FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 331

Haldinn í Langeyri, Strandgötu 6,
06.09.2019 og hófst hann kl. 15:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir. Þórey Anna Matthíasdóttir. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir.
Fundargerð ritaði: Andri Ómarsson
Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri sat einnig fundinn


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909092 - Höfuðborgarstofa, ferðamenn, viðhorfskönnun
Niðurstöður könnunar á viðhorfi til ferðaþjónustu og ferðamanna sem lögð var fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu af Höfuðborgarstofu lögð fram.
Verkefnastjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar.
hofudborgarstofa_-_vidhorf_ibua_hofudborgarsvaedisins_til_ferdamanna_og_ferdathjonustu 2019.pdf
2. 1004442 - Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu
Farið yfir árangur af sumarherferð Harbour Village undir hatti Reykjavík Loves.
Nefndin lýsir ánægju sinni með vel heppnaða markaðsherferð á samfélagsmiðlum í sumar.
3. 1807155 - Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar
Farið yfir ferli við endurskoðun menningar- og ferðamálastefnu
Verkefnastjóra falið að klára drögin fyrir næsta fund.
4. 1906321 - Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020
Farið yfir drög að starfsáætlun menningarstofnana fyrir árið 2020
5. 1908282 - Jólaþorp 2019
Farið yfir skipulag jólaþorpsins
Áfram unnið að undirbúningi jólaþorpsins sem opnar 29. nóvember. Auglýst verður eftir umsóknum um þátttöku og leigu á jólahúsi í Jólaþorpinu á næstu dögum.
6. 18129469 - Menningarstyrkir 2019
Umsóknarfrestur um menningarstyrki rennur út 10. september. Farið yfir fyrirkomulag við afgreiðslu umsókna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45 

Til baka Prenta