FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 344

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
09.03.2016 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir. Einar Birkir Einarsson. Hörður Svavarsson. Adda María Jóhannsdóttir. Sverrir Garðarsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Hallgrímsson
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Magnús Baldursson, sviðsstjóri, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Kristinn Guðlaugsson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sigrún Kristinsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Arnrún Einarsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Guðvarður Björgvin F. Ólafsson, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Umræða í upphafi um fundarsköp og óskir um mál á dagskrá fundarins.

Bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemdir við að erindum kjörinna fulltrúa minnihlutans sé ekki svarað. Ítrekað hafa fulltrúar minnihlutans sent inn beiðni um að mál verði tekin á dagskrá án þess að orðið sé við því eða erindum yfir höfuð svarað. Þetta hljóta að teljast óeðlileg vinnubröð og standast tæplega samþykktir um fundarsköp.

Adda María Jóhannsdóttir
Sverir Garðarsson"

Formaður fræðsluráðs bendir á að í langflestum tilvikum hafi mál verið sett á dagskrá sem óskað hefur verið eftir og annars hafi erindum hafi verið svarað munnlega eða skriflega. Það er miður ef fulltrúar minnihlutans telja svo ekki vera og verður því kapp lagt á að bæta þarna úr og gefa skýrari svör. Einnig er bent á að beiðnir í tölvupóstum um að mál séu sett á dagskrá, þar sem það á við, mættu vera skýrari svo enginn vafi leiki á hverju er verið að óska eftir.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1601686 - Skóli í Skarðshlíð
Lögð fram fundargerð stýrihóps frá 8. mars.
Lagt fram.
Nýr skóli í Skarðshlíð, 5. fundur stýrihóps.pdf
2. 1601182 - Skólaskipan í Suðurbæ
Lögð fram umbeðin úttekt á leikskólaplássum í Suðurbæ.
Guðmundi Sverrissyni, sérfræðingi á hagdeild bæjarins, þökkuð kynningin á minnisblaðinu sem lagt var fram.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað og leggja fram tillögu:
"Í niðurstöðum úttektar þeirrar sem hér er lögð fram kemur fram að miðað við núverandi fjölda barna á leikskólaaldri í Suðurbæ sé þörf fyrir 240 leikskólapláss í hverfinu. Þar sem núverandi fjöldi leikskólaplássa er langt undir skilgreindri þörf þurfa um 48% leikskólabarna úr Suðurbæ nú þegar að sækja leikskóla utan hverfisins. Er hlutfall barna sem sækja leikskóla utan hverfis hvergi hærra en í þessu umrædda hverfi. Í úttektinni kemur einnig fram að í skólahverfi Víðistaðaskóla séu leikskólapláss umfram skilgreinda þörf 216 talsins og því umtalsvert meira svigrúm til fækkunar leikskólaplássa þar án þess að þjónustu verði raskað.
Nú þegar þessar niðurstöður liggja fyrir hlýtur öllum að vera ljós sú staðreynd að ekkert svigrúm er til fækkunar leikskólaplássa í Suðurbæ líkt og gengið er út frá í fjárhagsáætlun og samþykkt var af meirihluta bæjarstjórnar þann 9. desember sl. Gerum við því að tillögu okkar að sú ákvörðun verði tafarlaust dregin til baka. Þannig verður dregið úr þeirri óvissu sem umræða um mögulega lokun annars tveggja leikskóla í Suðurbæ hefur skapað fyrir fjölskyldur með ung börn í hverfinu.
Þar sem fjöldi leikskólaplássa í hverfinu er nú þegar langt undir skilgreindri þörf teljum við jafnframt mjög brýnt að hugað verði að fjölgun þeirra í hverfinu og lagðar verði fram skýrar áætlanir þess efnis eins fljótt og hægt er.

Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarsson"

Tillagan er borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með þremur atkvæðum meirihlutans en tveir fulltrúar minnihlutans greiða henni atkvæði.

Bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Bent er á að gott hefði verið að tillagan hefði verið lögð fram fyrir fundinn en ákvörðun um lokun starfsstöðvarinnar við Hlíðarbraut var tekin eftir ítarlega hagkvæmniúttekt í aðdraganda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Hafnarfjörður hefur verið skilgreindur sem eitt leikskólahverfi og eru næg leikskólapláss til í bænum. Minnisblaðið sem nú liggur fyrir ráðinu sýnir að Vallahverfið og Suðurbær eru með fæstu plássin miðað við fjölda barna á leikskólaaldri. Það er vilji meirihlutans að veita þjónustuna sem næst heimilum barna og niðurstöður minnisblaðsins verða nýttar til frekari ákvörðunar um aukna þjónustu í leikskólamálum."

Bókun frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna:
"Viðbrögð fulltrúa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar við þessari tillögu fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um að fyrri ákvörðun um að loka starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut verði dregin til baka sýna svo ekki verður um villst að úttektin sem hér um ræðir var leikaraskapur og ekki til neins annars ætluð en tefja málið og draga úr samtakamætti foreldra í Suðurbæ. Eðlilegra hefði verið að vinna slíka úttekt áður en ákveðið var að loka starfsstöðinni. Við hörmum þá stöðu sem upp er komin enda ljóst að veruleg þörf er á leikskólaplássum í þessu hverfi eins og fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á.

Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarsson"

Bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Ákvörðun um lokun starfsstöðvarinnar var tekin eftir ítarlega greiningu, á vinnufundum fræðsluráðs á síðasta ári, á fjölda leikskólaplássa, þar sem við blasti töluverð fækkun barna á leikskólaaldri og við því þurfti að bregðast. Áréttað er að það er vilji meirihlutans að veita þjónustuna sem næst heimilum barna og munum við beita okkur fyrir því að nýta niðurstöðu þessarar úttektar til frekari ákvörðunar um aukna þjónustu í leikskólamálum. Önnur ummæli í bókun minnihlutans eru ekki svaraverð."
Minnisblað -SkólaskipaÍSuðurbæ_Lokaeintak_29 02 2016.pdf
 
Gestir
Guðmundur Sverrisson - 00:00
3. 1410618 - Dagforeldrar - leyfisbeiðnir
Lögð fram umsókn um endurnýjun á starfsleyfi sem dagforeldri í Hafnarfirði frá Hönnu Dóru Halldórsdóttur.
Lögð fram umsókn um starfsleyfi frá Gunnari Þór Þorsteinssyni um leyfi til að starfa sem dagforeldri í Hafnarfirði.
Daggæslufulltrúi mælir með umsókninni.

Samþykkt
endurnýjun starfsleyfis, Hanna Dóra Halldórsdóttir.pdf
Umsókn um starfsleyfi, Gunnar Þór Þorsteinsson.pdf
4. 1602430 - Gjaldfrjáls leikskóli
Lagt fram erindisbréf starfshóps og óskað tilnefninga í starfshóp á fundinum.

Eftirtaldir eru skipaðir af fræðsluráði í starfshópinn:
Hörður Svavarsson
Kristín Thoroddsen
Friðþjófur Helgi Karlsson

Bókun frá Samfylkingu og Vinstri grænum:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemdir við vinnubrögð varðandi tillögu um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla. Enginn rökstuðningur hefur enn fengist fyrir tillögunni né heldur greinargerð um það hvaða markmiðum henni er ætlað að ná fram. Við höfum gert athugasemdir við tillöguna á grundvelli þess hvaða áhrif slík framkvæmd geti haft á ólíka tekjuhópa foreldra og stöðu kynja á vinnumarkaði. Þá höfum við einnig dregið í efa að slík framkvæmd í 1-2 leikskólum standist kröfur um jafnræði. Við teljum það ekki boðleg vinnubrögð í þriðja stærsta sveitarfélagi landsins að slík tillaga sé lögð fram án þess að fyrir liggi skýr markmið eða rökstuðningur.
Fulltrúar minnihlutans skorast ekki undan setu í umræddum starfshópi en leggja áherslu á að tilnefning fulltrúa úr þeirra röðum feli á engan hátt í sér samþykki eða stuðningi við tillöguna."

Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarsson"

Bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Tillagan um undirbúning sex tíma gjaldfrjáls leikskóla snýst um að skoða hvort uppbygging gjaldskrár geti leitt til styttingu vinnudags barna og verið hagkvæmur valkostur fyrir foreldra. Starfshópnum, sem nú hefur verið stofnaður, er ætlað að afla gagna, skoða kosti og galla slíks tilraunaverkefnis í samráði við leikskólasamfélagið."
5. 1511157 - Dagforeldrar, innritun og aðstaða
Lagt fram erindisbréf starfshóps og óskað tilnefninga í starfshóp.

Eftirtaldir eru skipaðir af fræðsluráði í starfshópinn:
Karólína Helga Símonardóttir
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir
6. 1602127 - Skóladagatöl 2016-2017
Lögð fram skóladagatöl grunnskóla ásamt umsögnum skólaráða.
Staðfest með fyrirvara um staðfestingu skólaráðs Áslandsskóla.
7. 1602128 - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar - ályktun frá kennarafundi
Lagt fram bréf, dags. 22. febrúar 2016 frá stjórn foreldraráðs Hafnarfjarðar þar sem tekið er undir málaleitan kennara við Tónlistarskólann.
Lagt fram.

Sviðsstjóri kynnti stöðu máls.
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, kennarafundur, ályktun, gluggar á kennslustofur
8. 1508478 - Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði
Lögð fram samantekt um bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði 2016.
Lagt fram.
Boka-og biohatid-2016_Samantekt.pdf
9. 1603075 - Sérúrræði í grunnskólum
Lagðar fram tillögur starfshóps um sérrúrræði í grunnskólum.
Stefnt verði að málþingi á næstu vikum til að ræða efni skýrslunnar og málefni nemenda í grunnskólum með sérþarfir.
Tillogur-starfshops_serurraedi_2016_SKYRSLA.pdf
10. 1603023 - Yrkja sjóður æskunnar til ræktunar landsins, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 26. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á trjáplöntum til grunnskólabarna.
Fræðsluráð getur ekki orðið við erindinu.
Yrkja sjóður æskunnar til ræktunar landsins, styrkbeiðni
11. 16011139 - Leikskólinn Bjarkavellir
Lagðar fram tillögur úr nafnasamkeppni á leikskólann.

Sviðsstjóri kynnir ráðningu leikskólastjóra.

Nafnatillögur kynntar og lagt til að fræðsluráð taki afstöðu til þeirra á næsta fundi ráðsins. Samþykkt.

Sviðsstjóri kynnti að Svava Björg Mörk verði ráðin leikskólastjóri leikskólans við Bjarkavelli.
HugmyndasamkeppniBjarkavellir án nafna.xlsx
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05 

Til baka Prenta