FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3559

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
22.10.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Auk þeirra sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1510229 - Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017
Ása B.Sandholt lögmaður og Ólafur H. Harðarson mannauðsráðsgjafi mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og yfirferðina á jafnréttisáætlun, jafnréttis- og mannréttindastefnu bæjarfélagsins. Umræður.
2. 2010410 - Umsögn um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Lagt fram frumvarp til laga um jafn stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Lagt fram.
Frá nefndasviði Alþingis - 14. mál til umsagnar.pdf
3. 2010411 - Umsögn um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála
Lagt fram frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála
Lagt fram.
Frá nefndasviði Alþingis - 15. mál til umsagnar.pdf
4. 2008679 - Launuð námsleyfi vor 2021
Lagðar fram umsóknir um launuð námsleyfi vor 2021.
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um að fimm aðilum verði veitt launað námsleyfi á vorönn 2021.
5. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
6. 2004407 - HS Veitur hf, sala hlutabréfa
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
"Bæjarráð leggur til að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði í hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS-Veitum hf.“

Tillaga:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlista leggja til að málið verði lagt í dóm hafnfirskra kjósenda með íbúakosningu.

Greinargerð:
Það er mikilvægt að framkvæma íbúakosningu um þetta umdeilda mál og leiða þannig vilja bæjarbúa í ljós. Til þess eru ríkar ástæður:
Í fyrsta lagi átti engin umræða sér stað um eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum eða öðrum fyrirtækjum fyrir kosningar. Einkavæðing opinberra orkuinnviða var ekki á stefnuskrá neins flokks. Enginn fulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var kosinn til að framfylgja þeirri stefnu.
Í öðru lagi fengu þeir flokkar sem mynda meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar færri atkvæði í síðustu kosningum en flokkarnir í minnihlutanum. Þessi staðreynd hlýtur að setja þá kröfu á meirihlutann að hann sýni auðmýkt og samstarfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meirihluta í bæjarstjórn.
Í þriðja lagi er um gríðarlega umdeilt mál að ræða sem snertir bæði framtíðartekjur bæjarins og fyrirkomulag eignarhalds á orkuinnviðum. Slíkt krefst mun meiri umræðu og samráðs við bæjarbúa en raun ber vitni í þessu máli.

Fundarhlé gert kl. 10:15
Fundir fram haldið kl. 10:38

Tillagan er borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Niðurstaða söluferlisins er fagnaðarefni. Ljóst er að mjög gott verð hefur fengist fyrir hlutinn og bent er á að með sölunni eignast lífeyrissjóðir (sem eru yfir 90% bjóðenda) hlut bæjarins sem verður þá áfram í eigu almennings. Um minnihlutaeign í HS-Veitum er að ræða og hefur salan engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Salan dregur verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. Andvirði sölunnar gefur Hafnarfjarðarbæ jafnframt færi á því að sækja fram af meiri krafti með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og draga úr skaða vegna Kovid-19 faraldursins.
Niðurstaða nýlegrar undirskriftasöfnunar sýnir og staðfestir að ekki er tilefni til að halda íbúakosningu um málið.

Fundarhlé gert kl. 10:45
Fundi fram haldið kl. 10:55

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er grundvallarmunur á tilgangi lífeyrissjóða og sveitarfélaga með eign í grunninnviðum. Lífeyrissjóðir eru fagfjárfestar sem ber lagaleg skylda til að skila arði af fjárfestingum sínum. Arður af flutningskerfi raforku verður einungis sóttur í vasa notenda þjónustunnar. Markmið sveitarfélags með eign í grunninnviðum er fyrst og fremst að tryggja örugga þjónustu á hagstæðum kjörum fyrir notendur.
Frá árinu 2013, þegar sá aðili sem nú hefur boðið í hlut Hafnarfjarðarbæjar keypti fyrst í HS veitum, hafa arðgreiðslur til eigenda aukist til muna. Sú þróun mun líklega frekar aukast en minnka ef sala á hlut Hafnfirðinga gengur eftir. Með sölunni stuðlar meirihluti bæjarstjórnar því að auknum arðgreiðslum út úr rekstri veitnanna, með tilheyrandi áhættu fyrir verð þjónustunnar til notenda.

Fundarhlé gert kl. 10:59
Fundi fram haldið kl. 11:03

Tillaga:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks fara fram á að málinu verði frestað þar til fyrir liggur hver aðkoma ríkisins verður í rekstrarvanda sveitarfélaga.

Tillagan borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Meirihlutinn vísar í fyrri bókun sína undir sama lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti.

Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks lýsa furðu á þeirri afstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að verjandi sé að leggja til sölu á hlut bæjarins í HS Veitum á þessum tímapunkti.
Á fundi bæjarráðs í dag liggur fyrir röksemdafærsla fyrir sölunni sem í vantar mikilvæga þætti sem varða hagsmuni bæjarbúa. Ljóst má vera af umræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, bæði í fjölmiðlum og á pólitískum vettvangi, að sterk rök hníga að því að ríkissjóður verði að stíga inn með afgerandi hætti, annað hvort með afar hagstæðum lánum á ríkis- og/eða Seðlabankakjörum eða þá með beinum framlögum til að mæta tekjutapi. Samanburður innan OECD styður þau rök með afgerandi hætti.
Sú greining sem meirihlutinn leggur fram til stuðnings á sölu almannaeignar í grunninnviðum tekur ekkert tillit til þess að þessi ríkisstuðningur sé til umræðu. Því er haldið fram að það felist bein áhætta í því að bærinn eigi áfram hlut sinn í HS Veitum en ekki vikið að því orði hvort áhætta geti falist í því að selja of snemma.
Í gögnum með málinu er talið til áhættu að Hafnarfjörður geti orðið innlyksa með hlut sinn ef Reykjanesbær ákveði að selja leyfilegan hluta opinberra aðila í HS Veitum. Fulltrúum minnihlutans vitanlega hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Reykjanesbær sé í söluhugleiðgum. Því er asi málsins af hálfu meirihlutans óskiljanlegur.
Síðast en alls ekki síst skal því haldið til haga að bæjarbúar hafa ekki verið spurðir álits á málinu, enda var sala á almannaeign alls ekki til umræðu í síðustu kosningum. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa hafnað boði minnihlutans um aukið samstarf þvert á pólitískar línur í þeim stóru verkefnum sem framundan eru í rekstri bæjarins. Það skref sem þau stíga hér í dag er glögglega til marks um það að þeim hugnast best að keyra mál í gegn með meirihlutavaldi.

Fundarhlé gert kl. 11:16
Fundi fram haldið kl. 11:25

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Ákvörðun meirihluta bæjarráðs í dag er tekin að vel ígrunduðu máli, með hag íbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi.


Kynning á lokatilboði, Kvika, 20.10.2020 (002).pdf
Kynning HSVeitur og lántökur 22.10.2010.pdf
7. 2007447 - Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi
Tekið fyrir að nýju.
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður.
8. 2001560 - Húsnæði stjórnsýslunnar
Bæjarráð samþykkir breytta tímaáætlun.
Bæjarráð samþykkir að Sigrún Sverrisdóttir komi inn í starfshópinn í stað Öddu Maríu Jóhannsdóttur.
9. 2002122 - Brekkugata 6
Lagt fram afsal um kaup á 40% hluta í Brekkugötu 6. Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir kaup á 40% hluta lóðarinnar Brekkugötu 6 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
10. 2010460 - Heilbrigðiseftirit Hafnarfjarðar-Kópavogs og Garðabæjar fjárhagsáætlun 2021 og gjaldskrár.
Lögð fram fjárhagsáætlun 2021 og tillögur að gjaldskrá 2021 heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar verði samþykkt.

Bréf til bæjarstjóra og fjármálastjóra vegna 2021.pdf
Samantekt fjárhagsáætlunar 2021 lokaútg.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2021 - útsent.pdf
GJALDSKRÁ fyrir matvæla-, heilbrigðis og mengunareftirlit 2021.pdf
GJALDSKRÁ fyrir hundahald 2021.pdf
11. 2010298 - Heilbrigiðiseftirlitssvæði
Lagt fram erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarkaupstaðar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar.
Hafnarfjarðarkaupsstaður_undirritað erindi, UMH20040040.pdf
12. 1801574 - Stjórnsýsla sveitarfélaga, eftirlitshlutverk, samningar, erindi
Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna að málinu.
Frumkvæðisathugun ráðuneytis á samstarfssamningum, bréf ráðuneytis.pdf
13. 1903474 - Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi
Lögð fram útboðsgögn
Bæjarráð þakkar framkvæmdanefndinni góð störf og leggur til að málið verði unnið áfram samkvæmt fyrirliggjandi tillögum nefndarinnar. Málinu vísað áfram í vinnu við fjárhagsáætlun.

10-20156-Reiðhöll Sörla-Útboð á hönnun-loka-2020-09-23.pdf
14. 2010357 - Samtök orkusveitarfélaga, aðalfundur 2020
Lagt fram fundarboð Samtaka orkusveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 13:00, fjarfundur.
Lagt fram.
Dagskrá aðalfundar 2020.pdf
15. 1909291 - Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
16. 2009499 - Reykjavíkurvegur 39, lóðarleigusamningur
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
17. 2010415 - Íshella 8, lóðarleigusamningur
Drög að lóðarleigusamning um Íshellu 8 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
18. 2007685 - Íshella 8a, breyting á lóð
Drög að lóðarleigusamning um Íshellu 8a sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
19. 2006130 - Fluguskeið 9a, umsókn um lóð, úthlutun,skil
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Fluguskeiði 9A þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir skil lóðar að og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
20. 2005379 - Undirskriftasöfnun, tilkynning, HS Veitur
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands um niðurstöður undirskriftasöfnunar vegna ákvörðunar bæjarráðs Hafnarfjarðar um undirbúning á sölu hlutabréfa bæjarins í HS Veitum hf.

Alls rituðu 1593 nafn sitt á lista.
Lagt fram.
Bréf frá Þjóðskrá Íslands um niðurstöðu undirskriftasöfnunar.pdf
21. 1806100 - Samband íslenskra sveitarfélaga, landsþing 2018-2022
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXV.landsþings sambandsins föstudaginn 18.desember nk. Landsþingið verður rafrænt.
Lagt fram.
Boðun landsþings XXXV - des 2020.pdf
Fundargerðir
22. 2010004F - Hafnarstjórn - 1583
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.október sl.
23. 2001039 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19.október sl.
260 fundur heilbrigðisnefndar 19. október 2020 - fundargerð samþykkt og undirrituð.pdf
24. 2010014F - Menningar- og ferðamálanefnd - 356
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.október sl.
25. 2001040 - Stjórn SSH, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 5. og 12. október sl.
SSH_Stjorn_507_fundur_2020_10_05.pdf
SSH_Stjorn_508_fundur_2020_10_12.pdf
26. 2001037 - Sorpa bs, fundargerðir 2020
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 25.september og 9.október sl.
433_stjórnarfundur_SORPU bs._25.09.2020_Undirrituð.pdf
Skyrsla framkvaemdastjora - fundur 433.pdf
434_stjórnarfundur_SORPU bs._09.10.2020.pdf
Skyrsla framkvaemdastjora - fundur 434.pdf
27. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.október sl.
Fundargerð stjo´rnarfundur 329 9. október 2020.pdf
Yfirlit ábendinga_stjórn_okt2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta