|
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason |
|
Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Sigurði Þ. Ragnarssyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni en í þeirra stað mæta Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og Valdimar Víðisson.
Forseti bæjarstjórnar Kristinn Andersen setti fundinn og stjórnaði honum. |
|
|
Almenn erindi |
1. 1712136 - Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, fyrirspurn |
Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
|
|
|
|
2. 1811285 - Hjallastefnan, starf fyrir 5 ára börn |
Friðþjófur Karlsson tekur til máls. Til adnsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Andsvari svarar Adda María Jóhannsdóttir. Kristín Thoroddsen kemur að andsvari öðru sinni.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Adda María kemur til máls öðru sinni.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Hjallastefnuna með 9 greiddum atkvæðum og þau Adda María Jóhannsdóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að fræðsluráð skoði hvort þessi breyting á samningi um leikskóla Hjalla kalli á endurskoðun á samningi um rekstur Grunnskóla Hjallastefnunnar, m.t.t. fjölda nemenda hverju sinni.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar ítreka og minna á mikilvægi þess að hugað sé að öllum hverfum bæjarins þegar kemur að þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem leikskólar eru.
Adda María Jóhannsdóttir Friðþjófur Helgi Karlsson
|
|
|
|
|
|
3. 18129536 - Systkinaafsláttur, hádegismatur fyrir hafnfirsk grunnskólabörn |
Til máls tekur Jón Ingi Hákonarson og til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Einnig tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Þá næst tekur til máls Helga Ingólfsdóttir.
Þá tekur Bjarney Grendal Jóhannesdóttir og til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.
Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Þá Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Adda María svarar andsvari og Kristín kemur til andsvars öðru sinni.
Næst til máls tekur Valdimar Víðisson.
Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða niðurfellingu fæðisgjalda í grunnskólum ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði.
|
|
|
|
|
|
4. 18129558 - Þjónustusamningur, Bogfimifélagið Hrói Höttur |
Til máls tekur Kristín Thoroddsen.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning við Bogfimifélagið Hróa Hött. |
|
|
|
|
|
5. 1811278 - Álfhella 5, lóðarumsókn |
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni nr. 5 við Álfhellu verði úthlutað til Borgarafls ehf. |
|
|
|
|
|
6. 1810180 - Lífsgæðasetur St. Jó, gjaldskrá |
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá. |
|
|
|
|
|
7. 1408123 - Fötluð ungmenni, búsetuúrræði |
Til máls tekur Valdimar Víðisson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir.
Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson og næst Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Jón Ingi Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi þjónustusamning. |
|
|
|
|
|
|
Fundargerðir |
8. 1801218 - Fundargerðir 2018, til kynningar í bæjarstjórn. |
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls undir fundargerð fjölskylduráðs frá 21. desember sl.
Friðþjófur Helgi Karlssn tekur til máls undir 6. lið skipulags- og byggingarráðs frá 18. desember sl.
Einnig tekur Friðþjófur Helgi til máls öðru sinni undir 3. lið í fundargerð fræðsluráðs 19. desember sl. |
|
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:11 |