FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 683

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
10.09.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi,
Óli Örn Eiríksson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir lanslagsarkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1905393 - Breiðhella 2-6, deiliskipulag
Samhentir kassagerð ehf. sóttu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Breiðhellu 2-6, samkv. tillögu ASK arkitekta dags. 27.05.2019. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 04.06. s.l. var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 18.6.2019 var umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram og samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi með umsagnarfresti til 5.9.2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag lóðanna við Breiðhellu 2-6 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1925-deiliskipulag-05-01.pdf
2. 1908577 - Víðistaðasvæði breytt skipulagsmörk
Lögð fram tillaga að breyttum skipulagsmörkum deiliskipulags Víðistaðasvæðis. Breyting á skipulagsmörkum Víðistaðasvæðis er til kominn vegna ný samþykkts deiliskipulags Hjallabrautar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttum mörkum Víðistaðasvæðis og að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Víðistaðasvæði deiliskipulagbreyting 28082019.pdf
3. 1902456 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á Aðalskipulagi
Lögð fram aðalskipulagsbreyting dags. sept. 2019 vegna breytinga á landnotkunarflokk svæðisins. Skipulagslýsing hefur hlotið meðferð samkv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða aðalskipulagbreytingu í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
4. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ASK arkitekta vegna breytinga á deiliskipulagi við Ásvelli.
Skipulag og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
9623-190909-Ásvellir-skýringaruppdráttur.pdf
9623-190909-Ásvellir-deiliskipulagsuppdráttur.pdf
5. 1906407 - Öldutún 4, bílskúr, deiliskipulagsbreyting
Erindinu var vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 28.8.sl. Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Öldutún 4 var auglýst samhliða grenndarkynningu lóðarhöfum Ölduslóðar 3, Ölduslóðar 5, Öldutúns 2 og Öldutúns 6 tímabilið 16.7.-27.8.2019. Athugasemdir bárust.
Vísað til úrvinnslu skipulagsfulltrúa og lögfræðisviðs.
Oldutun_4_Deili.pdf
6. 1909067 - Hraunhvammur 3, deiliskipulagsbreyting
Hákon Ingi Sveinbjörnsson sækir 2.9.2019 um deiliskipulagsbreytingu á Hraunhvammi 3. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna viðbyggingar og bílskúrs samanber uppdrætti Batterísins/arkitektar dags. 30.08.2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagaða tillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt skal tillagan kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum lóða er liggja að lóðarmörkum Hraunhvamms 3 samanber 3.mgr. greinar 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillögunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hraunhvammur3-Deiliskipulagsbreyting-A3.pdf
7. 1809389 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun
Lögð fram tillaga sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn 4.9.2019. Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði skipaður starfshópur um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar heldur fari öll vinna við aðalskipulagsgerðina fram í skipulags og byggingarráði þar sem fulltrúar allra flokka eiga sæti.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.
8. 1908131 - Strandgata 9, stækkun og breyting á nýtingu lóðar.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 03.04.2018 heimilaði ráðið Hjördísi Birgisdóttur að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir breytingu á hámarkshæð á hluta viðbyggingar að Strandgötu 9. Tilagan var auglýst engar athugasemdir bárust. Við frágang málsins kom í ljós að samþykktar höfðu verið breytingar vegna Strandgötu 9 árið 2005 og vegna Austurgötu 10b árið 1995 sem gefa umferðarrétt um bílastæði.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna tillögu sem tekur tillit til aðkomu að bakhluta lóðanna Strandgata 9 og Austurgata 10b.
9. 1903199 - Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag
Tekið fyrir að nýju tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Lögð fram tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4. Jafnframt lögð fram greinargerð deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 4. júlí með framlengdum athugasemdafresti til 1. sept. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. sept. sem sent var til aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda og samþykkir að senda aðliggjandi lóðarhöfum bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 09.09.2019.

Fulltrúi Viðreisnar og Samfylkingar benda á að í þessu mikilvæga máli hefur verið unnin góð forvinna í formi ítarlegs rammaskipulag með metnaðarfullum markmiðum um vandaða byggð.

Framlögð tillaga víkur að okkar mati það mikið frá fyrirliggjandi rammaskipulagsvinnu að undirritaðir telja mjög mikilvægt að Hafnarfjarðarbær haldi kynningarfund um málið svo að íbúar geti mótað sér sem upplýstustu afstöðu til málsins.

Fulltrúar Sjálfstæði- og Framsóknarflokks og óháðra bóka eftirfarandi: Deiliskipulagstillagan hefur verið kynnt vel í fjölmiðlun og á heimasíðu Hafnarfjarðarkaupstaðar og er í takt við rammaskipulagstillöguna fyrir Hraun vestur sem kynnt var í Bæjarbíói varðandi hæð húsa á skipulagssvæðinu og vistvænt og samgöngumiðað skipulag. Hér er sannarlega stigið stórt og jákvætt skref í uppbyggingu til framtíðar í hverfi sem mun skapa Hafnarfirði sérstöðu þegar kemur að vali um búsetu á höfuðborgarsvæðinu.

Hraun vestur, gjótur deiliskipulag, bréf til hagsmunaaðila.pdf
10. 1909118 - Hlíðarbraut 10, þétting byggðar
Lagðar fram hugmyndir að aðalskipulagsbreytingum m.t.t. greinargerðar um þéttingu byggðar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna tillögu að deiliskipulagi við Hlíðarbraut 10 er gerir ráð fyrir 3 einbýlishúsum.
242354_Hlbr10-14_einbyli.pdf
11. 1906378 - Koparhella 1, deiliskipulag
Umsókn Guðmundar Óskars Unnarssonar f.h. Steinsteypunnar ehf. dags. 24.6.2019 um deiliskipulagsbreytingu Kapelluhrauni 1. áfanga, Koparhellu 1, er vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 4.9.2019. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður.
Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.
12. 1901163 - Álfhella 11, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu
Brimrás ehf. lagði 10.1.2019 inn fyrirspurn um breytingu á lóð og deiliskipulagi skv. teikningu Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 4.1.2019. Erindið var grenndarkynnt frá 22.07.2019-19.08.2019 með vísan í 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi og að erindinu verði lokið með vísan í 4.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhella 11_afstöðumynd.pdf
Álfhella 11_g.pdf
13. 1703095 - Kaplakriki, breyting á áður samþykktum teikningum mhl 12
Fimleikafélag Hafnarfarðar leggur 6.9.2019 inn fyrirspurn vegna stækkunar á anddyri. Um er að ræða frávik frá gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum og telur hana óverulega og heimilar að gefið verði út byggingarleyfi samanber 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjanda ber að uppfæra gögn vegna breytinganna.
1501-fyrirspurn stækkað anddyri.pdf
Fundargerðir
14. 1908017F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 765
Lögð fram fundargerð 765. fundar.
15. 1909002F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 766
Lögð fram fundargerð 766. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til baka Prenta