FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1556

Haldinn á hafnarskrifstofu,
28.08.2019 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Guðmundur Fylkisson.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901032 - Hafnarfjarðarhöfn 110 ára
Farið yfir kynningarmál og önnur verkefni tengd 110 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar. Lagt fram minnisblað frá Halldóri Árna Sveinssyni varðandi kvikmyndagerð um Hafnafjarðarhöfn og Sjómannadaginn í Hafnarfirði.

Hafnarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Halldór Árna Sveinsson um gerð kynningarmyndar um Hafnarfjarðarhöfn.
110 ára sýn 2019 3.jpg
Minnisblað vegna kvikmyndar um Hafnarfjarðarhöfn og Sjómannadaginn.docx
Kynningar
2. 1808500 - Fjárhags- og rekstraráætlun 2019
Lagður fram árshlutareikningur Hafnarfjarðarhafnar janúar - júní 2019. Hafnarstjóri fór yfir stöðu á rekstri hafnarinnar.
Jón Grétar Þórsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
a) Hvaða aðilar eru á bak við liðinn „Kröfur á tengda aðila“ undir Veltufjármunir í 6. mánaðaruppgjöri Hafnarfjarðarhafnar jan-jún 2019?
b) Ef um fleiri en einn aðila er að ræða, hvernig skiptast þessar kröfur á þá aðila?
c) Hver er ávöxtun hafnarinar á þessum fjármunum?
Hafnarstjóri lagði fram eftirfarandi svör:
a) Þetta er millilán til bæjarins eins og hafa lengi tíðkast.
b) Eingöngu til bæjarsjóðs.
c) Vaxtakjör eru þau sömu og hjá Lánasjóði sveitarfélaga eða óverðtryggðir 5,6% vextir.

Hafnarfjarðarhöfn - Árshutareikningur 30.06.2019.pdf
Yfirlit jan - jún 2019 töflur.xlsx
3. 1907215 - Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar
Lögð fram til kynningar endurbætt drög að Umhverfisstefnu Hafnarfjarðarhafnar ásamt aðgerðaráætlun.
Stefna og aðgerðaráætl. drög - ágúst 2019.docx
4. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Formaður hafnarstjórnar fór yfir stöðuna vegna vinnu við lokafrágang á rammaskipulagstillögu fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til baka Prenta