FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 737

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.01.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Þormóður Sveinsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1808058 - Hvaleyrarbraut 12, byggingarleyfi, breyting
Sýningaljós slf. sækir þann 08.08.2018 um breytingu vegna stækkunar á lóð samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 03.08.2018.
Nýjar teikningar bárust 9.1.2019

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 1811231 - Lónsbraut 54, breyting á gluggum og stiga
Thorco ehf. sækir þann 14.11.2018 um leyfi til að breyta gluggum og stiga samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 26.4.2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
3. 1811170 - Suðurhella 8, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 21.11.2018 var samþykkt að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu við Suðurhellu 8 skv. 1.mgr. samþykktar um embættisagreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar. Breytingarnar voru grennarkynntar frá 28.11.2018-02.01.2019. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að deiliskipulagsbreyting sú sem grenndarkynnt hefur verið skuli lokið i samræmi við 2.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar.
4. 1901034 - Einhella 11, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu á byggingarreit
Fyrirspurn Eignataks ehf. dags. 03.01.2019 varðandi stækkun byggingarreits að Einhellu 11 samkvæmt tillögum Tvíhorfs arkitekta.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
C-hluti erindi endursend
5. 1810226 - Íshella 7, reyndarteikningar á mhl 02.
Járn og Blikk ehf. leggur inn reyndarteikningar þann 19.10.2018 unnar í október 2018 af Hauki Ásgeirssyni. Breyting inni.
Nýjar teikningar dags.18.10.2018 bárust 02.01.2019.

Frestað gögn ófullnægjandi.
6. 18129678 - Hellubraut 5, byggingarleyfi
Gunnar Hjaltalín sækir 28.12.2018 um að breyta áður samþykktum teikningum vegna byggingu einbýlishúss samkvæmt teikningum Helga M. Hallgrímssonar dagsettar 20.12.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
7. 18129679 - Hellubraut 7, byggingarleyfi
Gunnar Hjaltalín sækir 28.12.2018 um að breyta áður samþykktum teikningum vegna byggingu einbýlishúss samkvæmt teikningum Helga M. Hallgrímssonar dagsettar 20.12.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
8. 18129632 - Hnoðravellir 5, fyrirspurn
Sigurður Karl Magnússon leggur 20.12.2018 inn fyrirspurn vegna girðingar 20 cm frá lóðarmörkum við bæjarland. Um er að ræða einfalda klædda girðingu c.a. 100 cm á hæð og 2,5 cm bil er á milli þjala. Girðingin er reist bakvið hleðsluvegg og er heildarhæð 170 cm.
Tekið er neikvætt í fyrirspurnina. Taka þarf af horni skjólveggjar við gestastæði. Einnig þarf að lækka skjólvegg við götu að Hnoðravöllum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta