FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1558

Haldinn á hafnarskrifstofu,
25.09.2019 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909113 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2020
Lögð fram til fyrri umræðu drög að fjárhags- og rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2020 ásamt greinargerð hafnarstjóra og drögum að fjárfestingaáætlun fyrir 2020 - 2023.
Hafnarstjóri skýrði helstu þætti áætlunarinnar. Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni með áorðnum breytingum til síðari umræðu á næsta fundi sínum.
2. 1909474 - Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2020
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.
Tillaga að gjaldskrá fyrir 2020.xlsx
3. 1909446 - PortMaster rammasamningur
Hafnarstjóri kynnti nýgerðan rammasamning Hafnarsambands Íslands við Klappir Grænar Lausnir hf.um þróun og afnot af netkerfinu PortMaster fyrir utanumhald og skráningu á úrgangi frá skipum sem losaður er á hafnarsvæðum. Jafnframt lögð fram drög að þjónustusamningi Hafnarfjarðarhafnar við Klappir Grænar Lausnir hf. um rafræna skráningu á allri úrgangslosun á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan þjónustusamning og felur hafnarstjóra að ganga frá undirritun hans.
PortMaster rammasamningur sept 2019.docx
Þjónustusamningur Klappir_Hafnarfjarðarhöfn_27Sept2019_Til undirritunar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta