FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1832

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
18.09.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir. Kristinn Andersen. Jón Ingi Hákonarson. Helga Ingólfsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Kristín María Thoroddsen. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Gísli Sveinbergsson. Árni Rúnar Þorvaldsson.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum. Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka eftirfarandi mál inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:Mál nr. 1903229, Miðbær, deiliskipulag, starfshópur.

Var tillagan samþykkt samhljóða.

Einnig bar forseti upp tillögu um að mál nr. 1908577 - Víðistaðasvæði breytt skipulagsmörk yrði tekið af dagskráfundarins.

Var tillagan samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst sl. var samþykkt að drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar færi á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar í 30 daga. Þar gæfist bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hefðu að gæta, möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög. Frestur til að skila inn athugasemdum/viðbótum rennur að óbreyttu út þann 20. september nk. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að fresturinn verði framlengdur um 14 daga eða til og með 4. október nk.
Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlengdan frest til athugasemda/viðbóta til og með 4. október nk.
2. 1902456 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.september sl.
Lögð fram aðalskipulagsbreyting dags. sept. 2019 vegna breytinga á landnotkunarflokk svæðisins. Skipulagslýsing hefur hlotið meðferð samkv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða aðalskipulagbreytingu í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tekur Árni Rúnar Þorvaldsson og gerir grein fyrir hæfi sínu í málinu.

Árni Rúnar víkur af fundi undir þessum lið.

Næst til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Adda María andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni.

Næst til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Guðlaug andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá til andsvars öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig örðu sinni.

Fundarhlé kl. 14:37.

Fundi framhaldið kl. 14:44.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls öðru sinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Adda María leggur fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð hvetur til þess að teknar verði saman upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga á umferðarflæði sem og leik- og grunnskóla á svæðinu áður en kemur að afgreiðslu tillögunnar.

Adda María Jóhannsdóttir

ASK_2013_2025_Asvellir_06092019_Breyting.pdf
3. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.sept.sl.
Lögð fram tillaga ASK arkitekta vegna breytinga á deiliskipulagi við Ásvelli.

Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Árni Rúnar Þorvaldsson víkur af fundi undir þessum líð.

Til máls tekur Ágúst Bjarni Garðarsson.

Einnig tekur Adda María Jóhannsdóttir til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni sem Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur þá að stuttri athugasemd.

Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og Ágúst Bjarni kemur til andsvars. Guðlaug svarar andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 greiddum atkvæum afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Adda María situr hjá við atkvæðagreiðsluna og kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:

Undirrituð gerir athugasemd við þá framsetningu að uppbygging íþróttamannvirkis sé hengd saman við íbúðauppbyggingu á svæðinu eins og fram kemur í gögnum málsins og tekur því ekki þátt í atkvæðagreiðslu varðandi það.

Adda María Jóhannsdóttir


9623-190909-Ásvellir-skýringaruppdráttur.pdf
9623-190909-Ásvellir-deiliskipulagsuppdráttur.pdf
9623-190905-deiliskipulag-01 DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR-000.pdf
2019.05.08 Ask arkitektar Kynning íbúða á Haukasvæð, Hafnafirði.pdf
4. 1909067 - Hraunhvammur 3, deiliskipulagsbreyting
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.sept.sl.
Hákon Ingi Sveinbjörnsson sækir 2.9.2019 um deiliskipulagsbreytingu á Hraunhvammi 3. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna viðbyggingar og bílskúrs samanber uppdrætti Batterísins/arkitektar dags. 30.08.2019.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagaða tillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skal tillagan kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum lóða er liggja að lóðarmörkum Hraunhvamms 3 samanber 3.mgr. greinar 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillögunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Forseti leiðréttir fyrst að skv. ofangreindri bókun skipulags- og byggingarráðs var ætlunin að vísa í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í stað 1. mgr. 43. gr. og leggur til að málið verði lagt með þeim hætti fyrir fundinn. Eru ngar athugasemdir gerðar við það.

Til máls tekur Ágúst Bjanri Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hraunhvammur3-Deiliskipulagsbreyting-A3.pdf
5. 1908378 - Reglur um tónlistarnám í tónlistarskóla fyrir utan Hafnarfjörð
2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.september sl.
Athugasemdir og ábendingar ráðsmanna

Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög um reglur Hafnarfjarðarbæjar um styrk til tónlistarnáms utan Hafnarfjarðar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.
Lög nr.75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.pdf
Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.pdf
Drög að reglum um styrk til tónlistarnáms utan Hafnarfjarðar.pdf
6. 1907208 - Samningur við Sambo
10.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 11.september sl.
Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélagsins Sambo til tveggja ára.

Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við í flóru hafnfirskra íþróttafélaga með tilkomu nýstofnaðs íþróttafélags, Sambo, og samþykkir meðfylgjandi samning og vísar honum til samþykkis í bæjarstjórn.

Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og svarar Adda María andsvari. Kristín María kemur að andsvari öðru sinni sem Adda María svarar andsvari öðru sinni. Einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu kemur Rósa Guðbjartsdóttir og kemur Adda María að andsvari.

Næst tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og leggur fram tillögu um að afgreiðslu málinu verði frestað.

Forseti ber upp framkomna tillögu um frestun málsin og er tillgaan felld með 6 atkvæðum meirihluta og fulltrúa miðflokksins. Aðrir greiddu atkvæði með tillögunni.

Forseti ber upp þá til atkvæða fyrirliggjandi samning og er hann samþykktur með 7 greiddum atkvæðum meirigluta og fulltyrúa Miðflokksin og Bæjarlistans. Aðrir fulltrúar sátu hjá.

Adda María gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur jafnframt fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð harma að ekki hafi verið fallist á frestun málsins þar til kynning á eðli samninga við tómstundafélög hafi farið fram og sitja því hjá við afgreiðsluna.
Adda María Jóhannsdóttir
Árni Rúnar Þorvaldsson
Jón Ingi Hákonarson


Afnota- og þjónustusamningur drög Sambo.pdf
7. 1908017 - Malarskarð 1, umsókn um parhúsalóð,
3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
Lögð fram lóðarumsókn Ana Tepavcevic, Mladen Tepavcevic og Mariusz Solecki um lóðina Malarskarð 1-3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Malarskarði 1-3 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
8. 1905363 - Völuskarð 5, umsókn um lóð, úthlutun, afsal
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 5 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

Bæjarráð samþykkir umsóknina og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
9. 1909167 - Berjavellir 6, íbúð 02-05, fastanr. 226-6160, kauptilboð
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
Lagt fram kauptilboð í íbúð að Berjavöllum 6 ásamt söluyfirliti.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð í íbúð að Berjavöllum 6.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kauptilboð.
10. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
Lagður fram viðauki. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Viðauki V september 2019.pdf
11. 1809362 - Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
Björn M. Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU bs og Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar SORPU bs. mæta til fundarins.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- með 15 ára. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Hafnarfjarðarkaupstaður skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Hafnarfjarðarkaupstaður selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hafnarðarkaupstaður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Framangreindu er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.


Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að skipuð verði nefnd sérfræðinga á sviði fjármála- og mannvirkjagerðar á vegum SORPU. Meginhlutverk hennar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar? og rekstraráætlanir til langs tíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundnum hætti.

Bæjarráð vísar tillögunni til stjórnar SORPU bs.

Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson.

Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson.

Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Bókun Viðreisnar. Það sem fram hefur komið síðustu vikur í rekstri SORPU bs., sem Hafnarfjörður ber einfaldlega ábyrgð á ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, er engan veginn í samræmi við þær yfirlýsingar um ábyrga og agaða fjármálastjórn meirihlutans í Hafnarfirði ekkert frekar en það sem fram hefur komið sé í takti við stefnu Viðreisnar um gagnsæja stjórnsýslu eða fagleg vinnubrögð og því óásættanlegt. Viðreisn leggur til að neyðarstjórn verði skipuð undir stjórn sérfræðinga á sviðið fjármála og mannvirkjagerðar. Meginhlutverk stjórnar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar ? og rekstraráætlanir til langs tíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundum hætti.
Jón Ingi Hákonarson, Oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.


Bókun í fundargerð Sveitarfélög_Sorpa.pdf
12. 1811277 - Menntastefna
Til umræðu.
Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls öðru sinni kemur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Adda María Thoroddsen.

Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson.

Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Til andsvars kemur Kristín María.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls.
Fundargerðir
13. 1901147 - Fundargerðir 2019, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð fræðsluráðs frá 11.september sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4.sept. sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 13.september sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 12.september sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 28.ágúst sl.
b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.ágúst sl.
c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.sept.sl.
d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30.ágúst sl.
e. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 23.ágúst sl.
f. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 2.sept. sl.
g. Fundargerð 18. eigendafundar SORPU bs. frá 26.ágúst sl.
h. Fundargerð 19. eigendafundar Strætó bs. frá 2.sept. sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 11.september sl.
a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 2.september sl.
b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.ágúst sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.september sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 16.sept.sl.

Guðlaug Kriatjánsdóttir tekur til máls undir 2. lið frá fundi fjölskylduráðs frá 13.september sl. og undir 8. lið frá fundi fræðsluráðs frá 11. september sl. Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur Kristín María Thoroddsen til máls undir 8. lið frá fundi fræðsluráðs.

Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen. Adda María svarar andsvari.

Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls undir li 5 úr fundargerð fjölskylduráðs frá 13. september sl.

Einnig tekur Helga Ingólfsdóttir til máls undir fundargerð umhverfisog framkvæmdaráðs frá 11. septeber sl., liðir 4 og 5.

Þá tekur til máls Guðbjörg Oddný Jónasdóttir undir funagerð frá menningar- og ferðamálanefnd frá 6. september sl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta