FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3468

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
13.07.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Kristinn Andersen. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason hdl.
Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1503055 - Heilsueflandi samfélag
Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrú mæta til fundarins.
HeilsubærinnGjafirFánar17juli2017.pptx
2. 1004442 - Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu
Árdís Ármannsstjóri samskiptastjóri mætir til fundarins.
Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu, samningur
ReykjavikLoves17juli2017.pptx
3. 1704039 - Rekstrartölur fyrir bæjarráð 2017
Rekstrarreikningur jan. - maí 2017 lagður fram.
4. 1707052 - Norðurhella 13, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Selsins Fasteignafélag ehf,
kt. 600207-0670, um lóðina Norðurhellu 13.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta lóðinni Norðurhellu 13 til Selsins Fasteignafélags ehf.
Vefumsókn um lóð - Norðurhella 13
Umsókn um lóð - byggingaráform
5. 1707101 - Kirkjuvellir 12B, íbúð 0203, kaup á íbúð.
Lagt fram kauptilboð í íbúð að Kirkjuvöllum 12b.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir kaup a íbúð að Kirkjuvöllum 12b í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð.
6. 1707120 - Einivellir 7, 228-0552, kaup á íbúð
Lagt fram kauptilboð í eignina Einivellir 7.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir kaup á íbúð að Einivöllum 7 í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð.
7. 1707082 - Félagslegar leiguíbúðir
Lögð fram tölvupóstssamskipti við Íbúðalánasjóð
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindi bæjarstjóra og mikilvægi þess að orðið verði við því.
1707082 - Leiguíbúðir.pdf
8. 1703335 - Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Skessan
Lagt fram erindi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar um bætta aðstöðu í Kaplakrika.
Knattspyrnuaðstaða bréf frá FH.pdf
Tölvupóstur frá Viðari Halldórssyni f.h. FH - Aðstöðumál í Kaplakrika.pdf
9. 1704507 - Jarðvegsframkvæmdir vegna lagningu ljósleiðara
Lagt fram erindi frá Mílu dags. 7.júlí sl. vegna jarðvegsframkvæmda við lagningu ljósleiðara í Hafnarfirði.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindinu og vísa því til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Míla erindi til Hafnarfjarðar júlí 2017.pdf
10. 1707118 - Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, Bugl, legudeild
Lagt fram erindi frá Landsspítala, dags. 3.júlí sl. þar sem óskað er eftir að fá til afnota hluta af húsnæði St. Jósefsspítala í um eitt ár fyrir legudeild barna- og unglingageðdeildar.
Bæjarráð felur bæjastjóra að ganga til viðræðna við Landspítalann í samráði við starfshóp um framtíðarstefnu og notkun St. Jósefsspítala.
11. 1604501 - Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.júlí sl.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Drangaskarð 3, 7, 11, 15 og Hádegisskarð 12, 16, 20 og 24. Tillagan felst í fjölgun íbúða á hverri þessara lóða um 2 og verða þá alls 6 íbúðir á hverri lóð. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.

Breyting þessi fellur undir markmið laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og fellur frá grenndarkynningu þar sem aðeins Hafnarfjarðarbær á hagsmuna að gæta sbr. heimild í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi, fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010"

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Skarðshlíð 2. áfangi, fyrir lóðirnar Drangaskarð 3, 7, 11, og 15 og lóðirnar Hádegisskarð 12, 16, 20, 24 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að fallið sé frá grenndarkynningu þar sem aðeins Hafnarfjarðarbær á hagsmuna að gæta sbr. heimild í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1706329 - Hænsnahald í íbúðabyggð, reglur
Lagðar fram reglur um hænsnahald í íbúðabyggð.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um hænsnahald í Hafnarfirði.

Guðlaug Kristjánsdóttir fór af fundi kl. 10:10.
Samþykkt um hænsnahald_drög.docx.pdf
13. 1707138 - Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar
Lagt fram erindi frá rekstraraðilum Bæjarbíós slf um samstarf vegna bæjar- og tónlistarhátíðar í lok ágúst-byrjun sept.

Óskað er eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar og einnig er sótt um 400.000 þús.kr. styrk til markaðssetningar og kynningar á viðburðinum innanbæjar.

Bæjarráð samþykkir að veita hátíðinni kr. 300.000 þús. í styrk en felur bæjarstjóra að ræða við hlutaðeigandi um aðra þætti erindisins í samræmi við það sem rætt var um á fundinum.
13. 1707133 - Launalaust leyfi, umsókn
Lögð fram beiðni um endurskoðun á umsókn um launalaust leyfi.
14. 1706312 - Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala
Beiðni um fjárveitingu vegna vettvangsferðar til Ísafjarðar.
Bæjrráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um fjárveitingu.
Beiðni um fjárveitingu 06.07.2017.pdf
Fundargerðir
15. 1706312 - Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala
16. 1701687 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.júní sl.
27062017 fundargerð nr. 225.pdf
17. 1702068 - Samband ísl.sveitarfélaga,fundargerðir 2017
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 30.júní sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 851.pdf
18. 1701341 - Stjórn SSH, fundargerðir 2017
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6.júní sl.
SSH_Stjorn_444_fundur_2017_06_06.pdf
19. 1701117 - Strætó bs, fundargerðir 2017
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 23.júní sl.
Fundargerð stjórnarfundur 268 23. júní 2017.docx
20. 1706022F - Fjölskylduráð - 344
Lögð fram fundargerð fjölskylduráðs frá 11.júlí sl.
21. 1706011F - Umhverfis- og framkvæmdaráð - 287
Lögð fram fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28.júní sl.
23. 1707004F - Skipulags- og byggingarráð - 627
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.júlí sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til baka Prenta