FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 1784

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
27.04.2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Kristinn Andersen 2. varaforseti,
Helga Ingólfsdóttir aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir forseti,
Einar Birkir Einarsson aðalmaður,
Gunnar Axel Axelsson aðalmaður,
Adda María Jóhannsdóttir 1. varaforseti,
Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Ásgeirsdóttir varamaður,
Valdimar Víðisson varamaður,
Eva Lín Vilhjálmsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason hdl., Ritari bæjarstjórnar.
Kynningarfundur um ársreikninga bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 2016 var haldinn á undan bæjarstjórnarfundi og hófst kl. 16.[line][line]Mættir voru allir aðalbæjarfulltrúar að undanskyldum þeim Ólafi Inga Tómasson, Unni Láru Bryde og Margréti Gauju Magnúsdóttur. Í þeirra stað mættu þau Valdimar Víðisson, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir. [line][line]Auk ofangreindra sat bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson fundinn.[line][line]Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.[line][line]Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að tekin yrði á dagskrá með afbrigðum málin Mjósund 13, endurnýjun lóðarleigusamnings, Kirkjuvegur 8, lóðarleigusamningur og Lónsbraut 70, lóðarleigusamningur.[line][line]Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum og verða ofangreind mál því sett á dagskrá sem mál nr. 8, 9 og 10.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1608293 - Fornubúðir 5, byggingaráform
2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 25.apríl sl.
Tekið fyrir að nýju en skipulags- og byggingarráð heimilaði fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var í bæjarstjórn 1.2. s.l.
Tillagan var auglýst frá 28.02.2017-11.04.2017 og athugasemd barst með bréfi dags. 10.04.2017.
Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 18.04.2017.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010."
Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdótti. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Eva Lín Vilhjálmsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir liðnum fundarsköp.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar við ræðu bæjarfulltrúa Rósu Guðbjartsdóttur. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp og ber af sér ámæli.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kemur upp í andsvar öðru sinni.

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 7 atkvæðum gegn 3 tillögu að deilskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010. Einn bæjarfulltrúi situr hjá.

Einar Birkir Einarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Fundarhlé kl. 18:23.

Fundi framhaldið kl. 18:50.

Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir og Kristinsdóttir kmeur upp og leggur fram svohljóðandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska að bókað verði eftirfarandi: Höfnin og umhverfi hennar er atvinnusvæði sem ber að standa vörð um. Höfn Hafnarfjarðar er auðkenni Hafnarfjarðar og skiptir miklu máli að íbúabyggð og skrifstofuhúsnæði hreki ekki í burtu hafnarstarfsemina. Ef blanda á hafnarstarfsemi við aðra starfsemi eða íbúabyggð ber að gera það með heilstæðum hætti og vanda til verka, ekki með einstaka deiliskipulagsbreytingum eftir óskum eigenda lóða á hafnarsvæðinu. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjóni að veita umræddum lóðarhafa byggingarétt sem er langt umfram þörf Hafrannsóknarstofnunar fyrir húsnæði og á skjön við fyrirliggjandi deildiskipulagsforsögn svæðisins."

Fornubúðir 5 svör v. ath. 18.04.2017.pdf
Fornubúðir 5 aths. við deiliskipulag Sigurjón Ingvarss.pdf
Augl.Fréttabl.Fornub.5-28-02-2017.pdf
Fornubúðir 5_br.dsk-lagfært.pdf
1701-skýringaruppdrættir.pdf
2. 1703373 - Eskivellir 1, 227-5055, íbúð, kaup
13.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.apríl sl.
Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 1.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 1.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagt kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 1 með 11 greiddum atkvæðum.
3. 1601218 - Opnunartími sundlauga
8.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 7.apríl sl.
Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.

Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirlagða tillögu um að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur upp í umræðu um fundarsköp.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs með 11 greiddum atkvæðum.
Sund útfærsla.pdf
4. 1602410 - Fjölmenningarráð
8.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 7.apríl sl.
Fjölskylduráð tilefnir Karólínu Helgu Símonardóttur og
Algirdas Slapikas sem aðalmenn og Valdimar Víðisson og
Árni Áskelsson sem varamenn í fjölmenningarráð og vísar þeirri tilnefningu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn kýs Karólínu Helgu Símonardóttur Algirdas Slapikas sem aðalmenn og þá Valdimar Víðisson og Árna Áskelsson sem varamenn í fjölmenningarráð.


5. 1702336 - HS Veitur hf, aðalfundur 2017
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.apríl sl.
Lagt fram bréf frá HS Veitum dags. 23.mars sl.

Erindinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur upp í andsvar.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að dagskrártillögu um að vísa málinu til bæjarráðs. Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 4 og 2 sitja hjá.

Bæjarfulltrúi Kristinn Andersen kemur upp í andsvar.

Bæjarfulltrúi Elva Dög Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson um fundarsköp.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Forseti Guðlaug Kristjánsdótti tekur við fundarstjórn.

Til máls tekur Einar Birkir Einarsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir erindi HS-veitna um að hlutabréf í fyrirtækinu verði seld með þeim hætti sem þar er kveðið á um. Andvirði af hlut Hafnarfjarðarbæjar komi til niðurgreiðslu skulda bæjarfélagsins."

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson og leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu málsins: "Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til bæjarráðs".

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Fundarhlé kl. 20:10.

Fundi framhaldið kl. 20:25

Fundarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins: "Afgreiðslu málsins er frestað og það tekið fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar". Tillagan er smaþykkt með 8 atkvæðum en 3 sitja hjá.
HS Veitur, aðalfundur, hluthafar, tilboð (undirritað eintak).pdf
6. 1703142 - Suðurhella 9 , umsókn um lóð
14.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 6.apríl sl.
Lögð fram umsókn RK bygg ehf um lóðina Suðurhella 9.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að RK bygg ehf verði úthlutað lóðinni Suðurhellu 9.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum RK bygg ehf. verði úthlutað lóðinni Suðurhellu 9.
Vefumsókn um lóð.pdf
7. 1701116 - Kirkjuvellir 1, Ástjarnarkirkja, safnaðarheimili, fjármögnun og útleiga
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi samning.

Drög leigusamningur Ástjarnarkirkja 2017 til 2018.pdf
Minnisblað_Ástjarnarkirkja 26042017.pdf
8. 1703388 - Mjósund 13, endurnýjun lóðarleigusamnings
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Mjósunds 13.
Mjósund 13 lls.5.4.17.pdf
218446_M_Mjosund13.pdf
9. 1703090 - Kirkjuvegur 8, lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Kirkjuvegar 8.
Kirkjuvegur 8.lóðarleigusamn.27.3.17.pdf
217734_Kirkjuvegur_8_2016.pdf
10. 1704044 - Lónsbraut 70, lóðarleigusamningur
Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Lónsbrautar 70.
Lónsbraut 70.lls.5.4.17.pdf
24211_Lonsbr_bataskyli.pdf
Fundargerðir
11. 1701078 - Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð fræðsluráðs frá 5.apríl sl.
a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.mars sl.
Fundargerðir fjölskylduráðs frá 7. og 24.apríl sl.
Fundargerðir bæjarráðs frá 6. og 11.apríl sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 23.mars sl.
b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 23.mars sl.
c. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.mars sl.
d. Fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 24.mars sl.
e. Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10.mars sl.
f. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24.mars sl.
g. Fundargerð stjórnar SSH frá 6. og 13.mars sl.
h. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17.mars sl.
Fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.apríl sl.
a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24.mars sl.
b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17.mars sl.
Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 4. og 25.apríl sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 21.apríl sl.
Áætlanir og ársreikningar
12. 1704121 - Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2016, fyrri umræða
1.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 11.apríl sl.
Ársreikningur 2016 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tekur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafnarfjardarbaer_uppgjor_2016_birt_11_04_17.pdf
Hafnarfjörður ársreikningur 2016_bæjarstjórn_27.04.2017.pdf
Hafnarfjörður endurskoðunarskýrsla 2016.pdf
Hafnarfjardarbaer_uppgjor_2016_10_05_17_med_aritun_endurskodanda.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00 

Til baka Prenta