FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 337

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
11.09.2019 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Helga Ingólfsdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Arnhildur Ásdís Kolbeins aðalmaður,
Helga Björg Arnardóttir áheyrnarfulltrúi,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1806149 - Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar
Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 21.8.sl.

Breyting á varamanni í umhverfis- og framkvæmdaráði:

Ásta Rut Jónasdóttir varaáheyrnarfulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og framkvæmdaráði víkur úr ráðinu og inn kemur í hennar stað Karólína Helga Símonardóttir Hlíðarbraut 5.

Samþykkt samhljóða.
2. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Tekið fyrir 6 mánaða uppgjör.
3. 1908506 - Sorpa bs., notkun á metani, erindi
Lagt fram erindi Sorpu bs. þar sem vakin er athygli á að metan er eina vistvæna vottaða eldsneytið á Íslandi. Óskað er eftir formlegri afstöðu sveitarfélagsins um hvort sveitarfélagið hafi hugsað sér að nýta eldsneytið í eigin starfsemi, svo sem almenningssamgöngur eða til annarra nota.
Lagt fram til kynningar.
4. 1909131 - Strætó bs, nýtt leiðarkerfi
Kynning á nýju leiðarneti Strætó bs. Fulltrúar Strætó mæta til fundarins og kynna leiðarnetið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
5. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu nr. 1 frá Strætó bs dags. 14.08.2019 að leiðakerfisbreytingum. Tillagan er að mestu í samræmi við niðurstöðu starfshóps á vegum ráðsins um óskir um breytingar á innanbæjarleiðakerfi Hafnarfjarðar og breytingu á leið 21.
Jafnframt óskar ráðið eftir að Strætó bs geri tillögu að þjónustu almenningsvagna á iðnaðarsvæði á Hellnahrauni en þar er ört vaxandi uppbygging og mikilvægt að greina þörfina fyrir þjónustu á því svæði og koma með tillögur.
19.8.28 Nýtt Leiðanet í Hafnarfirði.pdf
6. 1908382 - Álfasteinn breytingar
Fræðsluráð vísar ósk leikskólans Álfasteins um breytingar á húsnæðinu í kjölfar breyttrar rýmisáætlunar leikskóla Hafnarfjarðar, frá 2017, til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar beiðninni til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði.
7. 1908381 - Hraunvallaskóli minnisblað
Fræðsluráð vísar ósk Hraunvallaskóla um breytingar á húsnæði unglingadeildar til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar beiðninni til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði.
8. 1908401 - Tölvustofa Áslandsskóla
Fræðsluráð vísar ósk skólastjóra Áslandsskóla um breytingar á kennslustofu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar beiðninni til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði.
10. 1803108 - Reykjanesbraut við Víkurgötu, tenging við suðursvæði
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram erindi Dyr dags. 9. ágúst og 2. september sl. fyrir hönd Geymslusvæðisins og annarra í Kapelluhrauni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.
Tenging suðursvæða sept 19.pdf
Tenging suðursvæða ágúst 19.pdf
11. 1601342 - Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga
Lagt fram bréf bæjarins til Vegagerðarinnar varðandi yfirtöku sveitarfélaganna á vegum ríkisins.
Lagt fram.
12. 1906219 - Útilífsmiðstöð Hafnarfjarðar
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við verkefnið en óskar eftir að sviðið fái upplýsingar um fyrirhugaðar staðsetningar.
13. 1902291 - Samgönguvika 2019
Kynnt dagskrá Samgönguviku 2019.
Lagt fram.
14. 1903414 - Samþykktir um kattahald, breytingar
Lögð fram yfirfarin samþykkt um kattahald.
Erindi frestað.
15. 1712265 - Votlendi, vernd og endurheimt, lykilhlutverk sveitarfélaga
Lagt fram erindi Votlendissjóðs varðandi kolefnisjöfnun í Krýsuvík.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
Hafnarfjörður- framkvæmdaleyfi Votlendissjóður.pdf
Fundargerðir
16. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð 412 stjórnarfundar auk gagna vegna breyttrar fjárfestinga og fjármögnunaráætlunar SORPU bs.
16. 1901143 - Strætó bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð nr. 308.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05 

Til baka Prenta