FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3521

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
11.06.2019 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson. Kristinn Andersen. Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir. Jón Ingi Hákonarson. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Sigurður Þórður Ragnarsson.
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1802242 - Sólvangur hjúkrunarheimili, kröfur Munck á Íslandi á hendur Hafnarfjarðarbæ, verksamningur
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.júní sl.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Örn Guðmundsson frá VSB mæta á fundinn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til aukafundar ráðsins sem verður þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 9.

Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Varðandi umræður um samkomulag um uppgjör vegna hjúkrunarheimilis á Sólvangi óskar fulltrúi Samfylkingar eftir svörum við eftirfarandi:
- Frá áramótum hafa staðið viðræður við verktaka vegna verksins. Hvers vegna hefur staða málsins ekki verið kynnt bæjarráði fyrr en nú?
- Hversu miklar tafir hafa orðið á verkefninu frá upphaflegri áætlun og hvaða ástæður eru fyrir þeim töfum?
- Hver var upphafleg kostnaðaráætlun við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi? Hvað var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu kosta skv. fjárhagsáætlun og hvað er nú gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði mikill?
- Hver er greiðslustaða verkefnisins nú, þ.e. hvað hefur Hafnarfjarðarbær greitt vegna framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi?

Adda María Jóhannsdóttir

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða sáttagjörð milli Munck Ísland ehf., og Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Samkvæmt samkomulaginu verður hjúkrunarheimilið tilbúið og afhent rekstraraðila 28. júní 2019.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Með þessari sáttagjörð nú milli Hafnarfjarðarbæjar og verktaka verður opnun hjúkrunarheimilisins á Sólvangi að veruleika nú í sumar. Það er hins vegar miður að bygging þess hafi tafist sem raun ber vitni en áætluð verklok voru upphaflega í september 2018.

Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa síðustu misseri gert athugasemdir við það hvernig staðið hefur verið að málum varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu var ákveðið í upphafi kjörtímabilsins 2014-2018 að hverfa frá fyrirhugaðri uppbyggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða í Skarðshlíð. Áætlað var að hjúkrunarheimilið opnaði snemma árs 2016 og hefði það því verið starfandi í um tvö og hálft ár ef áætlanir um það hefðu ekki verið slegnar út af borðinu.

Adda María JóhannsdóttirFleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta