Linda Hildur Leifsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar komu með í heimsóknina.
Dagskrá:
Kynningar
1. 1810070 - Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga
Heimsóttir voru tveir staðir. Annars vegar Öldutúnsskóli þar sem deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar skólans, Kristján Hans Óskarsson tók á móti hópnum og sýndi frístundaheimilið Selið og félagsmiðstöðina Ölduna. Hins vegar Skarðshlíðarskóli þar sem deildarstjóri Tómstundamiðstöðvar skólans sýndu hópnum frístundaheimilið Skarðssel og félagsmiðstöðina Skarðið.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Kristjáni og Fjólu fyrir góðar kynningar.