FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 654

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
14.08.2018 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson. Ágúst Bjarni Garðarsson. Lovísa Björg Traustadóttir. Gísli Sveinbergsson. Sigurður Pétur Sigmundsson. Einar Pétur Heiðarsson.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1808180 - Fornubúðir 5, skipulagsbreyting
Með úrskurði ÚUA þann 12. júlí s.l. var samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 felld úr gildi. Jafnframt var samþykkt byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 27 mars s.l. á umsókn um byggingu skrifstofu- og rannsóknarhúss sem tengist sjávarútvegi felld úr gildi.

Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 12 júlí s.l. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar breytingu á greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 um landnotkunarflokk H. Lýsing skipulagsverkefnisins dags 19.07.2018 samanber 1. mgr. 30 gr. sömu laga var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20.07.2018. Jafnframt lagt fram deiliskipulag lóarinnar Fornubúða 5 dags. 10.08.2018.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða:
"Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 10.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5."
andmæli við "Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, hafnarsvæði H1 Fornubúðir"
Athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingar að Fornubúðum 5.pdf
1701_deilskipulagsbreyting 01 (1).pdf
ASK_2013_2025_Sudurhofn_08082018.pdf
ASK_2013_2025_Sudurhofn_ein_mynd_08082018.pdf
2. 1805076 - Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur
Lögð fram breyting með vísan til 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes.
Skipulagslýsing dags. 22. maí 2018 var samþykkt 10.07.2018 í skipulags- og byggingarráði. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19.07.2018 um ákvörðun á matskyldu.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31. gr. skipulagslaga 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025."
ASK_2013_2025_Haspennulina_faersla_08082018.pdf
Hamraneslínur.pdf
3. 1804119 - Brattakinn 12, breyting á skipulagi
Atli Steinn Jónsson óskar eftir með umsókn dags. 6.4. 2018 að fara í deiliskipulagsbreytingu. Breytingin nær til lóðarinnar við Bröttukinn 12 og felst í að komið verði fyrir auka stæði innan lóðar. Með erindinu fylgja skissur er sýna fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að gera heildstæða úttekt á bílastæðamálum í Kinnahverfinu.
2018-04-03 (1).png
Kinnar -Skipulag_04.09.2007.pdf
4. 1606249 - Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar
Lögð fram greinagerð starfshóps bæjarráðs um mótun framtíðarstefnu á uppbyggingu ferðaþjónustu.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögur starfshóps um framtíðarstefnu á uppbyggingu ferðaþjónustu.
Greinargerð ferðaþjónustuhóps til bæjarráðs 23 febrúar 2017.pdf
5. 1701084 - Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að uppbyggingu og þróun Hamraness sem nýbyggingarsvæðis.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna greinagerð er varðar framvindu deiliskipulagsins og úthlutunarleiðir.
Hamranes 1 minnisblað 13.08.2018.doc
6. 1806391 - Brenniskarð 1-3, fyrirspurn
Þrastarverk ehf. leggja fram fyrirspurn um að byggja fjölbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.07.2017. Sjá nánar á meðfylgjandi bréfi með umsókn.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði fyrirspurninni til skipulags- og byggingarráðs á fundi þann 25.7. s.l.

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um skipulagsskilmál varðandi bílakjallara og bílastæði.
Brenniskarð 1-3, bréf
Brenniskard_1-3_005.pdf
Brenniskard_1-3_006.pdf
7. 1602144 - Þéttingarsvæði, deiliskipulag
Tekin til umræðu deiliskipulagsvinna á þéttingarsvæðum.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að yfirfara fyrirliggjandi þéttingarskýrslu auk annarra svæða með hliðsjón af hugsanlegri uppbyggingu.
Hafnarfjörður Þétting byggðar.pdf
8. 0710169 - Óla Run tún, hugmyndasamkeppni.
Uppbygging á Óla Run túni tekin til umfjöllunar.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hvaleyrarholt_sudaust_samt.301203.pdf
Tilllaga frá 2001.pdf
9. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fyrirspurnir
10. 1808042 - Einhella 1,Fyrirspurn
Strókur ehf. óskar eftir að samnýta lóðirnar við Álfhellu 2 og Einhellu 1 og 3. Fyrirhuguð samnýting lóðanna gæti hent starfsemi sem Vegagerð Ríkisins.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi úrvinnslu erindisins með hliðsjón af bréfi og tillögu Zeppilín arkitekta dags. 06.08.2018 og 08.08.2018.
Einhella 1,umsögn vegna erindis
180806-Álfhella 2-Vegagerð Ríkisins-fyrirspurn.pdf
Fundargerðir
11. 1807001F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 712
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 4.7. s.l.
Lagt fram til kynningar.
12. 1807007F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 713
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 11.7. s.l.
Lagt fram til kynningar.
13. 1807010F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 714
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 18.7. s.l.
Lagt fram til kynningar.
14. 1807012F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 715
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 25.7. s.l.
Lagt fram til kynningar.
15. 1807013F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 716
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 1.8. s.l.
Lagt fram til kynningar.
Boðað verður til kynningarfundar fyrir skipulags- og byggingarráð um lagaumhverfi ráðsins og fleira í september/október.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:16 

Til baka Prenta