðandi framgang verkefnisins.
Lögð fram fundargerð frá 19. sept 2019.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirkomulag verkefnisins.
Ishmael David verkefnastjóri mætti til fundarins undir þessum lið og kynnti verkefnið.
7. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð 413 stjórnarfundar.
Fundargerð 413 stjórnarfundar undirrituð.pdf
8. 1706369 - Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll
Lögð fram fundargerð 12. fundar starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla.
12 fundur starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla 19. september 2019.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:35 

Til baka Prenta