FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 736

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
02.01.2019 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir. Berglind Guðmundsdóttir. Anna María Elíasdóttir.
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 1810192 - Vesturvangur 46, viðbygging
Trausti Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við suðvesturhluta húss samkvæmt teikningum Guðmundar Unnarssonar dagsettar 29.8.2018.
Nýjar teikningar dags. 12.11.2018 bárust 20.11.2018.
Nýjar teikningar bárust þann 20.12.2018.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, stækkun 30,2m2 og 130.6m3.
2. 18129604 - Selhella 9, breyting
Vesturkantur ehf. sækir þann 19.12.2018 um að setja fellihurð á norðurgafl, fjarlægja hleðslugryfju og bæta við gönguhurð á austurhlið samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 13.07.2006 stimplaðar af SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 18129652 - Íshella 8, breyting
Reginn hf. sækir 21.12.2018 um breytingar á byggingaráformum. Viðbyggingu frestað nema við norðvesturhlið húss samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dagsettar 10.12.2018 stimplaðar frá SHS.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 18129664 - Reykjavíkurvegur 50, breyting
Festi fasteignir ehf. sækja 27.12.2018 um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum G.Odds Víðissonar dagsettar 18.12.2018 með stimplum SHS og brunahönnun.
Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 1709780 - Klettahraun 23, breyting á þaki
Magnús Ingi Óskarsson og Signý Jóhannesdóttir sækja þann 28.09.2017 um breytingu á samþykktum teikningum vegna mygluskemmda sem orsökuðu að skipta þurfti um þak samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 07.03.2017. Nýjar teikningar bárust þann 28.12.2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
7. 18129647 - Úthlíð 1, viðbygging
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 21.12.2018 um viðbyggingu við Úthlíð 1 samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 20.12.2018.
Erindið verður sent í grenndarkynningu þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit. Grenndarkynning verður send á Úthlíð 2 og Skógarhlíð 1.
C-hluti erindi endursend
6. 1808058 - Hvaleyrarbraut 12, byggingarleyfi
Sýningaljós slf. sækir þann 08.08.2018 um breytingu vegna stækkunar á lóð samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 03.08.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
8. 18129598 - Mosabarð 15, stækkun á húsi
Elsa Esther Kristófersdóttir sækir þann 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar dags. 10.12.2018.
Frestað gögn ófullnægjandi.
9. 18129663 - Miðvangur 143, byggingarleyfi, viðbygging
Díana Rós A. Rivera og Hrund S Þórisdóttir sækja um viðbyggingu við eina séreign raðhúss, byggt ofan á bílskúr. Með viðbyggingunni bætist við stórt svefnherbergi með fataherbergi og þvottahúsi. Um leið er gengið frá þaki bílskúrs sem þarfnast viðgerða samkvæmt teikningum Helga Steinars Helgasonar dags. 20.12.2018. Samþykki nágranna barst einnig.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta