FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð - 393

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
27.06.2019 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Hulda Sólveig Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sævar Gíslason varamaður,
Fundargerð ritaði: Ása Hrund Ottósdóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1905273 - Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum
Lagður fram tölvupóstur frá Unicef á Íslandi dags 22.maí sl. Þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

Tölvupósturinn var lagður fyrir bæjarráð þann 6.júní sl. Bæjarráð vísaði málinu til vinnslu og frekari skoðunar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka saman minnisblað um það hvernig verklagið er hjá Hafnarfjarðarbæ. Mikilvægt að sviðsstjórar fjölskyldusvið og fræðslu- og frístundasviðs fari saman yfir málið og vinni að þessu minnisblaði. Fjölskylduráð óskar eftir kynningu á því hvernig verklagið er á fundi ráðsins þann 30. ágúst næstkomandi
Bókun Bæjarráðs frá 6.6.19- Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum.pdf
Bæjarráð Hafnafjarðarkaupsstaðar.pdf
2. 0908195 - Leiguhúsnæði og húsaleigubætur, reglur um úthlutun
Soffía Ólafsdóttir, deildarstjóri mætir á fundinn og fer yfir úthlutunarreglur varðandi félagslegt húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ.
Fjölskylduráð þakkar Soffíu Ólafsdóttur fyrir góða kynningu úthlutunarreglum varðandi félagslegt húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ.
Kynning á húsnæðismálum 27. júní 2019.pdf
3. 1801069 - Utangarðsfólk, húsnæðisvandi,
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að skipuleggja vinnufund þar sem starfsmenn frá fjölskuldusviði og fjölskylduráð vinna drög að stefnumótun á því hvernig við mætum þeim einstaklingum sem eru heimilislausir.

Þessum vinnufundi á að vera lokið fyrir 15. september næstkomandi
Minnisblað, heimilislausir.pdf
Minnisblað, málefni heimilislausra.pdf
Málefni utangarðsfólk; fyrirspurn.pdf
Álit umboðsmanns Alþingis, frumkvæðisathugun.pdf
Utangarðsfólk í Reykjavík, húsnæðisvandi, athugun.pdf
4. 1704017 - Aldraðir, heilsuefling
Fjölskylduráð fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í þessu verkefni. Ákveðið að framlengja samninginn til 20. júní 2020.
Janus - HEILSUEFLING - Samantekt - Hafnarfjö Rósa - 1.6.19.pdf
5. 1411192 - Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun
Minnisblað lagt fram.
Minnisblað.pdf
Framkvæmdaáætlun Hafnarfjarðar ? barnaverndarmálum 25 11 lokaeintak.pdf
Erindisbréf.pdf
6. 1901204 - Styrkir 2019
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi styrki:

- Bjarkarhlið, 300.000 kr.

- Sjálfsbjörg, 100.000 kr.

- Stígamót, 100.000 kr.

- Geysir, 100.000 kr.
7. 1905119 - Fjölgreinadeild
Lagt fram til kynningar.
Fjölgreinadeild_breytt stórnskipulag.pdf
8. 1408123 - Fötluð ungmenni, búsetuúrræði
Viljayfirlýsing lögð fram og samþykkt.
11. 1904152 - NPA miðstöðin, erindi
Lagt fram. Fjölskylduráð óskar eftir greiningu og sundurliðun á útreikningum NPA miðstöðvarinnar.
2019.06.14 - Viðbót við kjarasamning NPA miðstöðvarinnar við Eflingu-SGS - nýjar launatöflur fyrir 2019.pdf
2019.06.21 - Bréf til sveitarfélaga vegna uppfærðra kjarasamninga.pdf
NPA jafnaðartaxti - Útreikningur og forsendur 2019.pdf
Fundargerðir
9. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Lagt fram.
Fundargerð 5. fundar verkefnastjórnar um hjúkrunarheimilið að Sólvangi.pdf
10. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Lagt fram.
Fundargerð 7. fundar starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu.pdf
Fundargerð 8. fundar starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20 

Til baka Prenta