FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 334

Haldinn í Langeyri, Strandgötu 6,
03.10.2019 og hófst hann kl. 15:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Þórey Anna Matthíasdóttir. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir.
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson
Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1807155 - Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar
Farið yfir ferli við endurskoðun menningar- og ferðamálastefnu
Verkefnastjóra falið að hefja rýnivinnu og leita sjónarmiða starfsfólks menningarstofnana. Á síðari stigum er gert ráð fyrir aðkomu hagaðila og að leita sjónarmiða íbúa með þjónustukönnunum og íbúafundum.
2. 1906321 - Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020
Lögð fram drög að starfsáætlun menningarstofnana fyrir árið 2020
Nefndin samþykkir starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar fyrir árið 2020. Nefndin fagnar metnaðarfullri dagskrá stofnana fyrir bæjarbúa og gesti þeirra.

Sviðsstjóri upplýsti að verið sé að ganga frá ráðningu forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar
Starfsáætlun í menningar og ferðamálum 2020.pdf
3. 1906322 - Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020
Farið yfir áherslur menningar- og ferðamálanefndar í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2020
Umræður um fjárhagsáætlun
4. 1908282 - Jólaþorp 2019
Lagt fram erindisbréf fyrir rýnihóp Jólaþorpsins
Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar til samþykktar bæjarráðs. Rætt var um framkvæmd jólaþorpsins.
5. 1901368 - Gaflaraleikhúsið, endurnýjun samnings 2019
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Gaflaraleikhúsið
Nefndin samþykkir drög að samningi við Gaflaraleikhúsið og fagnar áherslu á leiklistarstarfsemi fyrir ungt fólk og unga áhorfendur í starfsemi þeirra til heilla fyrir unga Hafnfirðinga.
6. 18129469 - Menningarstyrkir 2019
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Bæjarbíó slf. varðandi Hjarta Hafnarfjarðar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög að samningi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
7. 1004442 - Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu
Lögð fram vörumerkjarýni H:N markaðssamskipta á vörumerkinu Reykjavík Loves
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta