FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 374

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
14.07.2017 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Karólína Helga Símonardóttir. Hörður Svavarsson. Margrét Gaua Magnúsdóttir. Sverrir Garðarsson. Fanney Dóróthe Halldórsdóttir. Sigríður Ólafsdóttir. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir. Inga Nína Sigr Jóhannsdóttir. Kristbjörg Lára Helgadóttir. Úlfhildur Helga Guðbjartsdótti. Hrönn Bergþórsdóttir. Svava Björg Mörk. Haraldur Líndal Haraldsson.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1508512 - Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn
Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þe. ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar málinu til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Fræðslustjóra er falið að vinna að útfærslu málsins í samráði við skólastjóra.

Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að tillaga sem minnihlutinn hefur ítrekað lagt fram skuli loks hafa hlotið hljómgrunn og vera samþykkt hér í dag.

Fulltrúar Bjartar framtíðar og Sjálfstæðisflokks benda á að þetta er ekki samþykkt á tillögu minnihlutans. Sú tillaga gekk út á að ritfangakaup féllu niður frá og með 2018. Nú er lagt til og samþykkt hér að gera betur og hefja þetta verkefni strax í haust.
2. 1602277 - Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2016-2017
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2016-2017 lagðar fram til kynningar
3. 1610417 - Fundargerð ÍTH
Lögð fram 252. fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar
Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 252..pdf
4. 1610266 - Frístundaakstur
Drög að framkvæmd frístundaaksturs kynnt.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem kemur fram í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um frístundaakstur og vísar málinu til bæjarstjórnar og í viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Markmið verkefnisins er að nýta betur íþróttamannvirki, stytta vinnudag yngstu grunnskólabarnanna og koma betur til móts við óskir foreldra.

Frístundaakstur.docx
5. 1706086 - Skólahreystibraut
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram minnisblað um hreystibraut.
Hreystivöllur.docx
6. 1412156 - Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Breytingar á reglum um námsleyfi til leikskólakennaranáms ófaglærðra starfsmanna á leikskólum lagt fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á reglum.
Reglur um námsstyrki til starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar_leiðrétt.pdf
7. 1611442 - Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur
Gjaldskrá leikskóla lögð fram, hækkun tekjuviðmiðunar afsláttar í samræmi við hækkun launavísitölu. Hækkun 2016 er 11,4% skv. þjóðhagsspá Hagstofu.
8. 1611367 - Rýmisáætlun leikskóla
Minnisblað um vinnu við rýmisáætlun lagt fram
9. 1503055 - Heilsueflandi samfélag
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu verkefnisins Heilsubærinn Hafnarfjörður.
Heilsubærinn - staða í júlí.pptx
10. 1604475 - Skóladagtöl 2017-2018
Ósk um tilfærslur á skipulagdögum. Erindi frá Öldutúnsskóla og leikskólanum Hvammi.
Samþykkt með fyrirvara um að skólaráð Öldutúnsskóla samþykki tilfærsluna.
11. 1707061 - Aukin samvinna Fjölskyldu- og Fræðslu- og frístundasviðs, skýrsla starfshóps
Lögð fram skýrsla samráðshóps um aukna samvinnu Fjölskyldu og Fræðslu- og frístundasviðs.
Til fundarins mætti Eiríkur Þorvarðarson yfirsálfræðingur sem var ritari hópsins og kynnti helstu niðurstöður hópsins.
Næsti fundur ráðsins verður 23. ágúst 2017


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta