FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1785

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
10.05.2017 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Kristinn Andersen 2. varaforseti,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti,
Einar Birkir Einarsson aðalmaður,
Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti,
Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen varamaður,
Eyrún Ósk Jónsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskildum þeim Unni Láru Bryde í hennar stað mætir Kristín María Thoroddsen og Gunnari Axel Axelssyni í hans stað mætir Eyrún Ósk Jónsdóttir.[line][line]Auk ofangreindra sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum mál no.1612327, þjónustusamningur við ÍBH. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna.[line][line]Áður en lokið var umræðu um lið nr. 12 var liður nr. 13 tekinn til umræðu. Eftir lok umræðu á þeim lið var liður nr. 12 tekinn að nýju til umræðu, sjá fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1406187 - Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar
Lagt er til að í stað Báru Friðriksdóttur komi Jón Grétar Þórsson, Urðarstíg 8, sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráð.

Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.

Lagt er til að í stað Hafdísar Ingu Hinriksdóttur komi Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, Reykjavíkurvegi 30, sem aðalmaður í barnaverndarnefnd og sem varamaður komi Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10, 220 Hafnarfirði.

Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.
2. 1612327 - Þjónustusamningur við ÍBH
Samstarfssamningur við ÍBH, endurskoðun.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur til að gengið verði út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð verða með þátttöku sveitarfélagins í framtíðinni. Tillögunni er vísað til útfærslu til íþrótta- og tómstundafulltrúa og ÍTH og undirbúinn nýr samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar við ÍBH, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þar sem kveðið verður á um þessa breyttu stefnu bæjarins.

Greinargerð:
Markmið tillögunnar er að gera eignarhald íþróttamannvirkja sem byggð verða í Hafnarfirði í framtíðinni skýrara og gegnsærra. Nú þegar hafa einstök íþróttamannvirki verið byggð að fullu leyti af hálfu bæjarins en önnur samkvæmt 80-20 eða 90-10 reglunum. Það hefur skapað ójafnræði milli félaga og/eða deilda innan íþróttahreyfingarinnar og að oft og tíðum er eignarhaldið óskýrt. Tillagan snýr einungis að framtíðaruppbyggingu þar sem bærinn kemur að málum en brýnt er að viðræður við íþróttafélögin, og vinna við eignaskiptasamninga er lúta að eldri mannvirkjum, haldi áfram.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Fundi frestað kl. 14:15 vegna rafmagnsleysis í fundarsal
bæjarstjórnar í Hafnarborg. Fundi fram haldið kl. 15:25 í fundarsal bæjarráðs að Strandgötu 6.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Tillagan er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum, 1 sat hjá.

3. 1702336 - HS Veitur hf, aðalfundur 2017
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 27.apríl sl.

6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.apríl sl.
Lagt fram bréf frá HS Veitum dags. 23.mars sl.

Erindinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp í andsvar.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að dagskrártillögu um að vísa málinu til bæjarráðs. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 4 og 2 sitja hjá.

Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen kemur upp í andsvar.

Bæjarfulltrúi Elva Dög Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Forseti Guðlaug Kristjánsdótti tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir erindi HS-veitna um að hlutabréf í fyrirtækinu verði seld með þeim hætti sem þar er kveðið á um. Andvirði af hlut Hafnarfjarðarbæjar komi til niðurgreiðslu skulda bæjarfélagsins."

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til bæjarráðs".

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Fundarhlé kl. 20:10.

Fundi framhaldið kl. 20:25

Fundarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Afgreiðslu málsins er frestað og það tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar". Tillagan er samþykkt með 8 atkvæðum en 3 sitja hjá.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Tillagan er samþykkt með 7 greiddum atkvæðum, 4 sátu hjá.


Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Almennt er álitið mikilvægt að almenningsveitufyrirtæki hafi sterka eiginfjárstöðu og séu í stakk búin að takast á við bæði ófyrirsjánleg áföll og nauðsynlegar framkvæmdir og uppbyggingu innviða. Fyrir liggur að HS veitur muni ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á þessu ári og er fyrirhuguð lánataka vegna þeirra áætluð um 2,5 milljarðar króna. Það skýtur því óneitanlega skökku við að á sama tíma leggi eigendur fyrirtækisins til að greiða sjálfum sér arð upp á mörg hundruð milljónir króna í formi kaupa á eigin hlutabréfum.Minnisblað v kaupa HSV á hlutabréfum_10_05_17.pdf
HS Veitur, aðalfundur, hluthafar, tilboð (undirritað eintak).pdf
4. 1701231 - Framhaldsskólar, skólanefndir, tilnefning
Tilnefna tvo aðalfulltrúa og tvo til vara í skólanefnd Flensborgarskóla, sbr. 6. tl. B. liðar 39. gr.
samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Af hálfu meirihluta í bæjarstjórn, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, er lagt til að Albert Már Steingrímsson og Sunna Magnúsdóttir verði tilnefnd í skólanefnd Flensborgarskóla og af hálfu minnihluta í bæjarstjórn, Samfylkingar og Vinstri grænna er lagt til að Ingvar Viktorsson og Anna Kristín Jóhannesdóttir verði tilnefnd í skólanefnd Flensborgarskóla.

Framkomnar tilnefningar eru samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.
Framhaldsskólar, skólanefndir, Flensborgarskóli tilnefning.pdf
5. 1705086 - Flensborg, fjárhagsstaða framhaldsskóla
Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar:

Flensborgarskólinn hefur lagt áherslu á að þjónusta breiðan hóp nemenda og ljóst er að fjárveitingar til skólans eru ekki í samræmi við það þjónustustig sem þar er veitt.
Flensborgarskólinn er mikilvægur hlekkur í nærsamfélagi Hafnarfjarðar enda þjónustar hann fyrst og fremst hafnfirsk ungmenni. Það er því mikilvægt fyrir hafnfirskt samfélag að standa vörð um það góða starf sem unnið hefur verið í skólanum og tryggja áfram gott þjónustustig og fjölbreytt námsframboð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld að sá sparnaður sem til verður vegna styttingar á námstíma til stúdentsprófs verði nýttur eins og lofað var til að efla framhaldsskólakerfið og bæta rekstrarstöðu þess.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Framlögð ályktun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Umsögn SIS fjármálaáætlun 2017.pdf
Yfirlýsing skólameistara og ályktun Kennarafélags Flensborgarskóla.pdf
Stjórn foreldraráðs Flensborgarskólans ályktar.pdf
6. 1701116 - Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármögnun og útleiga
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
Lagður fram leigusamningur til afgreiðslu.

Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi tillögu:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna óska eftir að leigusamningurinn sem hér um ræðir verði sendur til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdarráðs og í senn verði gerð úttekt á húsnæðisþörf fyrir félagstengda starfsemi á Völlunum og kannað hvort ekki sé hægt að nýta það húsnæði sem fyrir er t.d á Ásvöllum, Hraunvallaskóla og Ásvallalaug betur til þessa verkefna."

Tillagan er felld með 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar.

Bæjarráð samþykkir framlagðan leigusamning með 3 atkvæðum og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær.
Það skýtur skökku við að taka húsnæði til leigu á svæði þar sem nóg er framboð af svipuðu húsnæði á svæðinu til félagstengdrar starfsemi og ekki sé gætt jafnræðis félagasamtaka á svæðinu. Einnig er það yfirlýst stefna meirihlutans að draga úr húsnæðiskostnaði bæjarsjóðs og selja eignir bæjarins en á sama tíma er verið að leigja hér húsnæði til 5 ára, fyrir 30 milljónir, í óskilgreinda starfsemi"
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Fundarhlé gert kl. 16:15.
Fundi fram haldið kl. 16:20.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margréti Gauja Magnúsdóttir gerir stutta athugasemd.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir víkur frá kl. 16:37
2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.

Fyrirliggjandi leigusamningur er samþykktur með 5 greiddum atkvæðum, 4 greiða atkvæði á móti, 1 situr hjá.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær. Það skýtur skökku við að taka húsnæði til leigu á svæði þar sem nóg er framboð af svipuðu húsnæði á svæðinu til félagstengdrar starfsemi og ekki sé gætt jafnræðis félagasamtaka á svæðinu. Einnig er það yfirlýst stefna meirihlutans að draga úr húsnæðiskostnaði bæjarsjóðs og selja eignir bæjarins en á sama tíma er verið að leigja hér húsnæði til 5 ára, fyrir 30 milljónir, í óskilgreinda starfsemi. Þá vekur það furðu að að hér sé verið að leggja fyrir og samþykkja samning sem tekur gildi eftir meira en ár.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Mikil uppbygging er á Völlunum og gera áætlanir ráð fyrir að íbúafjöldi hverfisins verði samtals um 6.500 þegar Vellir og Skarðshlíð verða fullbyggð. Staðsetning safnaðarheimilis Ástjarnarkirkju er mjög góð með tilliti til þjónustu við íbúa hverfisins og eins og yfirferð sviðstjóra sýnir í meðfylgjandi minnisblaði mun framlagður leigusamningur sem hér er samþykktur gefa tækifæri til að bregðast við aukinni þjónustuþörf sem fylgir fjölgun íbúa í hverfinu. Meðal annars til að leysa húsnæðisvanda frístundaheimila á svæðinu, starfrækja útibú Tónlistarskólans og efla félagsstarf stækkandi hóps eldri borgara í bænum.


Drög leigusamningur Ástjarnarkirkja 2018 til 2023.pdf
minnisblað 02052017.pdf
7. 1606445 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun með 10 greiddum atkvæðum.
Viðauki II_04_05_2017.pdf
8. 1601218 - Opnunartími sundlauga
Bæjarstjórn vísaði liðnum til bæjarráðs á fundi sínum 27.apríl sl.

5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl.
Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.

Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirlagða tillögu um að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í umræðu um fundarsköp.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Tillaga um breyttan opnunartíma sundlauga samþykkt með 10 greiddum atkvæðum.
9. 1704448 - Hesthúsalóðir, úthlutun
9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
Lagðir fram úthlutunarskilmálar til afgreiðslu

Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 10:25.

Afgreiðslu úthlutnarskilmála og lóðarleigusamnings er frestað til næsta fundar ráðsins. Leitað verður eftir umsögn Hestamannafélagsins Sörla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðir til úthlutunar á athafnasvæði Sörla við Flugu- og Kaplaskeið.


Rósa Guðbjartsdóttir tók aftur sæti á fundinum kl. 10:50.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að auglýsa lóðir til úthlutunar á athafnasvæði Sörla við Flugu- og Kaplaskeið.


10. 1704497 - Álfhella 15, lóðarumsókn
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
Lögð fram umsókn BYGG hf. um lóðina Álfhellu 15.

Bæjarráð samþykkir að lóðinni Álfhellu 15 verði úthlutað til BYGG hf. og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Álfhellu 15 til BYGG hf.
Álfhella 15.lóðarumsókn.pdf
11. 1704046 - Breiðhella 4 og 6, lóðarumsókn
13.liður úr fundargerð bæjarráð frá 4.maí sl.
Lögð fram umsókn Samhentir Kassagerð hf. - um lóðina Breiðhella 4 og 6

Bæjarráð samþykkir að lóðinni Breiðhellu 4 og 6 verði úthlutað til Samhentir Kassagerð hf. og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum að úthluta lóðinni Breiðhellu 4 og 6 til Samhentir Kassagerð hf.
Formleg umsókn um lóðirnar Breiðhella 4 og 6 .pdf
12. 1701687 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.
16.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.apríl sl.

Bæjarráð þakkar heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og vísar umfjöllun um málið til bæjarstjórnar.
Fundarhlé gert kl. 16:50.
Fundi framhaldið kl. 16:52.

2. varaforseti leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til síðar á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

24042017 fundargerð nr. 223.pdf
13. 1603516 - Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi
Til umræðu
Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum á ný kl. 17:05 og tekur við fundarstjórn.
Minnisblað - v. fyrirspurn Syðra Langholta.pdf
Lóðarleigusam L2.pdf
14. 1701687 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2017.
Mál nr. 12 tekið til umræðu að nýju.

Fundarhlé gert kl. 17:08
Fundi fram haldið kl. 17:20.

Forseti gerir tillögu um að málinu verði vísað til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Tillagan er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum, 1 var fjarverandi.

24042017 fundargerð nr. 223.pdf
Umsögn Sambands. ísl sveitarfélaga um frumv. um hollustuh. og mengunarv..pdf
Frumvarp til laga, hollustuhættir og mengunarvarnir.pdf
Fundargerðir
15. 1701078 - Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.maí sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 3.maí sl.
a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 11.apríl og 3.maí sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 5.maí sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 4.maí sl.
a. Fundargerð 13.eigendafundar Strætó bs. frá 3.apríl sl.
b. Fundargerð 9.eigendafundar SORPU bs. frá 3.apríl sl.
c. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.mars sl.
d. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.apríl sl.
e. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.apríl sl.
f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.apríl sl.
Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 26.apríl og 3. maí sl.
a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7.apríl sl.
b. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.apríl sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 5.maí sl.
Lagt fram.
Áætlanir og ársreikningar
16. 1704121 - Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2016, síðari umræða
12.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 27.apríl sl.
1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
Ársreikningur 2016 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Kristinn Andersen. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen svarar andsvari öðru sinni.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2016 er samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum, 4 sitja hjá.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2016, sem nú liggur fyrir, markar tímamót og sýnir að algjör viðsnúningur hefur orðið í rekstri bæjarins.
Sá árangur sem hér hefur náðst í að ná tökum á rekstrinum, byggir fyrst og fremst á faglegum umbótaaðgerðum. Þær miðuðu að því að bæta rekstur og nýta betur sameiginlega fjármuni Hafnfirðinga, jafnframt því að standa vörð um þjónustu bæjarfélagsins og að efla hana enn frekar. Aðgerðirnar fólust meðal annars í útboðum og endurskilgreiningu verkefna.
Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar hefur styrkst svo um munar milli ára og skuldaviðmið bæjarins er loks komið undir þau 150% mörk sem sveitarfélögum eru sett. Með því losnar Hafnarfjarðarbær undan áralöngu íþyngjandi eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og öðlast aftur fullt fjárhagslegt sjálfræði.
Í fyrsta skipti í um aldarfjórðung hefur bæjarfélagið ekki tekið ný lán og nýframkvæmdir skóla eru gerðar fyrir eigin fé bæjarins. Þessi árangur hefur náðst með samhentri vinnu allra sem að henni hafa komið. Verkefni okkar nú er að tryggja að haldið verði áfram á sömu braut og færa Hafnarfjörð í hóp best stæðu og best reknu sveitarfélaga landsins.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að atkvæðagreiðsla um ársreikninginn verður endurtekin og er svo gert. Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans fyrir árið 2016 er samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er fagnaðarefni að sjá viðsnúning í rekstri sveitarfélaga á Íslandi, m.a. í Hafnarfirði. Nú þegar sveitarfélög eru að birta ársreikninga fyrir árið 2016 kemur í ljós að staðan hefur batnað mikið og jafnvel mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er margt sem veldur. Auknar atvinnutekjur, m.a. vegna umtalsverðra launahækkana og hærra atvinnustigs hafa leitt til meiri útsvarstekna og lág verðbólga hefur þýtt minni verðbætur. Lóðasala er loksins komin af stað og munu lóðir sem Hafnarfjarðarbær hefur átt tilbúnar síðan fyrir efnahagshrun vonandi seljast fljótt á næstu mánuðum. Í framhaldinu er mikilvægt að hefja frekari uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Hafnarfirði til að stemma stigu við þeim gríðarlega húsnæðisskorti og stighækkandi fasteignaverði sem hefur átt sér stað.
Fasteignamat í Hafnarfirði hefur hækkað mikið síðustu ár sem einnig skilar sér í auknum tekjum bæjarsjóðs. Það er sömuleiðis fagnaðarefni að sjá atvinnuleysi er orðið svipað og það var fyrir hrun á árunum fyrst eftir hrun var það komið vel yfir 10% i Hafnarfirði með gríðarlegum vesti í útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar. Vegna jákvæðrar þróunar á vinnumarkaði hafa þessi útgjöld lækkað mikið, sem og vegna Áfram verkefnisins sem hefur gefið góða raun.
Heilt yfir eru það auknar útsvarstekjur, auknir fasteignaskattar, lægri velferðarútgjöld, lág verðbólga og almennur uppgangur í íslensku efnahagslífi sem skýrir bætta afkomu sveitarfélaga, í Hafnarfirði sem og annars staðar. Stóra myndin er alls staðar eins og áhrifabreyturnar alls staðar þær sömu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa gagnrýnt aðgerðir meirihlutans síðustu misseri sem hafa m.a. einkennst af varanlegum niðurskurði í grunnþjónustunni. Þar ber hæst lokanir á leikskólum og leikskóladeildum og uppsagnir nokkurra reyndra lykilstarfsmanna ásamt niðurskurði í umhverfis- og forvarnarmálum. Í ljósi þeirrar þróunar sem sem hefur átt sér stað í efnahagsmálum og ytra umhverfi sveitarfélaga almennt er með öllu óskiljanlegt hvaða tilgangi þær aðgerðir áttu að þjóna en afleiðingarnar birtast m.a. í því að Hafnarfjarðarbær stendur nú öðrum sveitarfélögum að baki hvað snertir löngu tímabæra uppbyggingu í viðkomandi málaflokkum, m.a. því brýna verkefni að brúa bilið milli fæðingarorlofs og aðgengi að leikskólum fyrir öll börn á leikskólaaldri innan viðkomandi íbúahverfis.

Hafnarfjardarbaer_uppgjor_2016_10_05_17_med_aritun_endurskodanda.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til baka Prenta