FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags- og byggingarráð - 642

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
09.02.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður,
Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður,
Pétur Óskarsson aðalmaður,
Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður,
Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1701084 - Hamranes, nýbyggingarsvæði
Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að uppbyggingu og þróun Hamraness sem nýbyggingarsvæðis.
Fulltrúar VA arkitekta mættu til fundarins og kynntu.
Kynning.
2. 1702264 - Hraunskarð 2, fjölgun íbúða
Lagt fram erindi Bjargs íbúðafélags dags. 11. jan. 2018 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 42 í 54 í 3 húsum.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018 er varðar skilmálabreytinguna.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018.
Bréf til skipulagsráðs Hf 11012018.pdf
Bjarg íbúðarfélag svar. v. bréfi 11.01.2018.pdf
3. 1711409 - Knatthús í Hafnarfirði
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 28.11.2018 óskuðu fulltrúar Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar eftir umræðu um staðsetningu knatthúsa í Hafnarfirði. Afgreiðslu erindisins var frestað með vísan til þess að lögð yrði fram tillaga að verkefnalýsingu af hálfu fulltrúum Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um deiliskipulagsforsendur fyrir nýju knatthúsi í Kaplakrika.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vísar til bókunar sinnar 28.11. s.l.
4. 1509436 - Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gefa umsögn um framkomnar athugasemdir.
2017.08.16_deiliskipulag Sörla_tillaga.pdf
Sörli athugasemdir vegna deiliskipulags..pdf
5. 1511091 - FH Kaplakrika, ábending vegna ljósaskiltis á girðingu
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 8. apríl 2015 heimilaði skipulags- og byggingarfulltrúi uppsetningu markatöflu innan lóðar FH við Kaplakrika en vísaði jafnframt í samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar varðandi blikk og ljósmagn. Athugasemdir hafa verið gerðar við staðsettningu, hæð og gerð skiltis með vísan til samþykktra uppdrátt.
Lögð fram samanburðargögn mælingarmans Hafnarfjarðar ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi umsögn dags. 05.02.2018.
Kaplakriki mæling á samþ. uppdrætti..pdf
kapalkriki mæling á skilti. 1.pdf
Markatafla Kaplakriki 01.04.2015.pdf
Kaplakriki ums. u. skilti 05.02.2018.pdf
Undirritað bréf til FH.pdf
6. 1511220 - Íshella 1,3 og 3a. deiliskipulagsbreyting.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23.01.2018 að afgreiðslu deiliskipulagsbreytingarinnar yrði lokið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við breytinguna með vísan til 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þess efnis að lagfæra þyrfti texta deiliskipulagsins.
Lagður fram breyttur deiliskipulagsuppdráttur í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. skipulagslaga 123/2010".
Íshella 1-3a Dsk.br.jan30_LOKA2.pdf
Íshella 1-3_aths.Skip.st.skv.símtali.pdf
7. 1708457 - Hraun vestur, deiliskipulag
Krads og Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónssonar og félagar kynntu stöðu deiliskipulagsvinnunar fyrir svæðið Hraun vestur.
Kynning.
8. 1411212 - Borgarlína
Tekið til umfjöllunar.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að aðalskipulagsbreytingu vegna borgarlínu.
9. 1801286 - Þjóðlendur, stofnun fasteigna
Með bréfi dags. 31. desember 2017 sækir forsætisráðuneytið um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001. Landssvæðið sem óskast stofnað er þjóðlenda samkvæmt úrskurði byggðanefndar í máli nr. 2/2004, dags. 31. maí 2006 og dómi Hæstaréttar Ísland í máli nr. 768/2009, dags. 11. nóvember 2010. Um þjóðlenduna fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998. Umrædd þjóðlenda er innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011, dags. 20. júní 2014 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 862/2016, dags. 16. nóvember 2017.

Afmörkun þjóðlendunnar: Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands er þjóðlenda: Frá Markargili í Undirhlíðum er farið norðaustur að Hæstaholti í Dauðadölum. Þaðan er dregin lína til suðurs með því að tekin er stefna af Húsfelli og þeirri stefnu fylgt frá framangreindu Hæstaholti á Dauðadölum að skurðarpunkti við dæmd norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur. Frá þeim skurðarpunkti ráða norðurmörk Krýsuvíkur til vesturs að fyrrnefndu Markargili í Undirhlíðum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi forsætisráðuneytisins og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn samþykkir umsókn forsætisráðuneytisins um stofnun þjóðlendu og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast stofnun þjóðlendunnar.“

Fylgiskjöl með beiðni um stofnun fasteigna (þjóðlenda) úrskurðir og dómar.pdf
Landspildublað Skógræktrsvæði norðan Krýsuvíku en sunnan Garðakirkjulands.pdf
Afréttur Álftaneshrepps hins forna, beiðni um stofnun fasteignar(þjóðlendu).pdf
Landspildublað Afréttur Álftaneshrepps hins forna.pdf
Skógræktarsvæði norðan Krýsuvíkur en sunnan Garðakirkjulands, beiðni um stofnun fasteignar(þjóðlendu).pdf
10. 1211376 - Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 i tengslum við gerð nýs deiliskipulags við Ásvallabraut. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2. mgr. 30. gr þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Búið er að kynna lýsingu fyrir almenningi og hagsmunaaðilum og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunnar.

Kynning á aðalskipulagsbreytingunni og forsendur hennar hefur farið fram í almennri kynningu ásamt kynningu vegna nýs deiliskipulags Ásvallabrautar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010 og skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
'Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig er samþykkt að auglýsa tillögu deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010.
Lega Ásvallabrautar og tenging við Kaldárselsveg, lýsing svar skipulagsstofnunar.pdf
11. 1708458 - Lækjargata 2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkitektastofanna Krads og Tripólí að deiliskipulagi Lækjargötu 2, Dvergsreits dags. 05.02.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og málsmeferð í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Dvergslóð_Kynning_23.01.2018.pdf
Lækjarg.2_Dsk.br.9.2.18_Drög.pdf
12. 1706356 - Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun
Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar tekið til umræðu að nýju en það er að grunni til frá 2001 með seinni tíma breytingum. Afmörkun miðbæjarins er svæði sem afmarkast af Víkingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að safnahúsum við Vesturgötu.
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að framhaldi verksins.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir áframhaldandi vinnu verksins í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa sem fram kemur í minnisblaði dags. 5. feb. 2018.
Deiliskipulag miðbæjar. feb. 2018..pdf
13. 1801553 - Rauðhella 3, fyrirspurn
Svava Björk Jónsdóttir leggur inn fyrirspurn þann 25.01.2018 þar sem óskað er eftir stækkun á lóðinni Rauðhella 3 til norðurs og vesturs, en þegar er búið að byggja einhverjar byggingar utan lóðar til norðurs á Rauðhellu 3.
Afgreiðslu frestað.
1709-FYRIRSPURN TIL SKIPULAGS10.01.2018----.pdf
14. 1510199 - Flensborgarhöfn, aðgengi að svæðinu
Lagt fram erindi Önnu Maríu Karlsdóttur o.fl. f.h. Íshúss Hafnarfjarðar o.fl. dags. 01.02. 2018 varðandi aðgengi að svæðinu við smábátahöfnina, gamla íshúsið og Drafnarhúsið.
Sambærilegt erindi var til umfjöllunar í október 2015.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfullrúa að skoða aðal- og deiliskipulag svæðisins með hliðsjón af gangandi umferð á svæðinu.
Umferðaröryggi við suðurenda Strandgötu.pdf
15. 1709781 - Aðveitustöð HS Veitna í Hamranesi
HS Veitur hf. Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ óskuðu eftir heimild til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðar við Hamranes vegna tengivirkis samkvæmt uppdrætti Batterísins arkitekta dags. 03.11.2017.
Skipulags- og byggingarráð heimilaði auglýsingu á fundi sínum þann 14.11.2017. Deiliskipulagið var auglýst frá 20.12.2017-01.02.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að afgreiðslu deiliskipulagsins verði lokið með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1709-DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR-01 1709-Deiliskipulagsuppdráttur-ÚTG. 2.pdf
Bréf.Landsnet.ábending.17.1.18.pdf
16. 1604501 - Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag
Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 18.12.2017 var samþykkt breyting á skilmálum íbúðarhúsa í 2. áfanga Skarðshlíðarhverfis. Breytingin var auglýst frá 21.12.2017-01.02.2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að afgreiðslu deiliskipulagsins verði lokið með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skarðshlíð 2. áfangi_greinarg.13.12.2017.pdf
17. 1206124 - Fundargerðir, reglur um fylgiskjöl
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum frá 2012 teknar til umfjöllunar.
Til upplýsinga.
Samþykktar reglur um birtingu gagna með fundargerð.pdf
18. 1801490 - Vikurskarð 12, fyrirspurn,
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrú 24.1. 2018 vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
"Óðalhús ehf. sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 18.12.2017."
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018 og fellst ekki á þau frávik frá skipulagi sem óskað er eftir eins og þau liggja fyrir.
Víkurskard_12_.pdf
Víkurskard_12_002.pdf
Víkurskard_12_003.pdf
Víkurskard_12_004.pdf
Víkurskard_12_005.pdf
Vikurskarð 12, umsögn vegna fyrirspurnar.pdf
19. 1706355 - Strandgata 30, byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi 220 Miðbær ehf. dags. 23.6.2017 um að byggja 5.hæða hús með inndreginni, 5.hæð og inngarði fyrir hótel á efri hæðum og þjónustu á verslun á 1.hæð samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dags. 22.6.2017 og 22.01.2018.
Skipulags- og byggingarráð fellst á framlagða uppdrætti með vísan til skilmála.
Strandgata_30_002.pdf
Strandgata_30_008.pdf
Strandgata_30_009.pdf
Strandgata_30_010.pdf
20. 1801397 - Reykjavíkurvegur 60, skjólpallur
JM veitingar ehf. sótti 16.1.2018 um leyfi að setja timbur sjólvegg 1,80cm á hæð, samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dagsettar 30.11.2017.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjaði erindinu með hliðsjón af ákvæði um gangstéttir við hús í lóðarleigussamningi.
Að beiðni fulltrúa VG er erindið tekið fyrir.
Til umfjöllunar.
Reykjavíkurvegur 60 lóðarsam..pdf
Olstofan_Reykjavikurvegi_60_.pdf
Olstofan_Reykjavikurvegi_60_002.pdf
Reykja 60 Umsögn-synjun..pdf
Reykjavv. 60 mælib..pdf
Fundargerðir
21. 16011235 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir
Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 26.1.2018.
Lagt fram til kynningar.
7. liður fundargerðarinnar, Umferðarflæði um Garaðhraun. Fyrirhuguð lokun á vegtengingu við Herjólfsbraut, tekinn til umfjöllunar.
SSK_81.fundargerd_26.01.2018.pdf
22. 1801017F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 691
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 24.1. s.l.
Lagt fram til kynningar.
Pétur Óskarsson vék af fundi kl. 11:25 að lokinni umfjöllun 11. dagskrárliðar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15 

Til baka Prenta