Skipulags- og byggingarráð - 627 |
Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2, 11.07.2017 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Ólafur Ingi Tómasson formaður, Pétur Óskarsson aðalmaður, Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður, Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður, Óskar Steinn Ómarsson varamaður, |
|
Fundargerð ritaði: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri |
|
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 1607496 - Lækjargata 2, framtíðarnýting |
Lögð fram niðurstaða í samkeppni um skipulag og uppbyggingu á Lækjargötu 2 (Dvergslóðinni). |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu matsnefndar um uppbyggingu á Dvergsreitnum og leggur til að gengið verði til samninga við tilboðsgjafa GG verk ehf með þeim fyrirvara að raðhúsalengja (fjögur hús) bak við Gúttó falli út úr skipulaginu. Skipulags- og byggingarráð tekur undir með bókun matsnefndar þar sem segir m.a.: „Alls bárust fjórar tillögur sem voru ólíkar þótt þær bæru margar með sér líkan keim. Sameiginlegt eiga þær allar að byggja á baklóð við Gúttó. Var það einróma álit matsnefndarinnar að á þeim stað væri verið að taka besta stað lóðarinnar til útivistar og tengslin milli þess nýja og hinnar eldri byggðar með útisvæðinu sem teygir sig inn á milli húsanna yrði rofin.“
Jafnframt verði skoðað í deiliskipulagsvinnunni með aðgang að bílastæðum fyrir húsin neðst í Brekkugötu.
|
Umsögn matsnefndar á tillögum.pdf |
G 220 21.pdf |
B17100-A1.pdf |
B17100-greinargerð.pdf |
P03839.pdf |
P03839-greinagerð-minnkuð.pdf |
Dvergshamar B17191.pdf |
17114-Lækjargata 2- 2017-07-07-Einkunn.pdf |
Lækjargata 2, samkepnni, opnum tilboða, fundargerð.pdf |
Lækjargata 2 verðtilboð.pdf |
Inngangur, umsögn matsnefndar.pdf |
Dverghamar B17191.pdf |
|
|
|
2. 1604501 - Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Drangaskarð 3, 7, 11, 15 og Hádegisskarð 12, 16, 20 og 24. Tillagan felst í fjölgun íbúða á hverri þessara lóða um 2 og verða þá alls 6 íbúðir á hverri lóð. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Breyting þessi fellur undir markmið laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. |
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og fellur frá grenndarkynningu þar sem aðeins Hafnarfjarðarbær á hagsmuna að gæta sbr. heimild í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 23/2010.
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi, fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010" |
|
|
|
|
Fundargerðir |
3. 16011235 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir |
Lögð fram fundargerð Svæðissskipulags höfuðborgarsvæðisins nr. 73, 74. 75 og 77. |
Lagt fram til kynningar. |
SSK_73.fundargerd_27.01.2017.pdf |
SSK_74.fundargerd_10.02.2017.pdf |
SSK_fundargerd_75. fundar_07.04.2017.pdf |
SSK_77.fundargerd_23.06.2017.pdf |
|
|
|
4. 1706005F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 663 |
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 7. júní s.l. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
5. 1706012F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 664 |
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 14. júní s.l. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
6. 1706020F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 665 |
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 21. júní s.l. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
7. 1706023F - Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 666 |
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundr frá 28. júní s.l. |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:32 |
|