FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Hafnarstjórn - 1553

Haldinn á hafnarskrifstofu,
11.06.2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen. Magnús Ægir Magnússon. Jón Grétar Þórsson. Jón Ingi Hákonarson. Guðmundur Fylkisson.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1701604 - Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir
Lögð fram drög að verksamningi við Hagtak kt. 460391-2109 vegna framkvæmda við 2. áfanga Háabakka sbr. fundargerð hafnarstjórnar nr. 1552 frá 29. maí sl.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verksamning og felur hafnarstjóra að undirrita hann.
Verksamningur þekja og lagnir - Hagtak júní 2019.pdf
Tilboðsskrá þekja og lagnir - Hagtak júní 2019.pdf
2. 1902571 - Fornubúðir 5, ósk um eftirgjöf af gatnagerðargjöldum.
Lagður fram tölvupóstur frá Fornubúðum fasteignafélagi hf. dags. 7. júní 2019 þar sem afturkallað er erindi félagsins dags. 27. febrúar 2019 þar sem óskað var niðurfellingar hluta gatnagerðargjalda vegna nýbyggingar við Fornubúðir 5.
Afturköllun á erindi frá Fornubúðum 5 v. gatnagerðargjalda.docx
FW: FW: Erindi til Bæjarráðs
Kynningar
3. 1801143 - Þytur og slippsvæði - grjótvörn og göngustígur
Lögð fram tillaga frá skipulags og framkvæmdasviði að staðsetningu og legu bráðabirgðagöngustígs yfir slippsvæðið að lóð Siglingaklúbbsins Þyturs dags 28. maí sl. Rætt um frekari útfærslur og fyrirkomulag.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skoða nánar með skipulagssviði möguleika á betri útfærslu á gönguleið austan við lóðamörk slippsvæðisins.
4. 1806317 - Uppbygging á hafnarsvæðinu
Farið yfir stöðu vinnu við gerða rammaskipulags og undirbúning almenns kynningarfundar. Lögð fram fundargerð samráðsnefndar frá 6. júní sl.
16. fundur samráðsnefndar 6. júní 2019.docx
5. 1905316 - Viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar
Haafnarstjóri kynnti uppfærða útgáfu af viðbragðsáætlun við bráðamengun fyrir Hafnarfjarðarhöfn.
Viðbragðsáætlun við bráðamengun -útgáfa maí 2019.docx
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta