FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3547

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
04.06.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Rósa Guðbjartsdóttir varamaður,
Birgir Örn Guðjónsson varamaður,
Árni Stefán Guðjónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, 
Einnig sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1309581 - Betri Hafnarfjörður
Farið yfir samráðs- og lýðræðisverkefnið Betri Hafnarfjörður og framtíð þess.

Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að verkefnið verði unnið áfram í samræmi við kynningu og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi verkefnum er vísað til næstu fjárhagsáætlunarvinnu.

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Viðreisn fagnar því ákaft að málefni vefsins Betri Hafnarfjarðar séu nú komin á dagskrá bæjarráðs, enda um að ræða afar mikilvægt verkfæri á vegum Hafnarfjarðar er varðar samráð við íbúa bæjarins. Vefurinn hefur verið starfræktur undanfarin ár án þess þó að hafa fengið neitt raunverulegt vægi innan stjórnsýslunnar. Líkt og fulltrúi Viðreisnar benti á í bókun í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 5. júní á síðastliðnu ári, telur Viðreisn afar brýnt að bærinn nýti þetta tækifæri til raunverulegs samráðs við bæjarbúa mun betur en nú er gert. Vefurinn Betri Hafnarfjörður á að vera vettvangur beins lýðræðis þar sem bæjarbúum gefst færi á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi, eitthvað sem Viðreisn hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á. Tillögur okkar frá því í júní á síðasta ári voru svohljóðandi:
1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar.
2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn.
3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði.
4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.
Viðreisn vill því ítreka mikilvægi þess að vefurinn Betri Hafnarfjörður komi til með að skipa stóran sess í samvinnu og samstarfi Hafnfirðinga við stjórnsýslu bæjarins á komandi árum.
BetriHafnarfjörður 2020 - kynning fyrir bæjarráð 1 04.06.20.pdf
2. 1804509 - Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa
Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir lúkningu málsins í samræmi við vinnuskjal bæjarráðs. Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.
3. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lögð fram eignaskiptayfirlýsing fyrir Kaplakrika í Hafnarfirði.
Bæjarráð þakkar Kaplakrikahópi og starfsfólki fyrir vel unnin störf. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi eignaskiptayfirlýsingu um Kaplakrika til staðfestingar í bæjarstjórn.
Eignaskiptayfirlýsing fyrir Kaplakrika Hafnarfirði 2.6.2020.pdf
4. 2001110 - Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020
4. tl. úr fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 27. maí sl.
"Umsóknir ungmenna 17 ára og yngri í Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa aldrei verið fleiri en nú. Minnisblað lagt fram.
Ljóst er að umsækjendafjöldi hefur þegar farið fram yfir áætlanir. Til að geta ráðið alla umsækjendur 14-17 ára og haldið þeim í virkni í sumar óskar íþrótta- og tómstundanefnd eftir 69 milljón króna viðauka hjá bæjarráði til að geta staðið undir þeim kostnaði.
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur fjölgað sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta um 250. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að helmingur þeirra starfa flytjist beint til Vinnuskóla Hafnarfjarðar þar sem þeim verður ráðstafað sem flokkstjórar yfir unglingum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinni umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna."

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að allir umsækjendur á aldrinum 14-17 ára fái sumarstarf hjá Hafnarfjarðarbæ. Breytingu á fjárhagsáætlun er vísað til næstu viðaukagerðar.

Bæjarráð samþykkir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar fái úthlutað allt að 120 auka sumarstörfum fyrir framhalds- og háskólastúdenta. Verði þeim störfum ráðstafað sem flokkstjórum og til íþrótta- og tómstundafélaga vegna aukinna umsvifa þar vegna námskeiða og sumarverkefna. Er ráðstöfunin í samræmi við aðgerðaáætlun bæjarstjórnar vegna áhrifa COVID-19.
5. 2003508 - Covid 19, aðgerðaráætlun
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
„Bæjarráð samþykkir að veita leikmönnum meistaraflokka í karla- og kvennaflokki sem leika með hafnfirskum liðum frían aðgang að sundlaugum bæjarins í eitt ár."
Greinargerð:
Ljóst er að í samkomubanni urðu þessir flokkar fyrir mestu tekjufalli og þjálfarar og leikmenn tóku á sig kjaraskerðingu. Hér er Hafnarfjarðarbær að leggja félögunum lið, styðja við (afreksfólk) fyrirmyndir barna okkar og hvetja alla til að nota sundlaugarnar okkar.“

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir á fundinn.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að útfæra verkefnið í samtarfi við íþróttafélögin og forstöðumann sundstaða og tekur það gildi eigi síðar en 30. júní nk.
6. 2005324 - Rekstrartölur 2020
Rekstrartölur jan.-apr. lagðar fram.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Lagt fram.
Rekstrartölur jan-apríl 2020.pdf
7. 2004299 - Forsetakosningar 2020
Forsetakosningar verða 27. júní nk.
Kjörstjórn Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum þ. 3. júní 2020 að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna sem fram fara laugardaginn 27. júní nk. eru Lækjarskóli, kjördeildir 1-8 og Víðistaðaskóli kjördeildir 9-13.

Bæjarráð leggur áherslu á að skoðaðir verði möguleikar á að fjölga kjörstöðum í Hafnarfirði fyrir alþingiskosningar á næsta ári.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Kjörstjórn Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum þ. 3.júní 2020 að kjörstaðir í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna sem fram fara laugardaginn 27.júní nk. eru Lækjarskóli, kjördeildir 1-8 og Víðistaðaskóli kjördeildir 9-13.
Á fundi bæjarráðs þann 28. júní 2018 var lögð fram greinargerð kjörstjórnar um staðsetningu kjörstaða í bænum með tilliti til fjarlægða og almenningssamgangna.
Í framhaldi fól bæjarráð bæjarstjóra að láta gera greiningu á þéttni byggðar og almennum samgöngum með tilliti til staðsetningar kjörstaða.
Undirrituð lagði þá fram eftirfarandi bókun og tillögu: „Samkvæmt meðfylgjandi greinargerð um staðsetningu kjörstaða í bænum kemur fram mat yfirkjörstjórnar á því að kjörstaðir sem notaðir hafa verið undanfarið hafi þjónað hlutverki sínu vel. Í Sveitarstjórnarkosningunum árin 2014 og 2018 hefur kjörsókn í bænum verið dræm sem hlýtur að gefa tilefni til hugleiða það að fjölga kjörstöðum í bænum. Íbúum bæjarins fjölgar jafnt og þétt og með áframhaldandi uppbyggingu í Skarðshlíð er ljóst að mest verður fjölgunin sunnan Reykjanesbrautar. Í ljósi þessa legg ég til að staðsetning á kjörstöðum verði endurskoðuð og hugað að því að fjölga kjörstöðum í þrjá fyrir næstu alþingis- og sveitarstjórnarkosningar og bætt verði við kjörstað í Vallarhverfi.?
Undirrituð ítrekar þessa bókun og leggur áherslu á mikilvægi þess að kjörstöðum verði fjölgað.
Adda María Jóhannsdóttir

8. 2005379 - Undirskriftasöfnun, tilkynning, HS Veitur
Farið yfir tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun. Til afgreiðslu.
Bæjarráð hefur farið yfir tilkynningu um fyrirhugaða undirskriftasöfnun.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, Ingibjargar Dóru Hansen og Ingveldar Thorarensen um fyrirhugaða undirskriftasöfnun samkvæmt 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga.
9. 2005169 - Fyrirspurnir
Lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 20. maí s. l.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.
Lagt fram.

Fulltrúar Samfylkingar, Miðflokks, Viðreisnar og Bæjarlista þakka framlögð svör og óska bókað.
Á fundi bæjarráðs þann 22. apríl var tekin til afgreiðslu tillaga um að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Tveimur dögum síðar, þann 24. apríl var undirritaður ráðgjafarsamningur um fyrirhugaða sölu við Kviku banka án þess að það væri kynnt eða rætt á fundinum, eða bæjarráðsfulltrúum tilkynnt þar um. Það hefur því augljóslega verið gengið hratt til verks og einsýnt að ekki þurfti mikinn undirbúning að samningsgerðinni.
Það hefur hins vegar tekið drjúgan tíma að svara framlögðum fyrirspurnum sem lagðar voru fram í bæjarráði þann 20. maí sl. Svörin voru ekki birt bæjarráðsfulltrúum fyrr en eftir kl. 22:00 að kvöldi þess 3. júní fyrir fund ráðsins í dag, þann 4. júní, sem hófst kl. 8:15. Þetta er því miður ekki einsdæmi og er hér því gerð formlega athugasemd við það að fulltrúar fái ekki nægan tíma til undirbúnings.
Í framlögðum svörum kemur fram áhersla á að málið gangi hratt fyrir sig og eru gefnar fyrir því tvær ástæður. Í fyrsta lagi sú að hætta sé á að annað sveitarfélag verði fyrra til við sölu á sínum hlut sem myndi binda hlut Hafnarfjarðarbæjar til lengri tíma. Hins vegar er það talið óvíst að tími hefði unnist til að setja af stað alla þá verkferla sem alla jafna eru viðhafðir svo viðskiptin geti klárast fyrir sumarleyfi.
Undirrituð leyfa sér að gagnrýna harðlega þau vinnubrögð að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli að taka ákvörðun um og hugsanlega ganga frá sölu á hlut bæjarins í HS Veitum á einungis nokkrum vikum frekar en fylgja hefðbundnum verkferlum sem tilgreindir eru í framlögðum svörum á þeim forsendum að það geti tafið málið til hausts. Þá er einnig gagnrýnt að upplýsingar um áætlað umfang samningsins hafa verið teknar út og upplýsingum um söluprósentu haldið leyndri fyrir almenningi.
Í ljósi þess hraða sem einkennir málið allt, gefa upplýsingar sem fram koma í lið b. framlagðra svara um að sérfræðingar Kviku banka hafi vitneskju um fjárfesta sem hafi áhuga, vilja og burði til þess að kaupa hluta í fyrirtækinu einnig tilefni til að spyrja hvort vitneskja um áhugasama kaupendur hafi legið fyrir um einhvern tíma.
Undirrituð óska því svara við eftirfarandi og að þau verði lögð fram tímanlega fyrir næsta fund bæjarráðs:
- Liggur fyrir vitneskja um áhugasama kaupendur að hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum?
- Ef svo er, hversu lengi hefur sú vitneskja legið fyrir? Nánar tiltekið, lá sú vitneskja fyrir áður en meirihluti bæjarráðs samþykkti þann 22. apríl sl. að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum?
Adda María Jóhannsdóttir
Sigurður Þ. Ragnarsson
Árni Stefán Guðjónsson
Birgir Örn Guðjónsson

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Visað er á bug dylgjum og útúrsnúningum minnihlutans vegna málsins. Eins og fram kemur í svörum við fyrirspurnunum er sveitarfélaginu heimilt að ganga til viðræðna við ráðgjafa án útboðsferlis vegna fjármálaþjónustu sem þessarar sbr. lög um opinber innkaup nr. 120/2016 gera ráð fyrir. Mikilvægt þótti að fá fram tilboð í hlutinn fyrir sumarleyfi en svo tekur við tími til að vega og meta tilboðin sem berast, enginn flýtir er því í sölunni sjálfri eins og ýjað er að. Vegna viðskiptalegra sjónarmiða er söluþóknun ekki gefin upp á þessu stigi máls, eins og alla jafna er í sambærilegum málum, enda kemur ekki til neinnar þóknunar nema af sölu verði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar óska því til samanburðar á meðferð sambærilega mála hjá sveitarfélaginu að teknar verði saman allar upplýsingar um tilurð og kostnað við ráðgjafasamninga sem gerðir voru vegna lögfræðilegrar ráðgjafar í söluferli HS-Orku frá árinu 2009 og endurfjármögnunar lána bæjarsjóðs árið 2013.
Svar við viðbótarfyrirspurnum er eftirfarandi: Í gangi er opið söluferli sem auglýst hefur verið opinberlega og er svarið við fyrirpurninni því einfaldlega: Nei.

2005169 Svar við fyrirspun frá 20. maí 2020 frá Samfylkingu HS Veitur hf.pdf
10. 2005573 - Landskerfi bókasafna hf., aðalfundur 2020
Lagt fram fundarboð um aðalfund Landskerfi bókasafna hf. fimmtukudaginn 11.júní 2020.
Lagt fram.
Landskerfi bókasafna hf., aðalfundur 2020.pdf
11. 2005482 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 5. Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar
5. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 27. maí s.l.
Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar Ungmennaráð leggur til að leitað verði leiða til að fá kvikmyndahús í Hafnarfjörð
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar og frekari skoðunar hjá menningar- og ferðamálanefnd.
12. 2005486 - Ungmennaráð, tillögur 2020 - 9. Jafnréttisstefna
9. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 27. maí sl.

Jafnréttisfræðsla Ungmennaráð leggur til að jafnréttisfræðsla verði efld í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð fer með yfirumsjón jafnréttismála í bæjarfélaginu. Þeir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sammála um mikilvægi þess að fræða nemendur um jafnrétti kynjanna og að undirbúa einstaklinga fyrir þátttöku í fjölskyldu- og atvinnulífi. Bæjarráð vísar tillögunni til fræðsluráðs til frekari úrvinnslu. Bæjarráð, sem jafnréttisráð, óskar jafnframt eftir minnisblaði frá mennta- og lýðheilsusviði um leið og ákvörðun um aðgerðir liggja fyrir um eflingu jafnréttisfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og hvernig jafnréttisfræðslu er nú sinnt.

Fundargerðir
13. 1801099 - Kaplakriki, framkvæmdir
Lögð fram fundargerð Kaplakrikahóps frá 2. júní s. l.
Fundargerð Kaplakrikahóps frá 2.júní 2020.pdf
14. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Lagðar fram fundargerðir framkvæmdanefndar frá 5. og 19.maí sl.
3 fundur framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllumi 5. maí 2020.pdf
4 fundur framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum 19. maí 2020.pdf
15. 2005019F - Hafnarstjórn - 1574
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 19.maí sl.
16. 2005023F - Menningar- og ferðamálanefnd - 349
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 26.maí sl.
17. 2001039 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.maí sl.
226 - fundargerð 25.maí 2020.pdf
18. 2001038 - Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.maí sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 884.pdf
19. 2001040 - Stjórn SSH, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 18.maí sl.
SSH_Stjorn_497_fundur_2020_05_18.pdf
20. 2001037 - Sorpa bs, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18.maí sl.
427_stjórnarfundur_SORPU. bs_18.05.2020.pdf
Mannvit Stækkun Gufunesi Fasteign og Tækjabúnaður 2140099-000-BRP-0010 15.05.2020.pdf
Skyrsla framkvaemdastjora - fundur 427.pdf
SORPA bs. Framvinda_GAJA_18.05.2020.pdf
SORPA bs. Framvinda_Gufunes_18.05.2020.pdf
SORPA bs. Framvinda_Taekjabunadur_18.05.2020.pdf
SORPA_Graent_bokhald_2019.pdf
21. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 23.eigendafundar Strætó bs. frá 25.maí sl.
Straeto_Fundargerd_23_eigendafundur_Strætó_2020_05_25 .pdf
Fundarhlé gert kl. 10:25
Fundi fram haldið kl. 10:30

Fundarhlé gert kl. 10:35
Fundi fram haldið kl. 11:08

Næsti fundur bæjarráðs verður 10. júní nk. kl. 13:15 í Hafnarborg.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til baka Prenta