FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 681

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
13.08.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Lovísa Björg Traustadóttir, Jón Garðar Snædal Jónsson, Gísli Sveinbergsson, Sigurður Pétur Sigmundsson, Einar Pétur Heiðarsson, Ívar Bragason, Anna María Elíasdóttir.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903295 - Stórhöfði, göngustígur, ábending íbúa
Áskorun íbúa, Páls Línbergs lögð fram. Skorað er á Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar með tölvupósti 11.3.2019 að skipta um skoðun og leggja ekki nýjan reiðstíg yfir núverandi stígakerfi. Bent er á að nóg pláss er á svæðinu fyrir alla.
Opið bréf, áskorun, barst 3.7.2019. "Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar að breyta ekki núverandi Stórhöfðastíg og öðrum hluta stígarins í kringum Stórhöfða, í þriggja metra breiða reiðveg og halda áfram að nota hann einungis í þágu göngu-, hlaupa- og hjólafólks. Og jafnframt að stöðva för fámenna hestamanna nú þegar um sjálfan Stórhöfðastíg og beina þeim frekar á þar til gerða hestavegi, ekki á almennan göngustíg, eins og nú er gert."

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman umsögn varðandi erindið.
Verndum Stórhöfðastíg, opið bréf til bæjarstjórnar
2. 1906399 - Austurgata 36, byggingarleyfi
Umsókn Ingvars Ara Arasonar dags. 26.6.2019 um byggingu einbýlishúss samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 13.06.2019 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 3.7.2019.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags.
6.8.2019-Austurgata 36.pdf
3. 1904066 - Kirkjuvegur 13, fyrirspurn, smáhýsi á lóð
Fyrirspurn Bjargar F. Elíasdóttur um byggingu skúrs á lóð vísað til skipulags- og byggingarráðs frá 578 Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
8. 1907309 - Friðlýsing svæðis, Brennisteinsfjöll, beiðni um athugasemdir
Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar barst 26.7.2019. Um er að ræða svæði 1. Háhitasvæði Brennisteinsfjalla: 68 Brennisteinsfjöll. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30.10.2019.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að mörk friðlýsingarsvæðisins verði skoðuð gaumgæfilega m.t.t. framtíðarnotkunar og aðgengis að svæðinu er varðar m.a. vatnsból bæjarins og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman umsögn.
Tillaga að friðlýsingu, Brennisteinsfjöll, umsagnarbeiðni
Tillaga að friðlýsingu, Brennisteinsfjöll, uppdráttur
9. 1610397 - Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2018 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut í samræmi við 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja nú fyrir. Einnig hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.
Nú er lagður fram uppdráttur er sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
10. 1908058 - Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hjallabraut. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa lágreista íbúðabyggð við Hjallabraut. Óskað er eftir heimild til að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 41.gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi er nær til svæðis við Hjallabraut og að hún verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni er nær til breyttrar landnotkunar á svæðinu sbr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Hjallabraut - Deiliskipulaguppdrattur og skyringar 120819.pdf
11. 0809375 - Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ASK arkitekta vegna breytinga á deiliskipulagi við Ásvelli.
Lagt fram til kynningar.
Fyrirspurnir
4. 1906330 - Álfhella 10, breyting á deiliskipulagi
Umsókn Hagtaks hf. frá 20.06.2019 um deiliskipulagsbreytingu að Álfhellu 10 var vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs af afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 17.7.2019.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn.
5. 1907295 - Brúsastaðir 2, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa
María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson leggja fram þann 25.07.2019 fyrirspurn varðandi mögulega breytingu á deiliskipulagi er nær til lóðarinnar við Brúsastaði 2.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu.
6. 1906042 - Hraunskarð 2, fyrirspurn
Fyrirspurn dags. 3.6. sl. frá Hraunskarð 2 ehf. þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 36 er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og bendir á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu.
Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa
Fyrirspurn Skarðshlíð Reitur 7.pdf
7. 1908018 - Hádegisskarð 3-15, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Snorri ehf. sækir um breytingu á innbyrðis lóðamörkum lóðanna og byggingu parhús í stað einbýlishúss við Hádegisskarð 11. Byggingarreitir innan lóðanna eru færðir til en ekki stækkaðir. Með erindinu fylgja teikningar er sýna fyrirhugaða uppbyggingu innan lóðanna.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og bendir á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu.
Fundargerðir
12. 1903229 - Miðbær, deiliskipulag, starfshópur
Fundargerðir starfshóps lagðar fram.
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur. Fundargerð 8. fundar þ.17. júlí 2019
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur. Fundargerð 7 fundar þ.9. júlí 2019
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur 6. fundur.pdf
Fundargerð 5. fundur.pdf
Miðbær fundargerð 4. fundur.pdf
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur 3. fundur
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur 2. fundur 23.4.2019
Miðbær, deiliskipulag, starfshópur 1. fundur.pdf
13. 1906027F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 758
Lögð fram fundargerð 758. fundar.
14. 1907005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 759
Lögð fram fundargerð 759. fundar.
15. 1907007F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 760
Lögð fram fundargerð 760. fundar.
16. 1907008F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 761
Lögð fram fundargerð 761. fundar.
17. 1907009F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 762
Lögð fram fundargerð 762. fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til baka Prenta